Fréttablaðið - 03.08.2005, Síða 39
MARKAÐURINN MIÐVIKUDAGUR 3. ÁGÚST 2005 13
NÝJASTA TÆKNI OG VÍSINDI
Hafðu samband við fyrirtækjaráðgjöf Og Vodafone í síma 599 9500 eða sendu tölvupóst á 5999500@ogvodafone.is
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
O
G
V
2
89
38
07
/2
00
5
Er einhver í þínu fyrirtæki
sem heldur að skást sé best?
Aðlögunarhæfni mannsins minnkar við
kókaínneyslu með því að trufla rafboð
milli tveggja heilastöðva, að því er kemur
fram í nýrri bandarískri rannsókn. Er talið
að þetta geti skýrt fljótfærnislega hegðun
kókaínfíkla.
Vísindamennirnir rannsökuðu tvær
heilastöðvar: önnur stýrir minni og úr-
vinnslu upplýsinga en hin tilfinningum og
nautnum. Kom í ljós að meðal kókaínfíkla
hafði seinni heilastöðin náð yfirhöndinni
svo þeir áttu erfitt með að taka upplýstar
ákvarðanir: ,,Þetta skýrir hvers vegna
kókaínfíklar leggja svo mikla áherslu á
nautnir á kostnað annarra skynsamlegri
hluta,“ sagði Anthony Grace sem leiddi rannsóknina.
Vonast vísindamennirnir til að niðurstöðurnar komi að gagni við
meðferð kókaínfíkla. - jsk
Japanskir vísindamenn segjast
hafa hannað raunverulegasta vél-
menni sem nokkru sinni hefur
verið búið til. Vélmennið lítur út
eins og kvenmaður og var nefnt
Repliee Q1.
Repliee er húðuð silíkoni í stað
plasts og búin skynjurum og mót-
orum sem gera henni kleift að
hreyfa sig og bregðast við eins og
mannvera. Vélmennið getur
blikkað augnlokunum, hreyft
hendurnar og lítur meira að segja
út fyrir að anda.
Prófessor Hiroshi Ishiguru,
sem hafði yfirumsjón með þróun
Repliee, segir að ekki líði á löngu
þar til nánast ómögulegt verður
að aðgreina vélmenni frá mönn-
um: „Ég hef hannað mörg vél-
menni en ekkert eins raunveru-
legt og þetta. Útlitið skiptir öllu,
ef vélmenni er líkt mannveru
verður nærvera þess mjög sterk.“
Prófessor Ishiguru er einn af
reyndari mönnum í heiminum þeg-
ar kemur að hönnun vélmenna og á
mörg slík að baki, hið frægasta er
líklega Repliee R1 sem leit út eins
og fimm ára stúlkubarn. - jsk
Bandarísk yfirvöld hafa farið
fram á að breskur tölvuhakkari
sem braust inn í 97 tölvur í eigu
bandaríska ríkisins verði fram-
seldur.
Tölvuhakkarinn Gary Mc-
Kinnon notaði heimilistölvu sína
til verksins og er sakaður um að
hafa brotist inn 53 tölvur í eigu
bandaríska landhersins, 26 tölv-
ur hjá sjóhernum, 16 tölvur
bandarísku geimferðastofnunar-
innar NASA, eina í eigu flughers-
ins og aðra til hjá bandaríska
varnarmálaráðuneytinu.
„Sakborningur nýtti sér veik-
leika í tölvukerfi bandarískra
yfirvalda og reyndi á yfirvegað-
an hátt að hafa áhrif á starfsemi
stjórnvalda. Réttast væri að hann
yrði framseldur og réttað yfir
honum í Bandaríkjunum,“ sagði
Mark Summers, sem fór fyrir
hópi bandarískra lögmanna.
Skaðinn sem McKinnon olli
með fiktinu er metinn á rúmlega
fjörutíu milljónir króna .-jsk
Japanar hyggjast hanna nýja of-
urtölvu sem á að vinna 73 sinnum
hraðar en sú tölva sem er hröðust
í dag. Japanska tækni- og vís-
indamálaráðuneytið hefur yfir-
umsjón með verkinu og er áætlað
að það kosti um 52 milljarða
króna.
Hraðasta tölva veraldar er í
dag American Blue Gene ofur-
tölvan sem hönnuð er af IBM
tölvurisanum og getur fram-
kvæmt 136,8 billjónir (milljón
milljónir) útreikninga á sekúndu.
Talsmaður ráðuneytisins segir
að tölvan verði notuð við rann-
sóknir á uppruna alheimsins og
til að mæla áhrif lyfja á manns-
líkamann. Áætlað er að tölvan
verði tilbúin í mars 2011. - jsk
Kókaín truflar rafboð
KÓKAÍNNEYSLA Bandarískir
vísindamenn segjast hafa
fundið skýringu á fljótfærnis-
legri hegðun kókaínfíkla.
Ný japönsk ofurtölva
OFURTÖLVA Japanska ofurtölvan Nec var
sú hraðasta í heimi þar til 2002. Japanar
hyggjast nú hanna tölvu sem vinnur 73
sinnum hraðar en Blue Gene-tölvan, sem
nú þykir best.
Maður eða vélmenni?
Hannað hefur verið vélmenni sem sagt er hið raunverulegasta sem búið
hefur verið til. Vélmennið getur hreyft sig og blikkað augnlokunum.
Stórtækur tölvuhakkari
Lundúnabúi hakkaði sig inn í 97 tölvur í eigu bandaríska ríkisins.
MARK MCKINNON Á LEIÐ Í RÉTTARSAL Bandarísk stjórnvöld hafa farið fram á að
tölvuhakkarinn McKinnon verði framseldur til Bandaríkjanna.
Fr
ét
ta
bl
að
ið
/A
FP
REPLIEE Q1-VÉLMENNIÐ
Stúlkukindin Repliee Q1 er
sögð raunverulegasta vélmenni
sem hannað hefur verið.Fr
ét
ta
bl
að
ið
/A
FP
12-13 Markaður lesið 2.8.2005 15:23 Page 3