Fréttablaðið - 22.06.2005, Side 66
Nýjasta mynd HeatherLocklear og Hilary
Duff, The Perfect Man,
er víst ekki upp á marga
fiska. Heather þykir
vera ósannfærandi
sem þreytt einstæð
móðir og Hilary þykir
allt of væmin til að
myndin höfði til annarra
en táningsstúlkna sem
dáist að henni. Sami
leikstjóri gerir þessa
mynd og gerði Cind-
erella Story sem Duff
lék í fyrir ári
síðan og þykir
þessi bjóða
upp á mikið af
því sama, ef
ekki af verri
gæðum.
Elton Johnhefur nú
ákveðið að
hjálpa Pete Doherty, kærasta Kate
Moss, að yfirstíga eiturlyfjavanda-
mál sín. Elton, sem er mikill aðdá-
andi Petes, átti sjálfur við mjög
opinberan eiturlyfjavanda að
stríða þangað til hann sneri við
blaðinu árið 1990 og hefur verið
þurr síðan. Þetta er ekki í fyrsta
skipti sem Elton John leggur öðrum
stjörnum lið því Robbie Williams
segir hann hafa komið sér í með-
ferð og Donatella Versace segist
standa í eilífðri þakkarskuld við
Elton fyrir að ná sér frá eiturlyfja-
djöflinum.
Charlotte Churchsegist ekki vilja
sýna of mikið af beru
holdi - en aðeins
vegna þess að hún
nennir ekki að stunda
líkamsrækt. „Britney og
Beyoncé eru mjög
flottar, en ég vil ekki
vera eins og þær, ég vil
ekki leggja á mig alla
þá vinnu,“ sagði óp-
erusöngkonan, sem nú
ætlar að verða popp-
stjarna.
Í lokaþætti raunveruleikaþáttannaBritney & Kevin: Chaotic játaði
Kevin Federline óendanlega ást sína
á eiginkonu sinni, poppstjörnunni
Britney Spears. „Hún er engillinn
minn. Hún er allt sem ég hef viljað fá
í lífinu, allt sem ein manneskja getur
verið og meira,“ sagði Kevin.
Oprah Winfrey er valdamesta
stjarnan samkvæmt nýjum lista
bandaríska viðskiptablaðsins
Forbes. Blaðið reiknaði saman
laun, vinsældir á netinu og um-
fjöllun á forsíðu blaða, í sjónvarpi
og útvarpi til þess að finna út
hvaða stjarna væri valdamest.
Næstur í röðinni er golfsnilling-
urinn Tiger Woods og í þriðja
sæti er Mel Gibson. Efsti Bretinn
er söngvarinn Elton John en hann
skýtur stjörnum á borð við Tom
Cruise ref fyrir rass. Cruise er í
tíunda sæti og í ellefta er Brad
Pitt, en báðir verða þeir að lúta í
lægra haldi fyrir Johnny Depp
sem er í áttunda. Fjöldi íþrótta-
stjarna er á listanum, svo sem
Michael Jordan sem er í 17. sæti
en David Beckham verður að láta
sér 26. sætið nægja. Jennifer Ani-
ston heldur greinilega vinsældum
sínum þrátt fyrir endalok Friends
en hún er í 37. sæti. Einnig er
ljóst af listanum að þáttastjórn-
endurnir David Letterman og Jay
Leno eru valdamiklir, en aðrir
áhugaverðir er höfundur Harry
Potter bókanna, JK Rowling,
hljómsveitin Metallica og
Desperate Housewives. ■
FRÉTTIR AF FÓLKI
HUGSAÐU STÓRT
SÍMI 564 0000
Sýnd kl. 3.30 m/ísl. tali
Sýnd kl. 5, 8 og 10
Sýnd í Lúxus kl. 5 B.i. 10 ára
★★★★★ Fréttablaðið
★★★★1/2 kvikmyndir.is
★★★★ MBL
★★★★ X-FM
★★★1/2 SJ Blaðið 1/2
★★★1/2 Kvikmyndir.com
Yfir 36.000 gestirAðsóknarmestamynd ársins
Sýnd kl. 4, 6 og 8
Eru allir klárir í ævintýralega fyndið ferðalag?
Það sem getur farið úrskeiðis, fer úrskeiðis!
Frábær gamanmynd fyrir alla fjölskylduna
sem fór beint á toppinn í USA
Sýnd kl. 3.30, 5.45, 8 OG 10.20
Hinn eini rétti
Hefur aldrei verið eins rangur!
Frábær gamanmynd sem fór beint
á toppinn í USA.
FRUMSÝNING
Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30
Sýnd í Lúxus kl. 8 og 10.30 B.i. 14 ára
Yfir 22.000 gestir!
„Skotheld frá A-Ö“
„Afþreying í
hæsta klassa“
★★★ 1⁄2 K&F- XFM
★★★ Blaðið
„Þrælgóð
skemmtun“
★★★ Ó.Ö.H. DV
★★★★ Þ.Þ. FBL
SÍMI 551 9000
400 kr. í bíó! Gildir á allar sýningar merktar með rauðu
Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30 B.i. 14 ára
Breskur glæpatryllir eins og þeir gerast bestir.
Svartur húmor, ofbeldi og cool tónlist með
Cult, Starsailor, FC Kahuna og Duran Duran.
Frá framleiðendum Lock Stock & Snatch
★★★
ÓÖH DV
Sýnd kl. 5,40, 8 og 10.20 B.i. 16 ára
„Skotheld frá A-Ö“
„Afþreying í
hæsta klassa“
★★★ 1⁄2 K&F- XFM
★★★ Blaðið
„Þrælgóð
skemmtun“
★★★ Ó.Ö.H. DV
★★★★ Þ.Þ. FBL
Yfir 22.000 gestir!
