Fréttablaðið - 03.08.2005, Qupperneq 37
„Hin endanlega greiðsla og afhending
hlutarins af hálfu ríkisins getur því ekki farið
fram fyrr en niðurstaða Samkeppniseftirlits-
ins liggur fyrir. En eins og við sjáum það
fyrir í nefndinni teljum við að sú niðurstaða
ætti að geta legið fyrir um miðjan eða síðari
hluta ágúst mánaðar. Það er þó alfarið undir
Samkeppniseftirlitinu komið hvað þeir vinna
hratt í því að skila sinni niðurstöðu varðandi
þá tilkynningu,“ bætir Jón við.
ÁNÆGÐIR RÁÐHERRAR
Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segir
að fyrst og fremst styrki sala Símans stöðu
ríkissjóðs til lengri tíma litið og geri hann öfl-
ugri til þess að takast á við þau viðfangsefni
sem við blasi á sviði velferðar- og samfélags-
mála. „Við flýtum okkur ekki að eyða þessum
peningum. Gerð verður áætlun um það fram í
tíman hvernig að því verður staðið. Það ligg-
ur alveg ljóst fyrir að eftir þessa sölu getum
við gert hluti sem við annars hefðum ekki
getað gert á sviði samgöngumála, heilbrigðis-
mála, á sviði atvinnuþróunar og annarra mik-
ilvægra samfélagsmála.“ Halldór vill ekki
nefna einstök verkefni á þessu stigi málsins.
Það sem stjórnarþingmenn hafa nefnt í op-
inberri umræðu um ráðstöfun söluhagnaðar
af Símanum, er bygging hátæknisjúkrahúss,
gerð jarðgangna á Norðurlandi, aðrar vega-
framkvæmdir og svo niðurgreiðslu skulda.
Geir Haarde fjármálaráðherra kveðst
ánægður með vel heppnað söluferli og segir
til fyrirmyndar hvernig að því var staðið.
Enda þótt aðeins þrír aðilar hafi á endanum
boðið í Símann sé meiri fjöldi á bak við tilboð-
in þrjú. „Það að verðið skuli vera svona hátt
sýnir hversu öflugt og gott þetta fyrirtæki er.
Ég vonast til þess að það haldi áfram að dafna
í höndum nýrra eigenda.“
TAKA MATSKENNDA ÞÆTTI ÚT
Jón Sveinsson segir ekki gott að segja til um
það hvort sama sölufyrirkomlag verði alltaf
notað við einkavæðingu opinberra fyrir-
tækja. „Það er breytilegt hvaða aðferð er
notuð hverju sinni. En út af fyrir sig má segja
að mjög æskilegt sé að taka þessa mats-
kenndu þætti út úr svona ferli fyrst og vera
ekki að blanda þeim saman við verðið. Það
var ákvörðun sem við tókum snemma í þessu
ferli. Ég fyrir mitt leyti verð að segja að sú
aðferð er mjög heppileg og góð. Síðan hlýtur
að koma til álita í öðrum tilvikum að setja
hluti ríkisins í hlutafélögum inn á almennan
markað í útboði til almennings. Það er líka
háttur sem hlýtur að koma til skoðunar í
þessu sambandi - hvort skynsamlegt sé að
fara þá leiðina eða selja hluti í ríkisfyrirtækj-
um í stórum skömmtum eða heilu lagi,“ segir
formaður einkavæðingarnefndar
Útboð til
almennings
ótímasett
„Við viljum ekki tjá okkur um
það. Það er eigandans að upp-
lýsa það nákvæmlega, þegar
kaupin eru endanlega frágeng-
in, hvernig hann hyggst fara í
þá þætti,“ segir Jón Sveinsson,
formaður einkavæðingarnefnd-
ar, aðspurður hvenær og á
hvaða verði almenningur fær
að kaupa hlutabréf í Símanum.
Kaupendum Símans er skylt
að bjóða „almenningi og öðrum
fjárfestum“ þrjátíu prósenta
hlut í fyrirtækinu fyrir árslok
2007. Þá á að skrá félagið í
Kauphöll Íslands.
Fjárfestahópurinn sem
Burðarás leiddi hafði skuld-
bundið sig til að selja almenn-
ingi þessi þrjátíu prósent á
sama gengi og hópurinn myndi
kaupa Símann á. Átti að gera
það innan sex mánaða frá því að
kaupin gengju í gegn. Var
samningur um þetta efni
gerður við Almenning ehf. sem
Agnes Bragadóttir og Orri Vig-
fússon voru í forsvari fyrir.
