Fréttablaðið - 03.08.2005, Side 40
Vandamál Íbúðalánasjóðs hafa
verið mikið til umræðu að undan-
förnu og hafa stjórnmálamenn
keppst við að finna lausn á vanda
sjóðsins. Það er hins vegar erfitt
enda ýmist haft eftir forráða-
mönnum hans að sjóðurinn hafi
neyðst út í nýja tegund lána til
fjármálafyrirtækja þar sem sjóð-
urinn hafi orðið að koma 80 millj-
örðum í vinnu fyrir sig og hins
vegar að sjóðurinn sé að hugsa
um að lækka vexti á útlánum sín-
um. Spurningin sem menn ættu
að leita svara við er hvers vegna
í ósköpunum er vandi Íbúðalána-
sjóðs okkar vandamál? Er ein-
hver þörf fyrir slíkan sjóð?
Það er auðvelt að gleyma því
nú þegar vel árar í efnahagslíf-
inu, að markaðshagkerfi er bæði
kerfi taps og gróða. Og þar hefur
tapið ekki síður mikilvægu hlut-
verki að gegna en gróðinn. Mark-
aðurinn er í raun síukerfi þar
sem peningarnir færast úr notk-
un sem markaðurinn metur lítils
eða alls ekki, og í þann farveg
sem er meira metinn á markaðn-
um hverju sinni. Það eru því ekki
hinir fengsælu sem stýra mark-
aðinum, heldur ræðst það á
markaðinum hverjir eru feng-
sælir. Það er ekki tilviljun að þeir
sem hafa sterkar skoðanir á því
hvernig aðrir eigi að haga lífi
sínu fjandskapist út í mark-
aðsviðskipti, enda hirðir markað-
urinn hvorki um skoðanir né til-
gang, heldur stillir aðeins saman
framboði og eftirspurn.
Einkavæðingin sem hefur átt
sér stað á síðasta áratug er líkast
til mesta þjóðfélagsbylting sem
orðið hefur hér á landi um langt
skeið. Hún hefur ekki aðeins
gjörbreytt því hvernig fjárfest-
ingarákvarðanir eru teknar held-
ur einnig því hverjir taka
ákvarðanirnar. Í stað þess að
ákvarðanir séu teknar sem hluti
af pólitískri stefnumörkun eru
þær nú teknar á arðsemisgrund-
velli. Í stað þess að ákvarðanir
séu teknar af stjórnmálamönn-
um, fyrir hönd umbjóðenda
sinna, eru þær nú teknar af fjár-
magnseigendum.
Fjármálaþjónusta er líkast til
sú atvinnugrein sem einna þjök-
uðust var af ríkisafskiptum hér á
landi fram í byrjun 21. aldar. Það
er jafnframt sú atvinnugrein þar
sem kostir einkavæðingar hafa
komið gleggst í ljós. Enda hafa ís-
lenskir bankar á ótrúlega
skömmum tíma farið úr því að
vera milligönguaðilar um innlán
og útlán í það að verða alþjóðleg
fjármálafyrirtæki.
Íbúðalán var sú grein fjár-
málaþjónustu þar sem sam-
keppni ruddi sér einna síðast til
rúms, enda erfitt fyrir bankana
að keppa við stofnun sem naut
ríkisábyrgðar, var undanþegin
skattgreiðslum og lengst af al-
þjóðlegum reglum um áhættu-
stýringu. Áður en bankarnir voru
einkavæddir, var vitanlega engri
samkeppni til að dreifa enda
stjórn Íbúðalánasjóðs og forvera
hans á sömu hendi og stærstur
hluti bankakerfisins. Á meðan
ríkið gein yfir öllu var orðið sam-
ráð ekki enn orðið skammaryrði.
Lækkun vaxtakostnaðar af fast-
eignalánum í kjölfar þess að
bankar rufu einokun ríkisins er
vafalítið mesta kjarabót ís-
lenskra heimila á síðastliðnum
árum.
Í því liggur vandi Íbúðalána-
sjóðs, almenningur greiddi upp
lán hans til að bæta kjör sín.
Sjóðurinn gerði ekki ráð fyrir því
að neinn gæti veitt honum sam-
keppni. Sjóðurinn hafði skipt út
uppgreiðanlegu húsbréfum sín-
um fyrir óuppgreiðanleg íbúða-
bréf. Hins vegar voru lán sjóðs-
ins áfram uppgreiðanleg. Sam-
kvæmt reglum Íbúðalánasjóðs
var ekki hægt að endurfjár-
magna lán sjóðsins á betri kjör-
um hjá sjóðnum, en það var hins
vegar hægt hjá bönkunum. Upp-
greiðslurnar sem sjóðurinn á því
í vandræðum með eru kjarabæt-
ur almennings.
Sjóðurinn tapaði þegar hann
skipti út húsbréfum fyrir íbúða-
bréf á of hagstæðum kjörum fyr-
ir fjárfesta og þau mistök sjóðs-
ins verða ekki aftur tekin. Eðli-
legast hefði verið að sjóðurinn
hefði varið uppgreiðslunum í að
kaupa til baka eigin skuldabréf,
eins og til að mynda Jón Steins-
son hagfræðingur bendir á í ný-
legri grein í vefritinu Deiglan.