★★★
MBL
Sýnd kl. 6, 8.30 og 10.40
Hinn eini rétti
Hefur aldrei verið eins rangur!
Frábær gamanmynd sem fór beint
á toppinn í USA.
FRUMSÝNING
★★★★★ Fréttablaðið
★★★★1/2 kvikmyndir.is
★★★★ MBL
★★★★ X-FM
★★★1/2 SJ Blaðið 1/2
★★★1/2 Kvikmyndir.com Yfir 36.000 gestirAðsóknarmestamynd ársins
Sýnd kl. 6 og 9 B.i. 16 ára
Yfirtaka á Sparisjóði
Hafnarfjarðar Tvö
hundruð þúsund
breytast í 46
milljónir
,,Við ætlum fjórar vinkonur
saman aftur og aftur!
Diskarnir eru æðislegir hjá okkur!“
S á k ið f i k di bö
Hvað segja börnin
um námskeið í
Keramik fyrir alla?
saman aftur og aftur!
Diskarnir eru æðislegir hjá okkur!“
Sumarnámskeið fyrir skapandi börn,
eldri og yngri, keramik, teikning,
málun - allt innifalið - litlir hópar.
Aðeins 8500 kr. vikan!
Skráning í Keramik fyrir alla,
sími 552 2882, Laugavegi 48b.
Sjá lýsingu: www.keramik.is
Su arnámskeið
Keramik fyrir alla
Ennþá laust á vinsælu
barna ámskeiðin.
Ein vika, allt innifalið kr. 8900.-
Bókið núna.
Þetta er líklega mikilvægasta út-
gáfa Coldplay. Verst af öllu er að
þeir gera sér grein fyrir því. Ég var
búinn að lesa heilmikið um hversu
miklum tíma og peningum þeir eru
búnir að eyða í þessa plötu. Að pilt-
arnir væru að reyna allt til þess að
búa til nýtt sánd í von um að þróa
sig lengra. Svo þegar ég hlusta á
þessa plötu hljómar þetta nákvæm-
lega eins og Coldplay, nema með
einstaka gamaldags hljóðgervla-
sándi undir flestum lögunum. Ekki
búast við glænýjum hljóm frá góð-
kunnri hljómsveit. Coldplay hefur
aldrei tekið stór stökk áfram, og
mun líklegast aldrei gera. Þeir eru
þekktir fyrir allt annað en að taka
áhættu. Þeir eru hægt og rólega að
færast nær hljómi Phils Collins á
áttunda áratugnum, og gera sér ör-
ugglega enga grein fyrir því.
Á þessari plötu eru vissulega lög
sem ég hef átt erfitt með að koma út
úr höfðinu á mér. Lagasmíðar hafa
alltaf verið sterkasta hlið Coldplay,
og þar hafa þeir ekki misst hæfi-
leika sína eða snerpu.
Sérstaklega er annað lagið gott,
What If, sem hefur allt efnisinni-
hald til að verða stærsti slagari
Coldplay fyrr og síðar. Persónulega
finnst mér þó að það hefði mátt út-
setja lögin á athyglisverðari hátt.
Það hefði verið mjög auðvelt og
hefði lyft plötunni upp á æðra plan í
stað þess að skilja lögin eftir í með-
almennskunni.
Niðurstaða erfiðis Coldplay er
nægilega góð til þess að standast
kröfur meirihlutans, en þetta er
engin klassík. Að hlusta á þessa
plötu er svipað og að borða lasagna
úr örbylgjuofninum, í stað þess að
fá það ferskt á veitingastað á
Sikiley.
Þetta hreyfði ekki mikið við mér,
en að sama skapi fór platan aldrei í
taugarnar á mér. Coldplay er að
uppgötva nýja tegund af lyftutón-
list, sem fáir eiga eftir að kvarta
yfir. Lyfturokk, þar sem málamiðl-
anir ráða og þar sem passað er upp
á að fáir verði móðgaðir. Þeir munu
líklegast aldrei toppa hina stórkost-
legu frumraun sína, en þeir munu
líklegast ekki heldur gera plötu sem
aðdáendum þeirra finnst slöpp, þótt
þeir séu bragðlitlir og daufir.
Birgir Örn Steinarsson
Brag›gó›, en brag›dauf
COLDPLAY: X & Y
NIÐURSTAÐA: Coldplay kaupir sér nýtt hljóm-
borð og gerir enn eina „örugga“ plötu. Full af
grípandi lögum sem við eigum öll bókað eftir
að fá hundleið á áður en útvarpsstöðvarnar
hætta að spila þau.
[ TÓNLIST ]
UMFJÖLLUN
OPRAH WINFREY Það er ekki skrítið að Íslendingar hafi gert veður yfir umfjöllun Opruh
um íslenskar konur. Oprah er valdamesta stjarnan með gífurlegt áhorf og mikil áhrif.
1. Oprah Winfrey
2. Tiger Woods
3. Mel Gibson
4. George Lucas
5. Shaquille O'Neal
6. Steven Spielberg
7. Johnny Depp
8. Madonna
9. Elton John
10. Tom Cruise
11. Brad Pitt
12. Dan Brown
13. Will Smith
14. David Letterman
15. Lance Armstrong
16. Michael Jordan
17. Michael Schumacher
18. Will Ferrell
19. Kobe Bryant
20. P. Diddy
21. Jay Leno
22. J.K. Rowling
23. Metallica
24. Jennifer Lopez
25. Desperate Housewives
26. David Beckham
Valdamestu stjörnurnar