Fréttablaðið - 03.08.2005, Síða 20

Fréttablaðið - 03.08.2005, Síða 20
D-vítamín Á norðurslóðum þar sem sólin lætur lítið sjá sig getur verið nauðsynlegt að passa upp á fæðuna til að fá nægilegt D-vítamín. Mjólkurvörur, egg, lifur og feitur fiskur luma á miklu D-vítamíni og svo gerir gamla góða lýsið alltaf sitt gagn.[ ] YOGASTÖÐIN HEILSUBÓT Síðumúla 15, s. 5885711 og 6946103 YOGA YOGA SUMARYOGA Líkamsæfingar, öndunaræfingar slökun og hugleiðsla Sértímar fyrir barnshafandi Allir yoga unnendur velkomnir www.yogaheilsa.is • yogaheilsa@yogaheilsa.is Þú borðar þær með uppáhalds álegginu, kannski ylvolgar úr ofninum, ristaðar, með hvítlauksolíu, stundum eins og pizzur ... eða eins og Strandamenn, glænýjar með íslensku smjöri. Fáðu þér Speltköku og Kartöfluköku í næstu matvöruverslun. Hollara brauð finnst varla. Rammíslenskar Speltkökur og Kartöflukökur af Ströndum 100 ára hefð og ekkert nema hollusta Opið virka daga kl. 10-20 laugardaga kl. 10-17 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI Ekki of seint að byrja að æfa Rúmlega 400 manns eru skráðir í undirbúningshópinn sem hittist tvisvar í viku og æfir fyrir Reykjavíkurmaraþonið. Undirbúningur fyrir Íslands- banka Reykjavíkurmaraþonið gengur vel. Hlaupið verður einkar glæsilegt í ár og það er ekki of seint að byrja að æfa. Reykavíkurmaraþon fer fram 20. ágúst næstkomandi. Hjördís Guð- mundsdóttir er kynningarstjóri Reykjavíkurmaraþons, eða Ís- landsbanka Reykavíkurmaraþons eins og það heitir nú. Hún hefur nóg að gera þessa dagana enda er í mörg horn að líta þegar viðburður af þessari stærðargráðu er skipu- lagður. „Þetta er gríðarlega umfangs- mikið hlaup og þar sem vegaleng- irnar eru margar þá verður skipu- lagið meira. Það er flókið að halda hlaup á götum borgarinnar enda þarf að loka götum og þess háttar. Svo má ekki gleyma því að þetta er í rauninni miklu meira en bara hlaup. Þetta er heil fjölskyldu- skemmtun. Í Lækjargötunni verð- ur til dæmis lifandi tónlist og þar koma ýmsir tónlistarmenn fram,“ segir Hjördís en þema maraþons- ins er einmitt „músík og maraþon“. „Tónlistin skapar skemmtilega stemningu. Við spilum tónlist fyrir þá sem hlaupa skemmtiskokkið og svo hvetjum við tónlistarmenn til að fara út á götu og spila fyrir hlauparana. Það gekk vel í fyrra og víða mátti sjá fólk með ferða- græjur eða hljóðfæri við hlaupa- brautina. Það var mjög skemmti- legt og við vonum að stemningin verði jafn góð í ár.“ Í fyrra var í fyrsta skiptið sett- ur af stað skipulagður undirbún- ingshópur fyrir maraþonið og var reynslan svo góð að ákveðið var að bjóða upp á slíkt aftur. Undirbún- ingshópurinn er hugsaður fyrir þá sem ætla sér að hlaupa tíu kíló- metra og hófust æfingar í júní. „Um 430 manns eru skráðir í hópinn. Við erum með æfingar tvisvar í viku þar sem hópurinn hittist og mæting á þessar æfingar hefur verið góð. Svo eru fjölmargir sem eru skráðir í undirbúningshóp- inn en búa úti á landi eða jafnvel erlendis. Þeir fá æfingaáætlunina og ýmis góð ráð frá kennaranum send í tölvupósti og taka þannig þátt. Það er mjög skemmtilegt,“ segir Hjördís og bætir því við að það sé ekkert of seint að byrja í undirbúningshópnum en hægt er að skrá sig í hann á heimasíðu Ís- landsbanka: www.isb.is. Skráning í maraþonið fer vel af stað og Hjördís á von á mörgum hlaupurum. Eins og iðulega eru Ís- lendingarnir þó seinir að skrá sig og vill Hjördís hvetja fólk til að skrá sig sem fyrst enda fer þátt- tökugjaldið fljótlega hækkandi. Hægt er að skrá sig til leiks á heimasíðu hlaupsins: www.mara- thon.is og þar má einnig nálgast all- ar nánari upplýsingar um hlaupið. Hjördís segir að hlaupið sé gríðarlega um- fangsmikið og því hafi verið gagnlegt að fá Íslandsbanka í lið með sér. Við mælum blóðfitu Pantaðu tíma í Lágmúla í síma 533 2308 Smáratorgi í síma 564 5600 Margir sem vinna nálægt raf- magni vita ekki hvernig á að bera sig að ef slys hendir. Umgangast þarf rafmagnsslys á töluvert annan hátt en önnur slys. Samorka hefur í samstarfi við Vinnueftirlitið, Landspítala-Há- skólasjúkrahús og Löggildingar- stofu dreift veggspjaldi þar sem fyrsta hjálp við rafmagnsslys er kynnt. Þegar komið er að manni sem er í snertingu við rafmagn er lykilatriði að snerta hann ekki með berum höndum heldur rjúfa strauminn að honum. Ef ekki er hægt að rjúfa strauminn verður að grípa til mismunandi ráðstaf- ana eftir því hvort um háspennu- eða lágspennuslys er að ræða. Þegar búið er að rjúfa strauminn þarf að veita hjartahnoð ef ekkert blóðstreymi finnst. Sérstaklega er mælt með því að sjálfvirkt raf- stuðtæki sé nálægt þar sem unnið er við rafmagn og að hinn slasaði sé tengdur við hann um leið og mögulegt er. Eins og með öll slys er lykil- atriði að hafa strax samband við Neyðarlínuna sem veitir leiðbein- ingar um aðhlynningu. Frekari upplýsingar er einnig að finna á veggspjaldinu sem hægt er að opna frá heimasíðu Samorku. Rétt fyrsta hjálp bjargar mannslífum. Fyrsta hjálp við rafmagnsslys Örtækni drepur krabbameinsfrumur RANNSÓKNIR SKAMMT Á VEG KOMNAR EN GEFA GÓÐA VON. Örtækni hefur verið beisluð til að drepa krabbameinsfrumur án þess að skaða heilbrigðan vef. Að- ferðin felst í því að stinga örlitlum sprotum inni í krabbameinsfrumurnar og hita þá svo upp með innrauðum leysigeisl- um með þeim afleiðingum að fruman drepst en heilbrigðar frumur í kring haldast óskaddaðar. Sprotun- um er sprautað inn í líkamann og þeir finna krabbameinsfrumurnar af því að þær eru öðruvísi en heil- brigðar frumur. Lyfjameðferðin sem nú er beitt gegn krabbameini drep- ur heilbrigðar frumur um leið og krabbameinsfrumurnar, sem veldur hárlosi og ýmsum erfiðum auka- verkunum. Rannsóknirnar voru gerðar við Stanford-háskóla í Bandaríkjunum og eru skammt á veg komnar en gefa góða von. 20-21 (02-03) allt heilsa 2.8.2005 20:26 Page 2

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.