Fréttablaðið - 03.08.2005, Qupperneq 20

Fréttablaðið - 03.08.2005, Qupperneq 20
D-vítamín Á norðurslóðum þar sem sólin lætur lítið sjá sig getur verið nauðsynlegt að passa upp á fæðuna til að fá nægilegt D-vítamín. Mjólkurvörur, egg, lifur og feitur fiskur luma á miklu D-vítamíni og svo gerir gamla góða lýsið alltaf sitt gagn.[ ] YOGASTÖÐIN HEILSUBÓT Síðumúla 15, s. 5885711 og 6946103 YOGA YOGA SUMARYOGA Líkamsæfingar, öndunaræfingar slökun og hugleiðsla Sértímar fyrir barnshafandi Allir yoga unnendur velkomnir www.yogaheilsa.is • yogaheilsa@yogaheilsa.is Þú borðar þær með uppáhalds álegginu, kannski ylvolgar úr ofninum, ristaðar, með hvítlauksolíu, stundum eins og pizzur ... eða eins og Strandamenn, glænýjar með íslensku smjöri. Fáðu þér Speltköku og Kartöfluköku í næstu matvöruverslun. Hollara brauð finnst varla. Rammíslenskar Speltkökur og Kartöflukökur af Ströndum 100 ára hefð og ekkert nema hollusta Opið virka daga kl. 10-20 laugardaga kl. 10-17 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI Ekki of seint að byrja að æfa Rúmlega 400 manns eru skráðir í undirbúningshópinn sem hittist tvisvar í viku og æfir fyrir Reykjavíkurmaraþonið. Undirbúningur fyrir Íslands- banka Reykjavíkurmaraþonið gengur vel. Hlaupið verður einkar glæsilegt í ár og það er ekki of seint að byrja að æfa. Reykavíkurmaraþon fer fram 20. ágúst næstkomandi. Hjördís Guð- mundsdóttir er kynningarstjóri Reykjavíkurmaraþons, eða Ís- landsbanka Reykavíkurmaraþons eins og það heitir nú. Hún hefur nóg að gera þessa dagana enda er í mörg horn að líta þegar viðburður af þessari stærðargráðu er skipu- lagður. „Þetta er gríðarlega umfangs- mikið hlaup og þar sem vegaleng- irnar eru margar þá verður skipu- lagið meira. Það er flókið að halda hlaup á götum borgarinnar enda þarf að loka götum og þess háttar. Svo má ekki gleyma því að þetta er í rauninni miklu meira en bara hlaup. Þetta er heil fjölskyldu- skemmtun. Í Lækjargötunni verð- ur til dæmis lifandi tónlist og þar koma ýmsir tónlistarmenn fram,“ segir Hjördís en þema maraþons- ins er einmitt „músík og maraþon“. „Tónlistin skapar skemmtilega stemningu. Við spilum tónlist fyrir þá sem hlaupa skemmtiskokkið og svo hvetjum við tónlistarmenn til að fara út á götu og spila fyrir hlauparana. Það gekk vel í fyrra og víða mátti sjá fólk með ferða- græjur eða hljóðfæri við hlaupa- brautina. Það var mjög skemmti- legt og við vonum að stemningin verði jafn góð í ár.“ Í fyrra var í fyrsta skiptið sett- ur af stað skipulagður undirbún- ingshópur fyrir maraþonið og var reynslan svo góð að ákveðið var að bjóða upp á slíkt aftur. Undirbún- ingshópurinn er hugsaður fyrir þá sem ætla sér að hlaupa tíu kíló- metra og hófust æfingar í júní. „Um 430 manns eru skráðir í hópinn. Við erum með æfingar tvisvar í viku þar sem hópurinn hittist og mæting á þessar æfingar hefur verið góð. Svo eru fjölmargir sem eru skráðir í undirbúningshóp- inn en búa úti á landi eða jafnvel erlendis. Þeir fá æfingaáætlunina og ýmis góð ráð frá kennaranum send í tölvupósti og taka þannig þátt. Það er mjög skemmtilegt,“ segir Hjördís og bætir því við að það sé ekkert of seint að byrja í undirbúningshópnum en hægt er að skrá sig í hann á heimasíðu Ís- landsbanka: www.isb.is. Skráning í maraþonið fer vel af stað og Hjördís á von á mörgum hlaupurum. Eins og iðulega eru Ís- lendingarnir þó seinir að skrá sig og vill Hjördís hvetja fólk til að skrá sig sem fyrst enda fer þátt- tökugjaldið fljótlega hækkandi. Hægt er að skrá sig til leiks á heimasíðu hlaupsins: www.mara- thon.is og þar má einnig nálgast all- ar nánari upplýsingar um hlaupið. Hjördís segir að hlaupið sé gríðarlega um- fangsmikið og því hafi verið gagnlegt að fá Íslandsbanka í lið með sér. Við mælum blóðfitu Pantaðu tíma í Lágmúla í síma 533 2308 Smáratorgi í síma 564 5600 Margir sem vinna nálægt raf- magni vita ekki hvernig á að bera sig að ef slys hendir. Umgangast þarf rafmagnsslys á töluvert annan hátt en önnur slys. Samorka hefur í samstarfi við Vinnueftirlitið, Landspítala-Há- skólasjúkrahús og Löggildingar- stofu dreift veggspjaldi þar sem fyrsta hjálp við rafmagnsslys er kynnt. Þegar komið er að manni sem er í snertingu við rafmagn er lykilatriði að snerta hann ekki með berum höndum heldur rjúfa strauminn að honum. Ef ekki er hægt að rjúfa strauminn verður að grípa til mismunandi ráðstaf- ana eftir því hvort um háspennu- eða lágspennuslys er að ræða. Þegar búið er að rjúfa strauminn þarf að veita hjartahnoð ef ekkert blóðstreymi finnst. Sérstaklega er mælt með því að sjálfvirkt raf- stuðtæki sé nálægt þar sem unnið er við rafmagn og að hinn slasaði sé tengdur við hann um leið og mögulegt er. Eins og með öll slys er lykil- atriði að hafa strax samband við Neyðarlínuna sem veitir leiðbein- ingar um aðhlynningu. Frekari upplýsingar er einnig að finna á veggspjaldinu sem hægt er að opna frá heimasíðu Samorku. Rétt fyrsta hjálp bjargar mannslífum. Fyrsta hjálp við rafmagnsslys Örtækni drepur krabbameinsfrumur RANNSÓKNIR SKAMMT Á VEG KOMNAR EN GEFA GÓÐA VON. Örtækni hefur verið beisluð til að drepa krabbameinsfrumur án þess að skaða heilbrigðan vef. Að- ferðin felst í því að stinga örlitlum sprotum inni í krabbameinsfrumurnar og hita þá svo upp með innrauðum leysigeisl- um með þeim afleiðingum að fruman drepst en heilbrigðar frumur í kring haldast óskaddaðar. Sprotun- um er sprautað inn í líkamann og þeir finna krabbameinsfrumurnar af því að þær eru öðruvísi en heil- brigðar frumur. Lyfjameðferðin sem nú er beitt gegn krabbameini drep- ur heilbrigðar frumur um leið og krabbameinsfrumurnar, sem veldur hárlosi og ýmsum erfiðum auka- verkunum. Rannsóknirnar voru gerðar við Stanford-háskóla í Bandaríkjunum og eru skammt á veg komnar en gefa góða von. 20-21 (02-03) allt heilsa 2.8.2005 20:26 Page 2
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.