Fréttablaðið - 03.08.2005, Qupperneq 44
Ljóst er að eftir miklu er að
slægjast fyrir unga knattspyrnu-
menn. Líklega er þó æðsti
draumur þeirra flestra að spila í
ensku úrvalsdeildinni, þótt ekki
væri nema peninganna vegna.
Samkvæmt skýrslu endur-
skoðendafyrirtækisins Deloitte
et Touche greiða ensku úrvals-
deildarliðin leikmönnum sínum
að meðaltali 4,4 milljarða króna í
árslaun. Samkvæmt því eru með-
allaun leikmanna deildarinnar
tæplega 75 milljónir á ári.
Leikmenn í heimsklassa fá þó
mun meira en það; ensku varnar-
mennirnir Sol Campbell hjá
Arsenal og John Terry hjá Chel-
sea fá til að mynda um 12 millj-
ónir króna í vikulaun. Okkar
maður, Eiður
Smári Guðjohnsen,
er svo sannarlega í
fremstu röð og er
sagður fá um sjö
milljónir á viku.
Það er því ljóst að ekki væsir
um umboðsmenn þessara kappa,
enda fimm prósent af 115 millj-
ónum ekkert til að fúlsa við. - jsk
MIÐVIKUDAGUR 3. ÁGÚST 2005 MARKAÐURINN18
F Y R S T O G S Í Ð A S T
Ólafur Garðarsson er hæstaréttar-
lögmaður og starfar sem slíkur hjá
Lögfræðistofu Reykjavíkur. Ólafur
er þó enginn venjulegur lögmaður
heldur starfar hann samhliða sem
umboðsmaður knattspyrnumanna og
hefur gert undanfarin átta ár. Ólafur
sagði í samtali við Jón Skaftason að
margir hefðu ranghugmyndir um at-
vinnumennsku í knattspyrnu; það
væri ekki svo að menn yrðu ríkir í
einu vetfangi.
Ólafur Garðarsson segist alla tíð hafa verið forfall-
inn knattspyrnufíkill og hafi í starfi sínu sem lög-
maður verið beðinn um að fara yfir samninga fyrir
marga fótboltamenn. Við þá vinnu hafi hann fengið
þá flugu í höfuðið að gerast umboðsmaður knatt-
spyrnumanna enda lögfræðin góður grunnur fyrir
starf sem snýst að miklu leyti um að gera samn-
inga: ,,Þá tók við ferli til að fá tilskilin leyfi frá Al-
þjóðaknattspyrnusambandinu (FIFA) og Knatt-
spyrnusambandi Íslands. Maður þurfti að lesa sér
til og gangast undir próf, þá þurfti að leggja inn 15
milljóna króna tryggingu í svissneskan banka. Mér
skilst að það sé búið að einfalda ferlið eitthvað
núna, bankinn þarf í það minnsta ekki lengur að
vera svissneskur.“
BLINT Í SJÓINN
Í dag eru margir frægustu og efnilegustu knatt-
spyrnumenn þjóðarinnar á vegum Ólafs; nægir þar
að nefna Hermann Hreiðarsson hjá Charlton í
ensku úrvalsdeildinni, og þá Brynjar Björn Gunn-
arsson og Ívar Ingimarsson sem báðir spila fyrir
Reading í ensku fyrstu deildinni.
