Fréttablaðið - 03.08.2005, Page 18

Fréttablaðið - 03.08.2005, Page 18
Rakarar græða á samruna Menn spyrja sig gjarnan þegar stórviðskipti eiga sér stað: „Hvað græði ég nú á þessu öllu saman?“ Von er að spurt sé, en auk þess að hluthafar hagn- ist á uppgangi á verðbréfamörkuðum gætir þess á ýmsum stöðum þegar vel gengur. Þegar frágengið var um skiptingu Burðaráss milli Landsbankans og Straums var boðað til blaðamannafundar. Björg- ólfsfeðgar eru annáluð snyrtimenni og fannst eftir setuna við samningaborðið að þeir þyrftu aðeins að hafa sig til í tilefni dagsins. Því ruku þeir feðgar til rakarans síns og voru klipptir í hvelli og mættu svo nýklipptir og fínir á fundinn. Þeir feðgar eru tíðir gestir hjá rakaranum, en þarna var tekin ein aukaklipping í tilefni dagsins og rennur sú væntan- lega beint inn í hagkerfið. Hluthöfum fjölgar Samruni Burðaráss við Landsbankann og Straum er forvitnilegur fyrir þær sakir að hluthöfum á ís- lenska markaðnum fjölgar mjög þrátt fyrir fækkun fyrirtækja um eitt. Burðarás er næstfjölmennasta almenningshlutafélag landsins með um 19.300 hluthafa. Um tólf þúsund aðilar eru eigendur að Landsbankanum og fjögur þúsund í Straumi. Eftir kaup Landsbankans á öðrum hluta Burðaráss fjölg- ar eigendum hans upp í 27.700 en við sam- runa Straums og Burðaráss verða hluthafar um 22 þúsund. Með því að skipta Burðarási upp fjölgar hluthöf- um á íslenska mark- aðnum um fjórtán þúsund í einu vetfangi. MESTA HÆKKUN ICEX-15 4.387,77 KAUPHÖLL ÍSLANDS [ HLUTABRÉF ] Fjöldi viðskipta: 431 Velta: 4.279 milljónir +1,87% MESTA LÆKKUN MARKAÐSFRÉTTIR... Verð á hráolíu hefur lækkað á heimsmarkaði en verðið fór yfir 62,30 dali tunnan í viðskiptum í New York á mánudaginn. Gengi jensins hefur hækkað gagnvart helstu myntum í kjölfar ummæla japanska seðlabanka- stjórans Fukui um að hagvöxtur sé að aukast þar í landi og verð- bólga geti myndast fyrir árslok. Á öðrum ársfjórðungnum skil- aði Statoil 67 milljarða króna hagnaði samanborið við við 44 milljarða íslenskra króna á sama tímabili í fyrra. Hagnaður Statoil jókst því um 55 prósent milli ára. Gengi bréfa í olíufyrirtækjum eins og Royal Dutch, Chevron- Texaco, BP, Exxon Mobil og Norsk Hydro hefur hækkað mikið frá áramótum, eða um 10 til 30 pró- sent. 18 3. ágúst 2005 MIÐVIKUDAGUR KOMNIR INN Í ESSO Burðarás hefur keypt af Gretti hlutabréf í eignarhaldsfélög- unum Eglu og Keri, sem á Olíufélagið ESSO. Bur›arás kaupir í Keri og Eglu Burðarás hefur keypt af Fjárfest- ingarfélaginu Gretti hluti í Keri og Eglu fyrir 10,7 milljarða króna. Kaupverðið verður annars vegar greitt með peningum að upphæð 725 milljónir króna en hins vegar með útgáfu nýs hlutafjár í Burða- rási og greiðslu með eigin bréfum að upphæð tíu milljarðar króna. Ker er eignarhaldsfélag sem á Olíufélagið að öllu leyti og tvo þriðju hluta hlutafjár í Samskip- um. Grettir átti líklega um þriðj- ungshlut í Keri. Egla er næst- stærsti eigandinn í KB banka með um ellefu prósenta hlut. Hlutur Burðaráss í Eglu er um fjögur prósent. Ólafur Ólafsson, stjórnarfor- maður í Samskipum, er ráðandi hluthafi í Keri og Eglu. - eþa Peningaskápurinn… Actavis 42,20 +0,72% ... Bakkavör 38,90 +0,26%... Burðarás 17,00 +3,66%... FL Group 14,50 -1,36% ... Flaga 4,74 +0,00% ...HB Grandi 8,45 -0,59% ... Íslandsbanki 14,45 +3,96% ... Jarðboranir 21,50 -0,46% ... KB banki 557,00 -0,18% ... Kög- un 58,50 +0,00% ... Landsbankinn 20,60 +7,29% ... Marel 58,50 +0,17% ... SÍF 4,78 +0,00 ...Straumur 13,25 +5,16% ... Össur 87,00 +0,58% Landsbankinn +7,29% Straumur +5,16% Íslandsbanki +3,96% FL Group -1,36% Grandi -0,59% Og Vodafone -0,47% HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Umsjón: nánar á visir.is OG VODAFONE Reykjavíkurborg hefur samið við Og Vodafone um fjörutíu ljós- leiðaratengingar fyrir helstu starfsstöðvar sínar. Borgin semur vi› Og Vodafone Reykjavíkurborg hefur samið við Og Vodafone um fjörutíu ljósleið- aratengingar fyrir helstu starfs- stöðvar sínar til næstu fjögurra ára. Er ætlunin að tengja saman grunnskóla og ýmsar stofnanir Reykjavíkurborgar. Flutnings- geta er frá hundrað megabætum á sekúndu til eins gígabæts með möguleika á stækkun í tíu gíga- bæt. Og Vodafone annast jafnframt viðbragðseftirlit fyrir Reykjavík- urborg vegna ljósleiðaratenging- ana. Verðmæti samningsins er um 111 milljónir króna. -jsk 18-55 (18-19) viðskipti 2.8.2005 20:26 Page 2

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.