Fréttablaðið - 22.06.2005, Blaðsíða 60

Fréttablaðið - 22.06.2005, Blaðsíða 60
22. júní 2005 MIÐVIKUDAGUR > Við furðum okkur ... ... enn og aftur á karakterleysi Magnúsar Gylfasonar, þjálfara KR, sem neitaði að gefa Fréttablaðinu og Stöð 2 viðtal eftir bikar- dráttinn á Hótel Loftleiðum í gær. Þetta er í annað sinn á skömmum tíma sem Magnús hundsar fjölmiðla þegar þeir óska eftir viðtali. Haraldur í Fram Handknattleikslið Fram gekk í gær frá tveggja ára samningi við línumanninn Harald Þorvarðarson, sem lék með Selfossi síðasta vetur. Haraldur er ekki ókunnungur í Safamýrinni enda lék hann með félaginu veturinn 2002/03. Þar áður lék hann með Düsseldorf og Stralslunder í Þýskalandi. sport@frettabladid.is 20 > Við hrósum ... .... Blikastúlkum, sem eru enn með fullt hús stiga í Lands- bankadeild kvenna, rétt eins og karlalið félagsins í 1. deild- inni. Það er greini- lega gott að vera Bliki í dag. fijálfari Vals, Willum fiór fiórsson, segir spilamennsku li›sins hafa komi› sér á óvart. Valur er me› hæstu me›aleinkunn allra li›a í Landsbankadeildinni hjá íflróttafréttamönnum Fréttabla›sins. Höfum spilað fínan og kröftugan bolta FÓTBOLTI Það hefur verið gaman að fara á völlinn með Valsmönnum í sumar enda hafa strákarnir hans Willums Þórs verið að spila stór- skemmtilegan fótbolta og halað inn stigin. Þau einu sem hafa tap- ast voru gegn meisturum FH í sjöttu umferð mótsins. Íþrótta- fréttamenn Fréttablaðsins hafa heillast af leik Valsmanna og leik- menn liðsins eru með hæstu meðaleinkunn allra liða í deildinni eftir sex umferðir en Fréttablaðið hefur gefið leikmönnum einkunn frá einum upp í tíu í leikjum sum- arsins. „Mér finnst við hafa spilað fín- an og kröftugan fótbolta í sumar,“ sagði Willum Þór Þórsson, þjálfari Vals, við Fréttablaðið í gær en óhætt er að segja að hann hafi gjörbylt leikstíl Valsliðsins í sumar. „Ég er mjög ánægður með liðið en ég get ekki sagt að ég hafi átt von á svona góðum bolta hjá okkur í upphafi móts. Þetta er framar vonum en ég er ekkert hlessa því það býr fullt í þessu liði og í því er mikið af góðum fót- boltamönnum.“ Þeir eru ófáir sem bíða spennt- ir eftir að sjá Valsliðið í næsta leik enda hefur ekki enn reynt á hvernig liðið mætir til leiks eftir tapleik. Sumir leikmenn liðsins voru farnir að fljúga ansi hátt eftir fimm sigurleiki í röð en hætt er við að þeir hinir sömu séu að- eins jarðbundnari í dag. Stoltur af liðinu „Ég hef góða tilfinningu fyrir næsta leik,“ sagði Willum en Valur á leik gegn ÍBV í Eyjum á fimmtu- dag. „Mér fannst það vera styrk- leikamerki hjá liðinu að lifa af fyrri hálfleikinn gegn FH. Við vorum mjög stressaðir og týndum okkur í umgjörðinni. Seinni hálf- leikur var svo mikið betri og menn gátu gengið af velli með sæmd. Ég var virkilega stoltur af liðinu.