Fréttablaðið - 22.06.2005, Side 37

Fréttablaðið - 22.06.2005, Side 37
hins vegar komið í ljós að hér er ekki aðeins um ógnun að ræða fyrir tónlistina heldur einnig mikið tækifæri. BARIST UM RÉTTINDIN Greina má ákveðin tregðulögmál í viðbrögðum tónlistar- og kvikmyndaiðnaðarins við tæknibreytingum síðustu ára. Um langt skeið hefur dreifing á bíómyndum og tón- list byggst upp á einkaréttindum á afmörkuðum svæðum í heiminum. Hið sama gildir um sjónvarpsefni. Eigendur höfundarréttar í hverju landi hafa mikla hagsmuni af því að viðhalda þessu kerfi og skýrir það að nokkru leyti hversu skammt á veg kvikmyndaiðnaðurinn er kominn með að mæta óskum markaðarins um netaðgang að bíó- myndum. Velgengni iTunes-verslunarinnar í Bandaríkjunum sýnir að hægt er að mjög mikill fjöldi fólks grípur fegins hendi tækifæri til að eignast stafræna tónlist á löglegan hátt. Það er hins vegar enn þannig að miklu er til kostað til að tryggja að tónlistin á iTunes seljist ekki milli markaðssvæða. Þannig geta íslenskir neytendur ekki keypt lög á iTunes. Margir telja víst að hið sama gildi um sjónvarpsþætti og bíómyndir og að neytendur myndu glaðir borga fyrir að geta hlaðið löglegum eintökum niður væri þess kostur. Með þessu skapast leið til þess að neytandinn geti keypt það efni sem hann lystir án þess að eiga viðskipti við milliliði. Kvikmyndaiðnaðurinn virðist hins vegar ekki ætla að fara þessa leið. Í staðinn hefur verið unnið að því að semja gríðarlega flókna lausnir sem miða meðal ann- ars að því að tryggja hagsmuni þeirra sem eiga einkarétt til dreifingar efnisins á hinum ýmsu markaðssvæðum. ERFIÐAST FYRIR VÍDEÓLEIGUR Ein af niðurstöðum Elfu Bjargar er sú að vídeóleigum standi töluverð ógn af breyttum aðferðum við dreifingu efnis. Hún segir það hafa komið fram í rannsókn sinni að ákveðnar myndir væru þess eðlis að líklegt sé að fólk sæk- ist áfram eftir því að sjá þær í kvikmyndahúsi. Standi fólki hins vegar til boða að sækja myndir á netið í stað þess að fara á vídeóleigu þá er líklegt að það velji fyrri kostinn. Aðsókn í kvikmyndahús á Íslandi er með því allra mesta sem þekkist í heiminum. Bíóferðum hefur fækkað örlítið á síðustu árum en ekki er ljóst hvort það séu eðli- legar sveiflur eða hvort neyslumynstur hefur verið að breytast. Að sögn Elfu Bjargar er oftast hægt að útskýra sveiflur í aðsókn að kvikmyndahúsum með því hvort vin- sæl íslensk mynd sé í sýningu eða ekki. Þá telur Elfa Björg ekki víst að markaðurinn fyrir sölu á kvikmyndum á DVD diskum verði fyrir skakkaföllum vegna sjóræningjastarfsemi þar sem flestir kaupi aðeins mjög eigulegar myndir á DVD. Elfa Björg telur ekki að ólöglegt innhal af netinu dragi úr áhuga fólks á slíkum kaupum. MARKAÐURINN MIÐVIKUDAGUR 22. JÚNÍ 2005 13 Ú T T E K T ELFA BJÖRG ARADÓTTIR RANNSAKAÐI INNHAL Á BÍÓMYNDUM Á ÍSLANDI Komst að því að hægt er að nálgast langflestar myndir á netinu sem verið er að sýna í kvikmyndahúsum á Íslandi annað hvort á íslenskum eða útlenskum vefsvæðum. Helgi Pétur Jóhannsson sem starfar hjá D3, sem er hluti af Degi Group, og rekur meðal annars heimasíðuna ton- list.is segir að kvikmyndaiðnaðurinn sé enn töluvert á eftir tónlistinni hvað varðar að veita aðgang að stafrænu efni á netinu. Dagur Group, sem áður hét Skífan, á rétt á miklum fjölda hugverka, bæði í tónlist og kvikmyndum, og rekur nokkur kvikmyndahús. Helgi Pétur segir að hjá fyrirtækinu sé ekki fylgst sérstaklega með því hversu mikið umfang sé á ólöglegri dreifingu á Ís- landi. „Við reynum bara að horfa framhjá því en einbeita okkur að því að bjóða upp á góða þjónustu frá okkur,“ segir hann. Hann segir að fyrirtækið hafi fundið fyrir mjög góðum viðbrögðum við rekstri á vefsvæðinu tonlist.is. „Við erum með góða samninga við út- gáfufélögin og við reynum eftir fremsta megni að bjóða upp á sem mest af tónlist og fólk hefur verið mjög jákvætt fyrir þessu. Margir hafa sent okkur póst og sagt að þótt þeir hafi aðgang að ókeypis tónlist þá vilji þeir frekar sækja hana löglega og borga fyrir hana,“ segir hann. Hann segist telja að notkunin sé að einhverju leyti að breytast. Fólk sæk- ist ekki endilega eftir því að eiga alla þó tónlist sem það hefur áhuga á en í staðinn vilji það hafa aðgang að henni á netinu. Áskriftarþjónusta á borð við tonlist.is býður fólki upp á að hlusta á tónlistina beint á netinu. „Fólk er ekki endilega að hlaða þessu niður heldur er fólk að sækja beint af netinu og spila af netinu í staðinn fyrir að geyma gögnin á diski hjá sér,“ segir Helgi Pétur. Að hans sögn er það bara tíma- spursmál hvenær alþjóðleg þjónusta á borð við Napster (sem nú er lögleg) og iTunes komi til Íslands enda sé þegar farið að bjóða upp á þessa þjón- ustu í nágrannalöndunum. Hvað varðar bíómyndir segir hann enn langt í land. „Bíómyndir eru enn langt á eftir tónlistinni en stefnir í svipaða átt,“ segir hann og bætir því við að nú bjóði BT Net, sem er net- þjónusta í eigu Dags Group, upp á nokkrar bíómyndir sem áskrifendur geti horft á í gegnum netið. Hann sér fyrir sér að sjónvörp verði nettengd og þannig verði hægt að flytja gögn yfir netið og sama þró- un muni eiga sér stað og í tónlistinni. Fólk geti horft á hvaða efni sem því dettur í hug, hvenær sem er. Kvikmyndir stefna í sömu átt og tónlistin HELGI PÉTUR JÓHANNSSON HJÁ D3 Sér fyrir sér að þróunin verði sú að fólk sæki tónlist og kvik- myndir á netið þegar það vill horfa í stað þess að geyma mikið magn af gögnum á eigin tölvum. Fr ét ta bl að ið /H ei ða

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.