Fréttablaðið - 03.08.2005, Side 34

Fréttablaðið - 03.08.2005, Side 34
MIÐVIKUDAGUR 3. ÁGÚST 2005 MARKAÐURINN8 F R É T T A S K Ý R I N G Hagnaður Íslandsbanka, KB banka og Lands- banka var 54 milljarðar á fyrstu sex mánuð- um ársins. Allir bankarnir voru að skila met- hagnaði og skýrist það í fyrsta lagi af því að allir hafa vaxið mikið, bæði með innri og ytri vexti, og skila því óhjákvæmilega auknum hagnaði samfara auknum tekjum. Markaðsvirði bankanna hefur aukist mjög hratt á undanförnum tveimur árum en árið 2003 voru Kaupþing og Búnaðarbanki sam- einaðir og Landsbankinn einkavæddur. Geta bankanna til að vaxa hér á landi er takmörkuð og því hafa þeir leitað út fyrir landsteinana. Allir bankarnir hafa að undan- förnu fest kaup á erlendum fjármálafyrir- tækjum, bæði á Norðurlöndunum og í Bret- landi. Mikið starf er því framundan í að sam- ræma reksturinn innan bankanna. Hlutabréfaverð hefur hækkað mikið sem skilar sér í auknum hagnaði bankanna. Einnig hafa þeir verið að selja eignir. Íslandsbanki seldi til að mynda Sjóvá nýlega og KB banki hefur selt hluta í VÍS. MIKILL GENGISHAGNAÐUR Samanlagður gengishagnaður bankanna er rúmir 36 milljarðar króna og er gengishagn- aður KB banka helmingurinn af því. Gengis- hagnaður er fyrst og fremst tilkominn vegna hækkunar á gengi hlutabréfa sem bankinn á í öðrum fyrirtækjum. Innan gengishagnaðs flokkast svo einnig arður af hlutabréfum, hagnaður af afleiðum og hagnaður af gjald- eyrisviðskiptum. Ört stækkandi hluti innan bankanna er svokölluð fjárfestingabanka- starfsemi en hún felst í því að kaupa í óskráð- um félögum og skrá þau svo á markað með hagnaði. Bankarnir hafa löngum verið gagnrýndir fyrir hversu miklar eignir þeirra lægju á inn- lendum hlutabréfamarkaði og virðast bank- arnir mjög misjafnir hvað þetta varðar. ÞÓKNANATEKJUR VAXA Eins og sést á stöplaritinu hér til hliðar eru tekjur bankanna frá mörgum mismunandi sviðum. Bankarnir skilgreina afkomusvið sín ólíkt og því er skipting tekna miðuð við hvernig hver banki setur fram afkomusvið sín. Einungis lítill hluti tekna bankanna kemur frá viðskiptabankasviði en áður komu tekjur bankanna nánast eingöngu frá þeirri starf- semi. Bankarnir hafa einnig verið að auka mikið þjónustu við einstaklinga og bjóða upp á alls- kyns gerðir af lánum. Einnig eiga bankarnir fjármögnunarfyrirtæki á borð við Glitni og SP Fjármögnun sem lána til bílakaupa og ann- arra vélakaupa. ÓTRÚLEG FJÖLGUN EIGNA Heildareignir bankanna nema 4.400 milljörð- um króna og hafa vaxið gífurlega að undan- förnu. Helstu eignir bankanna eru útlán til viðskiptavina þeirra. Áður voru efnahags- reikningar bankanna einfaldari og saman- stóðu að stærstum hluta af innlánum frá við- skiptavinum annars vegar og útlánum hins vegar. Einnig eiga bankarnir umtalsvert af skuldabréfum, hlutabréfum og öðrum eign- um sem auðvelt er að koma í verð. Eignir bankanna hafa aukist mikið með kaupum þeirra erlendis, til að mynda voru eignir FIH bankans í Dan- mörku um 800 millj- arðar króna en það voru að mestu lán til íbúðakaupa. Útlánasöfnin hafa