“ Flestir sparkspekingar eru á því að FH-liðið sé í sérflokki í deildinni en telur Willum að Valur hafi styrkinn til þess að elta Hafn- arfjarðarrisann? „Það er ómögu- legt að svara til um það og ég leyfi mér ekki að pæla of mikið í því. Við settum okkur skýr markmið fyrir mótið og við verðum að vera veruleikatengdir með þau mark- mið eins og staðan er í dag. Við megum ekki fara fram úr sjálfum okkur,“ sagði Willum Þór Þórsson, þjálfari Vals. henry@frettabladid.is Breskir fjölmiðlar fullyrtu í gær að Dal- víkingurinn Heiðar Helguson, sem leikið hefur með Watford í fimm ár, yrði leik- maður enska úrvalsdeildarfélagsins Wigan Athletic á næsta tímabili. Heiðar vildi ekki staðfesta þetta í gær, en leyndi því ekki að úrvalsdeildin heillaði. „Ég hef orðið var við mikinn áhuga, sérstaklega frá félögunum sem fóru upp um deild. En ég get ekki staðfest að ég sé á leið til Wigan. En vonandi skýr- ast mín mál sem fyrst.“ Það yrði gott fyrir íslenska landsliðið ef Heiðar færi í úrvals- deildina, því þar fengi hann að spila gegn mörgum af bestu varnarmönnum Evrópu. Heiðar, sem spilaði vel með Watford í fyrra, mun þurfa að berjast fyrir sæti sínu ef hann verður hjá Wigan, því þar eru tveir af skæðustu framherj- um fyrstu deildar á síðasta tíma- bili, þeir Nath- an Ellington og Jason Roberts. Sheffield United, sem leikur í fyrstu deild, er eina félagið sem hefur boðið í Heiðar, en tilboði þess upp á eina millj- ón punda var hafnað. Þá hafa West Ham, Sunderland og Ful- ham fylgst grannt með gangi mála. Watford hefur hingað til svarað því til að stefnt yrði að því að halda sama leikmannahópi til þess að freista þess að gera betur á næsta tímabili en tíma- bilinu á undan. Heiðar var mikilvægasti leikmaður Watford á síðustu leiktíð og náði að skora tuttugu deildarmörk fyrir félagið. Íslendingarnir tveir, Heiðar og Brynjar Björn Gunnarsson, þóttu skara fram úr í annars slöku lið Watford á síðustu leik- tíð. HEIÐAR HELGUSON KNATTSPYRNUMAÐUR: BÚINN AÐ FINNA SÉR NÝTT FÉLAG FYRIR NÆSTA VETUR Hei›ar líklega á lei› til Wigan Athletic Opna Hjólbarðahöllin Verður haldið laugardaginn 25. júní á glæsilegum 18 holu golfvelli að Kiðjabergi Grímsnesi Mótið er opið punktamót þar sem hæst forgjöf er 24 f. karla 28 f. konur Veitt eru verðlaun fyrir 5 efstu sætin og sérstök verðlaun fyrir efstu konu Nándarverðlaun á öllum 4 par 3 holum dregið úr 6 skorkortum viðstaddra keppenda. Ræst út frá kl. 9.00 til kl. 14.00. Skráning á golf.is og upplýsingar í golfskála s. 486-4495 þátttökugjald 3.000.- Teigagjafir Hjólbarðahöllin • Fellsmúla 24 • Sími 530-5700 KERRA LCI-880 392x134cm, galv. Burðarg. 270 kg. Goddi.is, Auðbrekku 19, Kóp. s: 544-5550 MEÐALEINKUNN LIÐA: Valur 6,50 FH 6,36 Fylkir 6,08 KR 5,84 Grindavík 5,63 Fram 5,62 Keflavík 5,55 Þróttur 5,51 ÍA 5,51 ÍBV 4,89 STERK VÖRN Varnarleikur Vals í sumar hefur verið frábær og þessi sterka vörn á sinn þátt í stigunum fimmtán sem Valur hefur fengið í sumar. Hér sjást þeir Atli Sveinn Þórarinsson og Grétar Sigfinnur Sigurðsson pakka FH-ingnum Ásgeiri Gunnari Ásgeirssyni saman. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI LEIKIR GÆRDAGSINS Landsbankadeild kvenna: BREIÐABLIK–ÍA 6–0 Sandra Karlsdóttir 2, Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir 2, Erna Björk Sigurðardóttir, Gréta Mjöll Samúelsdóttir. KEFLAVÍK–STJARNAN 5–2 1–0 Nína Ósk Kristinsdóttir (12.), 2–0 Ágústa Jóna Heiðdal (33.), 3–0 Hrefna M. Guðmundsdóttir (41.), 3–1 Anna Margrét Gunnarsdóttir (63.), 4–1 Vesna Smirjkovic (80.), 4–2 Björk Gunnarsdóttir (83.), 5–2 Ólöf Helga Pálsdóttir (87.) ÍBV–KR 3–2 0–1 Vanja Stefanovic (30.), 1–1 