Fréttablaðið - 03.08.2005, Qupperneq 18

Fréttablaðið - 03.08.2005, Qupperneq 18
Rakarar græða á samruna Menn spyrja sig gjarnan þegar stórviðskipti eiga sér stað: „Hvað græði ég nú á þessu öllu saman?“ Von er að spurt sé, en auk þess að hluthafar hagn- ist á uppgangi á verðbréfamörkuðum gætir þess á ýmsum stöðum þegar vel gengur. Þegar frágengið var um skiptingu Burðaráss milli Landsbankans og Straums var boðað til blaðamannafundar. Björg- ólfsfeðgar eru annáluð snyrtimenni og fannst eftir setuna við samningaborðið að þeir þyrftu aðeins að hafa sig til í tilefni dagsins. Því ruku þeir feðgar til rakarans síns og voru klipptir í hvelli og mættu svo nýklipptir og fínir á fundinn. Þeir feðgar eru tíðir gestir hjá rakaranum, en þarna var tekin ein aukaklipping í tilefni dagsins og rennur sú væntan- lega beint inn í hagkerfið. Hluthöfum fjölgar Samruni Burðaráss við Landsbankann og Straum er forvitnilegur fyrir þær sakir að hluthöfum á ís- lenska markaðnum fjölgar mjög þrátt fyrir fækkun fyrirtækja um eitt. Burðarás er næstfjölmennasta almenningshlutafélag landsins með um 19.300 hluthafa. Um tólf þúsund aðilar eru eigendur að Landsbankanum og fjögur þúsund í Straumi. Eftir kaup Landsbankans á öðrum hluta Burðaráss fjölg- ar eigendum hans upp í 27.700 en við sam- runa Straums og Burðaráss verða hluthafar um 22 þúsund. Með því að skipta Burðarási upp fjölgar hluthöf- um á íslenska mark- aðnum um fjórtán þúsund í einu vetfangi. MESTA HÆKKUN ICEX-15 4.387,77 KAUPHÖLL ÍSLANDS [ HLUTABRÉF ] Fjöldi viðskipta: 431 Velta: 4.279 milljónir +1,87% MESTA LÆKKUN MARKAÐSFRÉTTIR... Verð á hráolíu hefur lækkað á heimsmarkaði en verðið fór yfir 62,30 dali tunnan í viðskiptum í New York á mánudaginn. Gengi jensins hefur hækkað gagnvart helstu myntum í kjölfar ummæla japanska seðlabanka- stjórans Fukui um að hagvöxtur sé að aukast þar í landi og verð- bólga geti myndast fyrir árslok. Á öðrum ársfjórðungnum skil- aði Statoil 67 milljarða króna hagnaði samanborið við við 44 milljarða íslenskra króna á sama tímabili í fyrra. Hagnaður Statoil jókst því um 55 prósent milli ára. Gengi bréfa í olíufyrirtækjum eins og Royal Dutch, Chevron- Texaco, BP, Exxon Mobil og Norsk Hydro hefur hækkað mikið frá áramótum, eða um 10 til 30 pró- sent. 18 3. ágúst 2005 MIÐVIKUDAGUR KOMNIR INN Í ESSO Burðarás hefur keypt af Gretti hlutabréf í eignarhaldsfélög- unum Eglu og Keri, sem á Olíufélagið ESSO. Bur›arás kaupir í Keri og Eglu Burðarás hefur keypt af Fjárfest- ingarfélaginu Gretti hluti í Keri og Eglu fyrir 10,7 milljarða króna. Kaupverðið verður annars vegar greitt með peningum að upphæð 725 milljónir króna en hins vegar með útgáfu nýs hlutafjár í Burða- rási og greiðslu með eigin bréfum að upphæð tíu milljarðar króna. Ker er eignarhaldsfélag sem á Olíufélagið að öllu leyti og tvo þriðju hluta hlutafjár í Samskip- um. Grettir átti líklega um þriðj- ungshlut í Keri. Egla er næst- stærsti eigandinn í KB banka með um ellefu prósenta hlut. Hlutur Burðaráss í Eglu er um fjögur prósent. Ólafur Ólafsson, stjórnarfor- maður í Samskipum, er ráðandi hluthafi í Keri og Eglu. - eþa Peningaskápurinn… Actavis 42,20 +0,72% ... Bakkavör 38,90 +0,26%... Burðarás 17,00 +3,66%... FL Group 14,50 -1,36% ... Flaga 4,74 +0,00% ...HB Grandi 8,45 -0,59% ... Íslandsbanki 14,45 +3,96% ... Jarðboranir 21,50 -0,46% ... KB banki 557,00 -0,18% ... Kög- un 58,50 +0,00% ... Landsbankinn 20,60 +7,29% ... Marel 58,50 +0,17% ... SÍF 4,78 +0,00 ...Straumur 13,25 +5,16% ... Össur 87,00 +0,58% Landsbankinn +7,29% Straumur +5,16% Íslandsbanki +3,96% FL Group -1,36% Grandi -0,59% Og Vodafone -0,47% HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Umsjón: nánar á visir.is OG VODAFONE Reykjavíkurborg hefur samið við Og Vodafone um fjörutíu ljós- leiðaratengingar fyrir helstu starfsstöðvar sínar. Borgin semur vi› Og Vodafone Reykjavíkurborg hefur samið við Og Vodafone um fjörutíu ljósleið- aratengingar fyrir helstu starfs- stöðvar sínar til næstu fjögurra ára. Er ætlunin að tengja saman grunnskóla og ýmsar stofnanir Reykjavíkurborgar. Flutnings- geta er frá hundrað megabætum á sekúndu til eins gígabæts með möguleika á stækkun í tíu gíga- bæt. Og Vodafone annast jafnframt viðbragðseftirlit fyrir Reykjavík- urborg vegna ljósleiðaratenging- ana. Verðmæti samningsins er um 111 milljónir króna. -jsk 18-55 (18-19) viðskipti 2.8.2005 20:26 Page 2
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.