Fréttablaðið - 22.06.2005, Qupperneq 62

Fréttablaðið - 22.06.2005, Qupperneq 62
22 22. júní 2005 MIÐVIKUDAGUR Ég gæti alveg orðið brjáluð á öllum þessum leikjum, keppn- um, happdrætt- um og fíflalát- um sem sífellt er verið að áreita fólk með. „Taktu þátt í leik og þú gætir unnið... dósa- opnara!!! Vúúú!“ Og þú gætir unnið bol merktan framleiðandanum eða húfu, der, frisbí, lyklakippur, upp- takara, mjólkurfernuhaldara, glös eða eitthvað annað ótrúlega spenn- andi. Er einhver þarna úti sem á ekki eitthvert gagnslaust drasl merkt einhverjum framleiðanda? Það er ótrúlegt hvað fólk gerir bara til þess að fá frítt drasl. Það sorglega er að svona leikir eru sennilega eini möguleikinn minn til að „vinna“ eitthvað. Ég er ein af þeim sem vinna aldrei neitt. Reyndar vann ég einu sinni hálfan lítra af kóki á happaþrennu sem móðir mín gaf mér. Ég var senni- lega um það bil sex ára og hún sann- færði mig um að fá mér ekki kókið heldur skipta því frekar í aðra „happa“þrennu. Eeeen sniðuuugt! Ég vann ekkert á henni. Fyrirtækjaauglýsingaleikirnir eru reyndar eitt af því sem fjöl- skyldan mín hefur alltaf verið stór- fötluð í. Ég er til dæmis held ég eina manneskjan á mínum aldri sem hefur aldrei átt gulan Cheerios-bol. Á mínu heimili gerðum við reyndar stundum heiðarlegar til- raunir til að taka þátt í þessum leikj- um. Við söfnuðum strikamerkjum af mjólk til að fá „mjólkurbikar“ og við söfnuðum kóktöppum til að fá eitthvert ótrúlega spennandi stöff. Alltaf endaði þetta eins: „Bíddu, er skilafresturinn runninn út?! Strax? Jæja, í ruslið meðetta.“ Núna fer þetta bara í taugarnar á mér. Aftan á hverjum einasta miða sem læðist inn um lúguna mína er einhvers konar umsóknareyðublað. Þar á maður að skrifa nafnið sitt og setja svo miðann í póst. Bara vesen. Svo er ég alltaf jafn hissa þegar ég les um einhverja vinningshafa í þessum leikjum. „Bíddu... er í alvör- unni hægt að vinna?“ STUÐ MILLI STRÍÐA BORGHILDUR GUNNARSDÓTTIR HEFUR ALDREI ÁTT GULAN CHEERIOS-BOL. Taktu þátt í leik og þú gætir unnið... dósaopnara! M YN D : H EL G I S IG U RÐ SS O N Eftir Patrick McDonnell ■ PONDUS ■ GELGJAN ■ KJÖLTURAKKAR ■ BARNALÁN ■ PÚ OG PA Eftir SÖB Eftir Kirkman/Scott Eftir Jerry Scott & Jim Borgman Eftir Frode Överli Hah! Nei, ekki þetta... Þetta er... helv... Þú getur gleymt öllu öðru! Í kvöld ert þú mín! Vúhú! Segðu þetta aftur! Klúbbur Sankti Tómasar. Lambada- kvöld. Velkomin Við bjóð- um upp á latínótón- list, vöfflur og kaffi. og frían bjór Ó, Snúlla, elskan mín... loksins eru það bara þú og ... hann. Ég trúi ekki að þessi heimski fugl hafi bara stungið sér niður og étið fiðrildið okkar! Tvær sekúnd- ur af frelsi og búmm! Hann er farinn! Ég held að við getum lært af þessu lexíu. Þú meinar að við eigum að njóta hverrar mínútu því við vitum ekki hvað mikið er eftir? Jáá... ....og aldrei eyða þrjúhundr- uð kalli í gæludýr sem hægt er að borða í einum bita. Pabbi, má ég fá lánaða flottu skyrtuna þína fyrir partíið í kvöld? Meinar þú þessa köflóttu með hvíta kraganum? Nei, þessa flottu. Þessa hérna röndóttu? Þessa kremlituðu með kragan- um? Þennan munstraða bol hérna? Nýju riffluðu peysuna mína með v-hálsmálinu? Flott keilu- skyrta, Palli! Kallaðu mig Jón.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.