Fréttablaðið - 22.06.2005, Qupperneq 48
Tókýó dýrust
Höfuðborg Japans, Tókýó, er
dýrasta borg veraldar sam-
kvæmt nýrri könnun Mercer
Human Resourcing-ráðgjafar-
fyrirtækisins.
Könnunin er gerð árlega og
tekur til flestra þeirra þátta er
lúta að neyslukostnaði.
Osaka, sem einnig er í Japan,
varð í öðru sæti en London lenti
í þriðja og er þar með dýrasta
borg Evrópu. Moskva varð í því
fjórða og Seúl, höfuðborg Suður-
Kóreu, í fimmta sæti.
New York er dýrasta borg
Ameríku, í þrettánda sætinu.
Reykjavík var ekki í hópi þeirra
144 borga sem könnunin tók til.
Markaskorari
í marki
Átökin í Íslandsbanka hafa
verið á milli tannanna á fólki.
Vinnufriðurinn í Íslandsbanka
er reglulega truflaður af því að
verið er að verja stöðuna í eig-
endahópi bankans. Einn sagði
sem svo að KB banki væri eins
og heildstætt fótboltalið þar
sem valinn maður væri í hverri
stöðu á vellinum og allir væru í
sóknarhug.
Íslandsbanki væri hins veg-
ar eins og íslenska fót-
boltalandsliðið með einn yfir-
burðaspilara sem væri alltaf
upptekinn við að verja eignar-
haldið í bankanum. Líkti hann
því við að Eiður Smári Guðjohn-
sen væri hafður í marki í ís-
lenska fótboltalandsliðinu.
Icelandair Group
Það vakti mikla kátínu meðal
sumra gesta í hófi, sem borgar-
stjóri San Francisco hélt fyrir ís-
lenska ferðalanga á vegum FL
Group, þegar Halldór Ásgríms-
son forsætisráðherra bað menn
um að hrópa ferfalt húrra fyrir
Icelandair.
Stjórnarmenn félagsins bros-
tu í kampinn, enda hefur nafni
Icelandair verið breytt í FL
Group. Segir þetta þó margt um
styrk vörumerkisins Icelandair
sem sumir telja að sé það öflug-
asta sem Íslendingar hafi
nokkru sinni átt. Gætu eigendur
FL Group náð sáttum við þjóðina
með þvi að breyta heiti félagsins
í Icelandair Group?
2 3,8% 125ný félög skráð í Kauphöllina frá því að Mark-aðurinn kom síðast út miðvikudaginn 15.júní. hækkun fasteignaverðs í maísíðastliðnum samkvæmt Fast-eignamati ríkisins. milljarðar er áætluðvelta Avion Group áárinu.
410 4000 | www.landsbanki.is
B2B | Banki til bókhalds
Betri þjónusta og upplýsingagjöf til viðskiptavina og lánardrottna
Fyrirtækjabanki
SÍMANÚMER MARKAÐARINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@markadurinn.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@markadurinn.is Veffang: visir.is
B A N K A H Ó L F I Ð