Fréttablaðið - 22.06.2005, Blaðsíða 43

Fréttablaðið - 22.06.2005, Blaðsíða 43
ABDUL KALAM, FORSETI INDLANDS Það er engin furða að dr. Abdul Kalam brosi breitt, enda er indverska hagkerfið í örum vexti. Indverjar í góðum málum Indverska hagkerfið mun næsta árið vaxa um sjö prósent, segir í skýrslu Samtaka indverskra iðn- rekenda. Mikill vöxtur hefur ver- ið í iðnaðar- og þjónustugeirum í landinu, auk þess sem útflutning- ur hefur aukist og útlitið í land- búnaðarmálum er bjart. Aðeins kínverska hagkerfið vex hraðar en það indverska. Í skýrslunni segir að vöxtur yrði meiri ef ekki væri fyrir hátt heimsmarkaðsverð olíu og háa vexti í Bandaríkjunum. - sk MARKAÐURINN MIÐVIKUDAGUR 22. JÚNÍ 2005 19 H É Ð A N O G Þ A Ð A N Starf forstjóra Fjármálaeftirlitsins er laust til umsóknar. Forstjóri Fjármálaeftirlitsins Hæfniskröfur: Samkvæmt ákvæ›um laga um opinbert eftirlit me› fjármálastarfsemi skal forstjóri hafa menntun á háskólastigi og búa yfir ví›tækri flekkingu og starfsreynslu á fjármagnsmarka›i. Umsóknir óskast fylltar út á www.hagvangur.is. Númer starfs er 4608. Umsóknir má einnig senda til Ara Eyberg hjá Hagvangi, Skógarhlí› 12 , 105 Reykjavík. Forstjóri FME er rá›inn af stjórn stofnunarinnar. Umsóknarfrestur er til 4. júlí nk. Uppl‡singar um starfi› veita Ari Eyberg hjá Hagvangi, netfang: ari@hagvangur.is og Stefán Svavarsson, forma›ur stjórnar FME, netfang: stefansv@ru.is Fjármálaeftirliti› (FME) er sjálfstæ› ríkisstofnun me› sérstaka stjórn. Hlutverk FME er a› fylgjast me› flví a› starfsemi eftirlitsskyldra a›ila sé í samræmi vi› lög og reglur, og a› ö›ru leyti í samræmi vi› e›l i lega og hei lbr ig›a vi›skiptahætti. Nánari uppl‡singar um stofnunina má nálgast á www.fme.is Skógarhlí› 12 • 105 Reykjavík Sími 520 4700 • Fax 520 4701 www.hagvangur.is- vi› rá›um Wolfowitz hrósar leiðtogum Yfirmaður Alþjóðabankans er enn á ferð um Afríku og hefur fengið hlýjar móttökur. Forsætisráðherra Víetnam, Phan Van Khai, gekk á dögunum á fund Bills Gates, stjórnarformanns bandaríska tölvurisans Microsoft. Var fundurinn liður í fyrstu opin- beru heimsókn víetnamsks leið- toga til Bandaríkjanna síðan Víetnamstríðinu lauk fyrir þrjátíu árum. Forsætisráðherrann hitti Gates í höfuðstöðvum Microsoft í Red- mond í Washington-ríki og var leiddur í allan sannleika um starf- semina af Gates sjálfum. Við lok heimsóknarinnar var tilkynnt um samkomulag milli Víetnam og Microsoft. Felur það í sér að Microsoft muni hjálpa til við tölvu- kennslu í Víetnam og taka þátt í að mennta um 50 þúsund kennara. Khai gat ekki leynt gleði sinni er samningar lágu fyrir og sagði með hjálp túlks: „Þakka þér kær- lega fyrir, herra Gates. Með þinni hjálp mun land mitt ná áður óþekktum hæðum í tölvu- og tæknimálum“. Að fundi loknum bauð Khai for- sætisráðherra Gates að heim- sækja Víetnam, en Microsoft rekur tvö útibú í landinu. - jsk Paul Wolfowitz, yfirmaður Al- þjóðabankans, hefur hrósað nýrri kynslóð afrískra leiðtoga og segir þá hafa náð miklum ár- angri í baráttunni gegn spillingu. W o l f o w i t z hrósaði sérstak- lega Thabo Mbeki, forseta Suður-Afríku, en