Elín Anna Steinarsdóttir, víti (70.), 2–1 Susan Malone (79.), 3–1 Hólmfríður Magnúsdóttir (86.), 3–2 Lilja Dögg Valþórsdóttir (90.) VALUR–FH 4–1 1–0 Margrét Lára Viðarsdóttir (6.), 1–1 Lovísa Sólveig Erlingsdóttir (12.), 2–1 sjálfsmark (17.), 3–1 Margrét Lára Viðarsdóttir (88.), 4–1 Margrét Lára Viðarsdóttir (90.). STAÐAN: BREIÐABLIK 6 6 0 0 21–5 18 VALUR 6 5 0 1 31–8 15 KR 6 4 0 2 22–11 12 ÍBV 6 3 0 3 22–15 9 FH 6 2 0 4 6–14 6 STJARNAN 6 2 0 4 6–17 6 KEFLAVÍK 6 2 0 4 11–23 6 ÍA 6 0 0 6 6–32 0 Álfukeppnin: ARGENTÍNA–ÞÝSKALAND 2–2 0–1 Kevin Kuranyi (29.), 1–1 Juan Riquelme (33.), 1–2 Gerald Asamoah (51.), 2–2 Esteban Cambiasso (74.). ÁSTRALÍA–TÚNIS 0–2 0–1 Santos (26.), 0–2 Santos (70.). SAMUEL ETO´O Segist elska að leika fyrir Barcelona. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES Samuel Eto´o: Hafna›i risa- bo›i Chelsea FÓTBOLTI Kamerúninn Samuel Eto´o staðfesti við fjölmiðla í gær að hann hefði hafnað risatilboði frá Chelsea og þess í stað hefði hann framlengt samning sinn við Barcelona til ársins 2010. Eto´o skoraði 24 mörk fyrir Barcelona á síðustu leiktíð og var ofarlega á óskalista Jose Mour- inho en Kamerúninn segist vera hamingjusamur hjá Barcelona og því hafi engu skipt þótt tilboð Chelsea hefði fært honum hærri laun. „Chelsea bauð mér rosalegan samning en peningar færa manni ekki hamingju,“ sagði Eto´o, sem brenndi sig illa á yfirlýsingum sem hann var með fyrir viðureign Chelsea og Barcelona síðasta vetur. „Ég vildi vera áfram hjá Barca og það vissi forseti félags- ins. Það er allt klárt og nú stefni ég að því að vinna Meistaradeild- ina með félaginu.“ - hbg Keppni í A-riðli Álfukeppninnar lauk í gær: fijó›verjar ná fyrsta sætinu FÓTBOLTI Leikur Argentínu og Þjóðverja var hin besta skemmt- un. Heimamenn tóku forystuna tvisvar í leiknum en leikmenn Argentínu voru aldrei langt und- an. Í hinum leik kvöldsins unnu Afríkumeistarar Túnis góðan 2–0 sigur á Áströlum, sem töp- uðu öllum sínum leikjum í keppninni. Fyrrnefndi leikurinn var hins vegar klár úrslitaleikur um hvort liðið hreppti toppsæti riðilsins en þökk sé hagstæðri markatölu Þjóðverja standa þeir uppi sem sigurvegarar í A-riðli. Í dag verða eru svo tveir leik- ir á dagskrá. Brasilía og Japan mætast í hreinum úrslitaleik um hvort liðið fylgi Mexíkó í undanúr- slit keppninnar. Mexíkó mætir Grikklandi í hin- um leik dagsins en Grikkir hafa tapað báðum leikjum sínum til þessa og eiga ekki mögu- leika á að komast áfram. Þjálfari japanska lands- liðsins er brasilíska goðsögnin Zico, sem segir leikinn afar sér- stakan fyrir sig. „Í hvert sinn sem ég heyri brasilíska þjóð- sönginn verð ég mjög tilfinn- ingasamur. En um leið og honum lýkur mun ég sinna minni vinnu fyrir Japan,“ sagði Zico. Jafn- tefli dugir Brasilíumönnum og því ekki ólíklegt að Carlos Al- berto Parreira, þjálfari liðsins, muni stilla upp varnarsinnuðu liði. Ekki er ólíklegt að Ronald- inho og Kaka fái að hvíla og Jun- inho og Pernambucano taki þeirra stað í byrjunarliðinu. -esá NETMÖSKVARNIR ÞANDIR Timo Hildebrand, markvörður Þjóðverja, kemur engum vörnum við er Juan Riquelme skorar beint úr aukaspyrnu. NORDIC PHOTOS/GETTY
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.