Ólafur segist þó í raun hafa vaðið blint í sjóinn
þegar hann hóf að starfa sem umboðsmaður. Hann
hafi ætlað sér að fylgjast með leikmannamarkaðn-
um hér heima, sigta þá út sem ættu möguleika á
frekari frama og bíða svo eftir símtölum fram-
kvæmdastjóra erlendra liða: ,,Sú varð nú aldeilis
ekki raunin enda vakna framkvæmdastjórar ekki á
morgnana og velta fyrir sér hvort næstu stór-
stjörnu sé að finna á Íslandi.“
Þegar Ólafur uppgötvaði að ekki væri að því
hlaupið að koma íslenskum leik-
mönnum á framfæri erlendis hóf
hann mikið markaðsstarf til að
kynna sjálfan sig og íslenska knatt-
spyrnu: ,,Ég lagðist í hálfgerðan
víking næstu árin. Heimsótti mark-
visst lið og framkvæmdastjóra,
þetta vatt síðan upp á sig, ég fór að senda leikmenn
til reynslu og menn sáu að ég var ekkert að senda
leikmenn sem ekkert erindi áttu.“
Ólafur sér alls ekki eftir þeirri fjárfestingu sem
í ferðalögunum fólst enda hafi hún borið ríkulegan
ávöxt: ,,Í dag þekki ég gríðarlega marga úti í hinum
stóra knattspyrnuheimi og fæ mikið af hringingum.
Markaðsstörfin halda þó vitaskuld alltaf áfram.“
KOMAST EKKI STRAX Í ÁLNIR
Ólafur hefur komið mörgum íslenskum leikmönn-
um til erlendra liða en bendir á að menn komast
ekki í álnir á fyrsta samningi sínum erlendis: ,,Það
er ekki fyrr en á öðrum samningi við erlent lið að
leikmenn geta farið að fá umtalsverðar fjárhæðir í
sinn hlut. Árstekjur leikmanna sem spila í ensku úr-
valsdeildinni geta hlaupið á hundruðum milljóna
króna, fyrstu deildar leikmanna á tugum milljóna.“
Algengt er að íslensk félög fái fimm til fimmtán
milljónir króna fyrir leikmenn sem hafa náð að
sanna sig í úrvalsdeildinni hér heima, yngri leik-
menn kosta minna: ,,Það fæst sjálfsagt aldrei nóg
fyrir íslenska leikmenn, enda íslensk knattspyrna
kannski ekki hátt skrifuð á alþjóðavettvangi,“ segir
Ólafur.
FIFA gefur út tilmæli um hvernig greiðslum til
umboðsmanna skuli háttað, er þar gert ráð fyrir því
að um fimm prósent grunnlauna leikmanna renni til
þeirra umboðsmanna sem stóðu að félagsskiptum
þeirra. Ekki er óalgengt að sú upphæð skiptist milli
tveggja eða fleiri umboðsmanna: ,,Fyrir leikmann
sem spilar í Noregi og fær 300 þúsund krónur í
mánaðarlaun fær umboðsmaður 180 þúsund krónur
á ári. Smærri sölur gefa því ekki mikið í aðra hönd.“
Ólafur bætir því við að líklega séu einungis tveir
íslenskir leikmenn í því sem hann kallar efsta lagið,
meðal þeirra launahæstu; Eiður Smári Guðjohnsen
og Hermann Hreiðarsson.
GOTT ORÐ FER AF ÍSLENSKUM LEIKMÖNNUM
Ólafur segir að þótt íslensk knattspyrna sé ekki
hátt skrifuð fari gott orð af íslenskum knattspyrnu-
mönnum erlendis: ,,Þeir eru vel liðnir og engir
vandræðagemsar, þeir hafa til mynda margir hverj-
ir verið gerðir að fyrirliðum sinna liða, menn eins
og Guðni Bergsson og Heiðar Helguson, þá hafa
Hermann Hreiðarsson og Ívar Ingi-
marsson borið böndin í forföllum
hjá sínum liðum.“
Ólafur telur að þrátt fyrir að ís-
lensk knattspyrna standi ágætlega
sé ýmislegt sem betur megi fara:
,,Íslenskir knattspyrnumenn eru
sumir hverjir ekki í nægilega góðu líkamlegu ásig-
komulagi. Ég hef oft fengið kvartanir vegna leik-
manna sem ég hef sent út undir lok tímabils hérna
heima, þegar þeir eiga að vera í algeru toppformi.