Þegar Morgunblaðið spurði einn
forráðamanna sjóðsins út í þá
hugmynd svaraði hann því á þá
leið að sjóðurinn hefði tapað á því
að fara ekki út í nýja starfsemi
heldur kaupa tilbaka eigin
skuldabréf.
Þetta er vitanlega rangt. Sjóð-
urinn hefði viðurkennt tap sitt
með því að kaupa tilbaka eigin
bréf. Sjóðurinn hefði lagað sig að
því að þörfin fyrir sjóðinn, hafi
hún einhvern tíma verið til stað-
ar, hefði minnkað með því að
hlýða skilaboðum markaðarins
og draga úr umsvifum sínum.
Sjóðurinn er ekki að taka tilbaka
rangar ákvarðanir sínar með því
að lána 80 milljarða til fjármála-
fyrirtækja, sem meðal annars
hafa verið fjármagnaðir með út-
gáfu íbúðabréfa fyrir rúma 40
milljarða, heldur einungis að
reyna að fela tapið.
Tapið er jafn mikið hjá Íbúða-
lánasjóði eftir sem áður, sjóður-
inn er hins vegar að reyna að
vinna það upp með því að endur-
lána fjármuni sem hann hefur
aflað með ríkisábyrgð. Ef það er
ásættanlegt að Íbúðalánasjóður
geri þetta, hvers vegna er þá öðr-
um stofnunum þetta ekki heimilt
líka? Ástæðan er vitanlega sú að
ef ríkið ábyrgist of mikið af
skuldbindingum stofnana sinna
lækkar lánshæfismat ríkisins og
þar með hækkar fjármögnunar-
kostnaður ríkis, fyrirtækja og
einstaklinga. Ef ríkisstofnanir
eiga hins vegar að fá að fjár-
magna tap sitt með því að endur-
lána ríkistryggt fé, væri ekki
nær að ríkisstofnun með raun-
verulegan tilgang, eins og til
dæmis Landspítali háskóla-
sjúkrahús fengi að gera það frek-
ar en Íbúðalánasjóður?
MIÐVIKUDAGUR 3. ÁGÚST 2005 MARKAÐURINN14
S K O Ð U N
Áframhaldandi uppstokkun á markaði er afleiðing
sölu bankanna.
Kraftur
einkavæðingarinnar
Hafliði Helgason
Uppskipting eigna Burðaráss, þar sem Landsbankinn og Straumur
fjárfestingarbanki taka yfir eignir fyrirtækisins, eru kaflaskil í at-
burðarás sem hófst með eigendaskiptum í mörgum af stærstu fyr-
irtækjum landsins.
Með þessum viðskiptum nú er landslagið í viðskiptalífinu skýr-
ara en áður. Straumur tekur við hlutverki Burðaráss og verður
sterkur fjárfestingarbanki í kjölfestueign Landsbankans og Björg-
ólfsfeðga. Viðskiptin eru rökrétt framhald af því að Burðarás hef-
ur undanfarin misseri verið að selja eignir sjávarútvegsstoðar
Eimskipafélagsins og nú síðast skipafélagið sjálft. Eigendur Lands-
bankans töldu umtalsverð verðmæti felast í einstökum einingum
Eimskipafélagsins og lögðu upp með að innleysa hagnaðinn af
þeim. Það hefur tekist.
Á markaði takast á mismunandi sjónarmið um rekstur. Sumir
vilja byggja upp heild og hirða lítt um dulin verðmæti sem í slíkri
heild kann að felast. Aðrir eru áfram
um að leysa upp félög og selja eining-
arnar. Hlutabréfamarkaður er ágætur
vettvangur fyrir slík skoðanaskipti og
sá sem eignast meirihluta og kaupir sér
völd hefur fullan rétt á að marka þá
stefnu sem hann getur framfylgt í
krafti eignarhlutar síns. Ekki verður
annað séð en að hluthafar í Burðarási
geti verið sáttir við ávöxtunina hingað
til. Framtíðin er hins vegar annað land
og hverju svo fram vindur verður að
koma í ljós.
Með einkavæðingu bankanna drapst
úr dróma mikill innibyrgður kraftur í
viðskiptalífinu. Í dag eiga Íslendingar
nokkur firnasterk fjármálafyrirtæki
sem hafa afl til að sækja fram og styð-
ja vöxt og viðgang atvinnulífsins. Sterk
fjármálafyrirtæki eru afar mikilvæg
fyrir þjóðina. Stærð og styrkur þeirra
getur haft úrslitaáhrif þegar á móti blæs í efnahagsumhverfinu.
Auk þess gefa sterk fjármálafyrirtæki tækifæri til nýsköpunar í at-
vinnulífinu nýti þau styrk sinn til að horfa lengra fram í tímann.
Með viðskiptunum með eignir Burðaráss skýrast línur milli við-
skiptabankanna. Straumur og Landsbankinn eru í nánu samstarfi.
