Fréttablaðið - 03.08.2005, Síða 13

Fréttablaðið - 03.08.2005, Síða 13
Tólf íslenskir skátar ásamt tveimur fararstjórum dvelja nú í góðu yfirlæti í risastóru skáta- þorpi á Evrópumóti skáta sem stendur yfir rétt fyrir utan London um þessar mundir. Þar eru nú komnir saman rúmlega tíu þúsund skátar frá 68 þjóðríkj- um og lifa í sátt og samlyndi við leik og störf. Íslensku skátarnir eru frá Álftanesi og Reykjanesbæ og eru á aldrinum fimmtán til átján ára. „Þetta eru hressir krakkar sem vildu nota verslunarmannahelg- ina til að kynnast fólki annars staðar úr heiminum og fást við þroskandi og lærdómsrík verk- efni,“ segir Einar Elí Magnússon, annar fararstjóranna. Mótið heitir Eurojam 2005 en það er stytting á European Jamboree, en síðara orðið er úr indíánamáli og þýðir þar sem margir koma saman. Rúmlega 25 þúsund manns mættu á setningar- athöfnina síðastliðinn laugardag. Mótið stendur fram til tíunda ágúst en íslensku skátarnir ætla að dvelja fjóra daga til viðbótar ytra. Hægt er að fylgjast með æv- intýrum þeirra á vefslóðinni blog.central.is/eurojam. -bs MIÐVIKUDAGUR 3. ágúst 2005 13 Íslenskir skátar á Evrópumóti: Búa í tíu flúsund manna skátaflorpi ÍSLENSKU SKÁTARNIR Krakkarnir eru frá Álftanesi og Reykjanesbæ og á aldrin- um fimmtán til átján ára. SVELLKALDUR Vladímír Pútín Rússlands- forseti var eitursvalur með þessi sólgler- augu í heimsókn sinni til Finnlands. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A P FRÁ KERLINGARFJÖLLUM Straumur gesta í Kerlingarfjöll eykst stöðugt með ári hverju. Snjólaust í Kerlingarfjöllum: Göngumenn flykkjast a› Það er af sem áður var þegar Kerlingarfjöll voru eitt vin- sælasta skíðasvæði landsins því þar sést varla mjöll lengur. Gönguhrólfar sýta það hins vegar ekki og Kerlingarfjöll eru orðin eitt vinsælasta göngusvæði lands- ins. „Það er mikill umferð á svæð- inu og hún eykst á hverju ári,“ segir Páll Gíslason, verkfræðing- ur og framkvæmdastjóri Fann- borgar. „Það þarf í sjálfu sér ekki að koma á óvart,“ bætir hann við. „Þetta er eitt fallegasta göngu- svæði landsins. Það er óvíða hægt að ganga um í ýmist gróðri, á jökli, skriðum og á hverasvæðum á nánast sama blettinum í 1200 metra hæð líkt og hér.“ Páll hefur ekki nákvæmar töl- ur um hversu margir heimsæki Kerlingarfjöll árlega en segir óhætt að fullyrða að það séu nokk- ur þúsund manns. „Það er í raun- inni akkur í því að hafa fjöllin snjólaus því það eru sífellt fleiri að uppgötva þessa náttúruperlu.“ Það tekur um þrjár klukku- stundir að aka frá höfuðborginni í Kerlingarfjöll. -bs LUKKULEG Hin heppna Rakel og félagar. Töfragarður: Tíu flúsund gestir Rekstur Töfragarðsins á Stokks- eyri sem var opnaður í maí hefur gengið vonum framar þrátt fyrir töluverða vætutíð. Tíu þúsundasti gesturinn kom í garðinn í gær og fékk óvæntan glaðning að laun- um. Rakel Sigurðardóttir rak tutt- ugu þúsundasta fótinn yfir skör- unginn í Töfragarði og fengu hún og samferðafólk hennar frítt í garðinn, fríar veitingar og miða í Draugasetrið á Stokkseyri að gjöf. - sgi 12-13 tilveran / myndir 2.8.2005 20:39 Page 3

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.