hann rak á dögunum ráðgjafa sinn til margra ára eftir að sá var sakaður um spillt vinnubrögð. Wolfowitz, sem staddur er í Afríku, viðurkenndi jafnframt að rót margra þeirra vandamála sem Afríka hefur þurft að glíma við sé að finna á Ve s t u r l ö n d u m : „Vesturlönd ættu að læra af þeim mis- tökum sem gerð hafa verið og forð- ast endurtekningu þeirra,“ sagði hann og bætti við: „Þetta snýst ekki bara um styrki og þróunar- hjálp. Verkefni okk- ar er að minnka styrki til landbún- aðarmála, fella niður viðskiptahindranir og berj- ast gegn spillingu“. Wolfowitz hefur undanfarið ferðast um Afríku og hefur hvar- vetna verið vel tekið. Þykir heimsóknin hafa gengið framar vonum. -jsk WOLFOWITZ Á MARKAÐNUM Hér sést yfirmaður Alþjóðabankans kaupa mangóávöxt af sölukonu. Wolfowitz hefur heillað marga með framkomu sinni í Afríku. Gates til Víetnam Forsætisráðherra Víetnam heimsótti á dögunum höfuðstöðvar Microsoft. PHAN VAN KHAI OG BILL GATES For- sætisráðherra Víetnam og stjórnarformanni Microsoft er greinilega vel til vina. Allt er í háalofti í Formúla 1 kappakstrinum. Smærri lið segja tekjum misskipt og Ferrari-liðið fái sérmeðferð. Núna síðast hófu aðeins sex bílar af tuttugu Indi- anapolis-kappaksturinn eftir deilu um dekk. D e k k j a f r a m l e i ð a n d i n n Michelin sagði dekk sín ekki hæfa brautinni í Indianapolis og að öryggi ökumanna væri stefnt í hættu. Skipuleggjendur neituðu hins vegar að lagfæra brautina og drógu þá þau lið sem nota Michelin sig úr keppni, alls sjö af tíu liðum. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem ímynd Formúlunnar bíður skaða og má með sanni segja að allt logi í illdeilum. Skiptast fylk- ingar í tvo hópa. Annars vegar hóp forseta akstursambandsins, Max Mosley. Með honum í liði eru Bernie Ecclestone, sem oft er nefndur valdamesti maður innan Formúlunnar, auk Ferrari sem er stærsta liðið. Gegn þessum valdamikla hópi standa svo hin liðin níu, meðal annars BMW og Mercedes, og nú er svo komið að þau hafa hótað að segja sig úr Formúlunni og stof- na eigin keppni. Liðin níu ásaka Ecclestone og félaga um að einoka tekjur af Formúlunni en á síðasta ári námu auglýsingatekjur Formúlunnar um 50 milljörðum króna. Af því fá liðin níu einungis 23 prósent. Sagt er að Ecclestone hafi persónulega grætt 200 milljarða á afskiptum sínum af Formúl- unni, en hann hefur stýrt keppn- inni í tæp þrjátíu ár. Eigandi Minardi-liðsins, Paul Stoddart, var ekki í neinum vafa um hverjir bæru ábyrgð á ástandinu: „Ecclestone og Mosley eru harðstjórar og ættu að hætta afskiptum af Formúlu 1.“ -jsk Formúlan logar Allt logar í illdeilum innan Formúlu 1 kappakstursins. Liðin segja tekjum misskipt og Ferrari fái sérmeðferð. Nú er svo komið að níu liðanna af tíu hafa hótað að segja sig úr Formúlunni og setja á laggirnar eigin keppni. BERNIE ECCLESTONE GENGUR Á FUND FRÉTTAMANNA EFTIR INDIANAPOLIS-KAPPAKSTURINN Ecclestone er sagður harð- stjóri og sakaður um að einoka tekjur af Formúlunni. Níu af tíu liðum hóta að hætta þátttöku og stofna eigin keppni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.