Fréttablaðið - 22.06.2005, Qupperneq 57
17MIÐVIKUDAGUR 22. júní 2005
MESTA HÆKKUN
ICEX-15 4,051
KAUPHÖLL ÍSLANDS [ HLUTABRÉF ]
Fjöldi viðskipta: 290
Velta: 1.736 milljónir
+0,29%
MESTA LÆKKUN
Actavis 39,30 -0,50% ... Atorka 5,90 -
... Bakkavör 37,60 +1,90% ... Burðarás 14,80 - ... FL Group 15,50 -1,90%
... Flaga 4,00 -5,40% ... Íslandsbanki 13,25 - ... KB banki 524 +0,40% ...
Kögun 60,00 - ... Landsbankinn 16,60 +0,60% ... Marel 57,70 +2,30% ...
Og fjarskipti 3,92 - ... Samherji 12,10 - ... Straumur 12,10 - ... Össur
81,00 +1,30%
Marel +2,30%
Bakkavör +1,90%
Vinnslustöðin +1,28%
Flaga Group -5,44%
FL Group -1,90%
Austurbakki -0,96%
HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU:
Umsjón: nánar á visir.is
Mosaic Fashions, tískuverslana-
keðjan sem rekur meðal annars
Karen Millen og Oasis, hækkaði
um sjö prósent á sínum fyrsta við-
skiptadegi í Kauphöllinni. Útboðs-
gengi til fjárfesta var 13,6 krónur
á hlut en lokagengi gærdagsins
var 14,4. Innan dagsins fór gengið
hæst í 14,85. Alls voru viðskipti
með hlutabréf Mosaic fyrir 270
milljónir króna.
Hlutafé Mosaic er um 2,9 millj-
arðar og því er markaðsvirði
félagsins um 42 milljarðar króna.
Fyrirtækið er níunda verð-
mætasta Kauphallarfélagið.
- þk
TÍU VERÐMÆTUSTU FÉLÖGIN
Í KAUPHÖLL ÍSLANDS *
1. KB banki 346
2. Íslandsbanki 174
3. Landsbankinn 147
4. Actavis Group 131
5. Burðarás 82
6. Straumur fjárfestingarbanki 74
7. Landssími Íslands 68
8. Bakkavör Group 61
9. Mosaic Fashions 42
10. FL Group 39
* Í milljörðum króna
Mosaic Fashions:
Hækkar frá útbo›sgengi
TÍSKA OG HLUTABRÉF Viðskipti með bréf í
tískuverslunarkeðjunni Mosaic Fashions
hófust í gær. Hlutabréf í fyrirtækinu hækk-
uðu um tæp sjö prósent frá útboðsgeng-
inu.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/H
EI
Ð
A
Milli 120 og 130 manns
munu vinna vi› a› reisa
Sultartangalínu.
Í lok júní kemur flokkur manna til
landsins á vegum verktaka frá
Króatíu og Slóvakíu til að reisa
möstur sem munu halda Sultar-
tangalínu 3 uppi. Línan er reist í
tengslum við stækkun Norðuráls og
mun flytja orku til stóriðjunnar.
Verða möstrin samtals 345 og lengd
línunnar um 119 kílómetrar. Þegar
mest verður að gera er áætlað að
um 120 manns muni vinna við verk-
efnið.
„Byrjað verður annars vegar við
Sultartanga og hins vegar við Hvítá.
Þeir munu vinna sig frá Sultartanga
í vestur og frá Hvítá í austur,“ segir
Þorgeir J. Andrésson hjá Landsneti,
sem stendur fyrir framkvæmdinni.
Núna eru jarðvinnuverktakar í
slóðagerð og undirstöðugerð, sem
verður lokið í júlí. Verktakarnir frá
Króatíu og samstarfsmenn þeirra
frá Slóvakíu sjá um að setja möstr-
in saman, reisa þau, strengja vírana
og ganga frá þeim.
Guðmundur Gunnarsson, for-
maður Rafiðnaðarsambandsins,
segist ekki eiga von á öðru en farið
verði eftir íslenskum kjarasamn-
ingum við þessa vinnu. Endurskoð-
endafyrirtæki muni sjá um allar
greiðslur og búið sé að fullvissa
hann um að staðið verði við allar
skyldur sem hvíli á fyrirtækjum
hér á landi.
- bg
SULTARTANGALÍNA Sultartangalína 3 mun
liggja frá tengivirki Landsnets á Sandafelli
við Sultartangastöð að tengivirki Landsnets
á Brennimel á Hvalfjarðarströnd. Línan
verður byggð sem 420 kV háspennulína.
Reisa Sultartangalínu
Fyrirtæki› hefur selt
yfir 100 flúsund krana.
Formaco ehf. hefur formlega tekið
við umboði fyrir Potain-bygginga-
krana. Potain er með aðsetur í
Frakklandi og er í eigu bandaríska
fyrirtækisins Maintowoc.
Potain var stofnað árið 1928 í La
Clayette í Frakklandi. Potain hefur
selt yfir 100.000 krana um allan
heim. Fyrirtækið á 10 verksmiðjur,
12 útibú og 150 söluaðila.
Í fréttatilkynningu segir að frá
upphafi hafi Potain haft það mark-
mið að vera leiðandi fyrirtæki í
tækni á sviði byggingakrana, og að
margar af helstu tækninýjungum
eigi rót sína að rekja til Potain.
-dh
Umbo› fyrir Potain-bygg-
ingakrana
SKRIFAÐ UNDIR Ragnar Jóhannsson, fram-
kvæmdastjóri Formaco, og Xavier Bedini,
sölustjóri Potain.