vaxið að mestu erlend- is að undanförnu en hér á landi er mesti vöxturinn vegna íbúðalána. Bankarnir hafa margfaldast að mark- aðsvirði en samanlagt markaðsvirði bankanna fjögurra nemur 800 milljörðum króna eða sem nemur þjóðar- framleiðslu Íslands á ári. BJART FRAMUNAN Uppgjör bankanna sýna að vöxtur þeirra hef- ur ekki orðið á kostnað arðsemi og flest virð- ist ganga þeim í hag um þessar mundir. Geng- ishagnaður vegur þó ennþá mjög þungt í hagnaði bankanna en aðrir tekjustofnar bank- anna skila einnig auknum hagnaði. Erlend starfsemi bankanna hefur verið styrkt mikið, bæði með mikilli aukningu lána, fyrirtækja- verkefna og annarrar þjónustu. Vaxtatekjur bankanna aukast sífellt í takt við útlán þeirra en þó drógust vaxtatekjur KB banka saman milli fyrsta og annars árs- fjórðungs vegna minni verðbólgu. Tekjur bankanna vegna erlendrar starf- semi aukast sífellt og eru nú tekjur KB banka 70 prósent erlendis frá. Hreiðar Már Sigurðs- son, forstjóri KB banka, segir stefnt að því að tekjur á Íslandi verði einungis 20 prósent af tekjum bankans í lok ársins. Ekki er hægt að búast áfram við hagnaði í líkingu við þann hagnað sem bankarnir hafa verið að skila að undanförnu nema með enn frekari stækkun. Markaðsaðstæður banka og fjármálafyrirtækja hafa verið eins og best verður á kosið. Einnig hafa bankarnir verið að selja ýmsar eignir með góðum hagnaði. Bankarnir hafa dágott svigrúm til að stækka enn frekar og má því búast við einhverjum frekari kaupum á næstunni. Bankarnir bólgna út Hagnaður bankanna var 54 milljarðar á fyrstu sex mánuðum ársins og hafa þeir aldrei hagnast jafn mikið. Methagnaðinn má rekja til góðra aðstæðna á hlutabréfamarkaði, sem og aukinna þóknana og vaxtatekna. Dögg Hjaltalín skoðaði hvað stendur upp úr rekstri bankanna um þessar mundir og hvort hagnaður þeirra muni sífellt aukast. STJÓRNENDUR BANKANNA Bjarni Ár- mannsson, forstjóri Íslandsbanka; Baldur Guðnason, forstjóri Eimskips; Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri KB banka; Lýður Guð- mundsson, forstjóri Bakkavarar og Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóri Landsbankans. Fr ét ta bl að ið /K G B 35 30 25 20 15 10 5 0 Íslandsbanki KB banki Landsbanki Straumur ■ Markaðsviðskipti ■ Fjárfestingabankastarfsemi ■ Fjárstýring ■ Fyrirtækjasvið ■ Viðskiptabankasvið ■ Eignastýring ■ Önnur starfsemi H A G N A Ð U R B A N K A N N A E F T I R A F K O M U S V I Ð U M Íslandsbanki KB banki Landsbanki Straumur Hreinar vaxtatekjur 10,1 13,7 9,4 0,3 Þjónustutekjur 3,9 9,4 7,6 0,6 Gengismunur 3,2 18,6 6,1 8,6 Hagnaður 10,6 24,8 11,1 7,6 Hagnaður á hlut 0,83 37,9 1,33 1,33 Arðsemi eigin fjár 37% 36% 56% 22% Eigið fé 77 170 59 46 Heildareignir 1.335 1.899 1.022 121 Innlán til viðskiptavina 321 234 263 Útlán 1.111 1.365 828 Markaðsvirði 183 369 171 77 Meðalstöðugildi 1.259 1.692 1.294 23 H E L S T U S T Æ R Ð I R B A N K A N N A F Y R S T U S E X M Á N U Ð I Á R S I N S – Í M I L L J Ö R Ð U M K R Ó N A 08-09 Markadur lesið 2.8.2005 15:20 Page 2

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.