Vildu þau tryggja aðkomu al-
mennings að sölu Símans og
ætluðu stóru fjárfestarnir að
greiða kostnað við útboðið.
Exista, KB banki og fleiri
fjárfestar, sem buðu hæst í Sím-
ann, hafa ekki skuldbundið sig
til þess sama. Erlendur Hjalta-
son, framkvæmdastjóri Exista,
hefur ekki viljað segja hvenær
og á hvaða gengi almenningur
fær að kaupa þennan hlut. Það
eina sem liggur fyrir er að
hlutur KB banka verður seldur.
Jón Sveinsson vildi ekki upp-
lýsa hvort yfirlýsing um þetta
lægi fyrir milli kaupanda og
seljanda. „Þeir verða að svara
því frekar hvaða tímasetningu
þeir velja sér í þessu sambandi;
hvort það gerist fljótlega eða
hvort að menn dragi það,“ sagði
Jón.
MARKAÐURINN MIÐVIKUDAGUR 3. ÁGÚST 2005 11
Ú T T E K T
Fr
ét
ta
bl
að
ið
/G
VA
JÓN SVEINSSON, FORMAÐUR EINKAVÆÐINGARNEFNDAR, OPNAR SÍÐASTA TILBOÐIÐ SEM JAFNFRAMT VAR ÞAÐ HÆSTA „Enginn vissi nákvæmlega hvað upp úr um-
slögunum kæmi,“ segir Jón Sveinsson. Hann segir verðið mjög ásættanlegt fyrir eigandann, ríkið, sem hafi fengið um 73 milljarða króna í kassann í tengslum við einkavæðingu Símans.
Ef skilyrði einkavæðingar-
nefndar um leyfileg eigna-
tengsl kaupenda Símans eru
skoðuð kemur í ljós að Ex-
ista og KB banki virðast
tengdir aðilar samkvæmt
skilgreiningu nefndarinnar.
Tengjast félögin í gegnum
stjórn VÍS. Því mega þessir
aðilar, samkvæmt þeim
reglum sem settar voru um
einkavæðingu Símans, ekki
eiga samanlagt meira en 45
prósent í fyrirtækinu. Sam-
kvæmt kauptilboðinu fara
þessi félög hins vegar með
75 prósent í Símanum eftir
að kaupin ganga í gegn.
Lýður Guðmundsson,
stjórnarformaður Exista, og
Erlendur Hjaltason, fram-
kvæmdastjóri Exista, sitja
báðir í stjórn VÍS. Hreiðar
Már Sigurðsson, forstjóri
KB banka, situr einnig í
stjórn VÍS, en þar að auki er
forstjóri VÍS Finnur Ingólfs-
son í stjórn KB banka.
Þetta virðist brjóta í bága
við reglur 1(b) og 1(d) í kafla
I. í skilgreiningu einkavæð-
ingarnefndar um tengda að-
ila. Samkvæmt reglu 1(b)
eru tveir aðilar tengdir ef
þeir deila fleiri en einum
stjórnanda, það er fram-
kvæmdastjóra eða stjórnar-
manni. Á þann máta er Ex-
ista tengt VÍS vegna Lýðs og
Erlends og KB banki tengd-
ur VÍS vegna Hreiðars og
Finns. Regla 1(d) segir svo
að ef tveir aðilar eru tengdir
sama félagi samkvæmt
reglu 1(b), teljist þeir einnig
tengdir. Þannig tengjast Ex-
ista og KB banki í gegnum
VÍS.
Aðspurður um þetta segir
Jón Sveinsson, formaður
einkavæðingarnefndar, að
yfirlýsingar um úrsögn
manna úr stjórnum liggi
fyrir án þess að útskýra það
frekar. Af því verði þó ekki
fyrr en eftir að kaupin eru
gengin í gegn.
LÝÐUR OG ÁGÚST GUÐMUNDSSYNIR Bræðurnir úr Bakkavör, sem ráða yfir Exista, eignast stærsta hlutann í
Símanum.
Exista og KB banki tengdir aðilar
ust hátt verð
10-11 Markadur lesið 2.8.2005 15:34 Page 3