Það er spurning hvort æfingar íslenskra liða séu
nægilega markvissar.“
Þá segir Ólafur unga og efnilega leikmenn ekki
fá næg tækifæri með A-landsliðinu: ,,Það tíðkast
víða í útlöndum að henda ungum leikmönnum í
djúpu laugina, það sést kannski best á hinum unga
Englendingi Wayne Rooney, sem var byrjaður að
spila með landsliðinu sautján ára. Hér er hins vegar
beðið lengur. Ég vil gjarnan sjá unga og efnilega
leikmenn leika fyrr með 21 árs og A-landsliðinu.
Get ég þá nefnt Bjarna Þór Viðarsson hjá Everton,
Ólaf Inga Skúlason hjá Brentford, Elmar Bjarnason
og Kjartan Henry Finnbogason hjá Celtic og Rúrik
Gíslason sem nú spilar með HK.“
M Á L I Ð E R
Umboðsmenn
knattspyrnumanna
Engir smápeningar
Fæst aldrei nóg
fyrir íslenska leikmenn
ÓLAFUR GARÐARSON UMBOÐSMAÐUR KNATTSPYRNU-
MANNA Ólafur hefur aðstoðað marga íslenska knattspyrnumenn
við að komast að hjá erlendum liðum. Hann segir þó að starfið sé
erfiðara en hann óraði fyrir: ,,Framkvæmdastjórar erlendra liða
vakna ekki á morgnana og velta fyrir sér hvort næstu stórstjörnu sé
að finna á Íslandi.“
Fr
ét
ta
bl
að
ið
/V
al
ga
rð
ur
,,Það er ekki fyrr en á öðrum samningi við erlent lið að leikmenn fara að fá um-
talsverðar fjárhæðir í sinn hlut. Árstekjur leikmanna sem spila í ensku úrvals-
deildinni geta hlaupið á hundruðum milljóna króna, fyrstu deildar leikmanna á
tugum milljóna.“Tíu stærstu sölur Íslandssögunnar*
Eiður Smári Guðjohnsen Bolton - Chelsea 575
Hermann Hreiðarsson Wimbledon - Ipswich 520
Jóhannes Karl Guðjónsson Walwijk (Hol) - Real Betis (Spá) 350
Hermann Hreiðarsson Brentford - Wimbledon 290
Arnar Gunnlaugsson Bolton - Leicester 230
Þórður Guðjónsson Genk (Bel) - Las Palmas (Spá) 190
Heiðar Helguson Lilleström (Nor) - Watford 175
Heiðar Helguson Watford - Fulham 150
Helgi Sigurðsson Stabæk (Nor) - Panathinaikos (Gri) 140
Hermann Hreiðarsson Ipswich - Charlton 105
*Upphæðir í milljónum króna. Félagslið eru ensk nema annað sé tekið fram.
**Heimildir www.soccernet.com, www.skysports.com
HERMANN HREIÐARSSON Hann er réttnefndur sölukóngur íslenskrar knattspyrnu.
Hann hefur verið seldur samtals fyrir rúman milljarð króna og hefur spilað með fimm
enskum liðum.
EIÐUR SMÁRI GUÐJOHNSEN Það þætti
ekki mikið að borga 575 milljónir fyrir Eið í
dag eins og Chelsea gerði á sínum tíma.
ARNAR GUNNLAUGSSON Frá Bolton til
Leicester á 230 milljónir króna.
HEIÐAR HELGUSON Hann á tvær stórar
sölur að baki fyrir samtals 325 milljónir
króna.
HELGI SIGURÐSSON Gríska liðið
Panathinaikos greiddi 140 milljónir króna
fyrir Helga.
ÞÓRÐUR GUÐJÓNSSON Stoppaði stutt á
Spáni þrátt fyrir að kosta Las Palmas um
190 milljónir króna.
JÓHANNES KARL GUÐJÓNSSON Real
Betis greiddi 350 milljónir króna fyrir kapp-
ann.
18-19 Markadur lesið 2.8.2005 15:47 Page 2