KB banki og Exista starfa saman og Íslandsbanki stofnar á næst-
unni nýtt fjárfestingarfélag sem tekur við því hlutverki sem
Straumur hafði fyrir bankann áður. Þessi félög halda svo áfram að
sækja fram á erlendum markaði og breikka enn þann grunn sem ís-
lenskt efnahagslíf stendur á.
Sá styrkur sem nú er í fjármálafyrirtækjum er bein afleiðing
þess að ríkið dró sig út úr bankarekstri. Ríkið dró sig í liðinni viku
út úr Símarekstri. Þar náðust tvenn góð markmið. Höfuðmarkmið-
ið sem er að ríkið hætti afskiptum af samkeppnisrekstri og svo hitt
að ekki verður betur séð en að ríkið hafi fengið gott verð fyrir eign-
ina. Skynsamlegast er að nýta þá fjármuni sem fengust fyrir Sím-
ann til þess að greiða skuldir ríkisins. Núverandi efnahagsástand
býður ekki upp á að slíkir fjármunir renni inn í hagkerfið. Það
renna örugglega upp tímar þar sem meiri þörf verður fyrir sölu-
hagnaðinn af Símanum.
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRI: Hafliði Helgason RITSTJÓRN: Björgvin Guðmundsson, Dögg Hjaltalín, Eggert Þór Aðalsteinsson, Jón Skaftason AUGLÝSINGASTJÓRI: Jónína
Pálsdóttir RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@markadurinn.is og auglysingar@markadurinn.is VEF-
FANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Markaðinum er dreift ókeypis með Fréttablaðinu á heim-
ili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Markaðurinn áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi
og í gagnabönkum án endurgjalds.
Valdamesti bankamaður í heimi
Financial Times | Henry Kaufman segist í The Fin-
ancial Times bíða í ofvæni eftir skipun nýs seðla-
bankastjóra í Bandaríkjunum.
Alan Greenspan, sem sé líklega
þekktasti bankastjóri allra tíma,
láti af störfum á næsta ári. Spenn-
andi verði að fylgjast með skipun-
arferlinu og ekki síst viðbrögðum
markaða við nýjum manni í brún-
ni. Kaufman segir að ekki sé hægt
að horfa fram hjá því að nýja
seðlabankastjórans bíði mikið verk, bæði heima
fyrir og ekki síður á alþjóðavettvangi. Hann segir
Seðlabankastjóra Bandaríkjanna í rauninni vera
yfirmann alþjóðlega fjármálakerfisins, Alþjóða-
gjaldeyrissjóðurinn hafi ekki nægilega vítt valds-
svið og sé íþyngt af mikilli skriffinnsku. Það komi
því í hlut Seðlabanka Bandaríkjanna að bregðast
við komi upp krísuástand á fjármálamörkuðum.
Hvað nú í Sádi-Arabíu?
BBC | Ben Richardson veltir því fyrir sér á vefsíðu
BBC hvað taki við í Sádi-Arabíu eftir fráfall Fahds
konungs. Velmegun hafi aldrei verið meiri í land-
inu en nú, Sádi-Arabar hafi greitt niður erlendar
skuldir og hagvöxtur hafi ekki verið meiri í rúm
tuttugu ár. Einkavæðing
ríkisfyrirtækja sé hafin,
átaki gegn atvinnuleysi
hafi verið ýtt úr vör,
fjármálamarkaðir verið nútímavæddir og erlendar
fjárfestingar í landinu aukist. Þá hafi Sádi-Arabar
sótt um aðild að Alþjóðaviðskiptastofnuninni og all-
ar líkur séu á að umsóknin verði samþykkt á næst-
unni. Því sé hins vegar ekki að neita að Sádi-Arabar
reiði sig um of á olíuframleiðslu, það sé í lagi með-
an olíuverð sé í hámarki eins og nú en komi þeim
um koll áður en langt um líður. Þá sé opinbert at-
vinnuleysi í landinu níu prósent en líklega séu
helmingi fleiri atvinnulausir en opinber gögn sýna.
Richardson telur því verkefni næstu ára vera að
byggja upp fleiri undirstöðuatvinnuvegi í landinu.
U M V Í Ð A V E R Ö L D
Með einkavæðingu
bankanna drapst úr
dróma mikill inni-
byrgður kraftur í við-
skiptalífinu. Í dag
eiga Íslendingar
nokkur firnasterk
fjármálafyrirtæki
sem hafa afl til að
sækja fram og styðja
vöxt og viðgang at-
vinnulífsins.
bjorgvin@markadurinn.is l dogg@markadurinn.is l eggert@markadurinn.is
haflidi@markadurinn.is l jsk@markaðurinn.is l
Þórður Pálsson
forstöðumaður
greiningardeildar KB
banka
O R Ð Í B E L G
Sögurnar... tölurnar... fólkið...
Er þörf á ríkisbanka?
Það er auðvelt að gleyma því nú þegar vel árar í
efnahagslífinu, að markaðshagkerfi er bæði kerfi
taps og gróða. Og þar hefur tapið ekki síður mikil-
vægu hlutverki að gegna en gróðinn.
14-15 Markadur lesið 2.8.2005 15:40 Page 2