Fréttablaðið - 03.08.2005, Side 55

Fréttablaðið - 03.08.2005, Side 55
19MIÐVIKUDAGUR 3. ágúst 2005 Hópur fjárfesta með Kaupfélag Skagfirðinga í broddi fylkingar hefur gengið frá kaupum á Fóður- blöndunni og Bú- stólpa af Lýsi. Kaupverð fékkst ekki gefið upp. Fyrir á Kaupfélag S k a g f i r ð i n g a fóðurverksmiðj- una Vallhólma auk þess að vera einn aðaleigandi Fóður- b l ö n d u n n a r . Eyjólfur Sigurðs- son, framkvæmdastjóri Fóður- blöndunnar, segir að enn hafi ekki verið ráðið í starf forstjóra hins nýja fyrirtæk- is en því sé hins vegar ekki að leyna að með kaup- unum verði til eitt öflugasta fyrir- tæki landsins í þjónustu við bænd- ur: „Þetta verður geysilega öflugt og við teljum okkur vel í stakk búna til að takast á við samkeppni.“ -jsk KS kaupir af L‡si KAUPFÉLAG SKAGFIRÐ- INGA Hefur gengið frá kaupum á Fóðurblöndunni og Bústólpa af Lýsi. Bandaríska hugbúnaðarfyrirtækið Oracle hyggst kaupa 61 prósent hlut í ind- verska fyrirtækinu I-Flex, sem sérhæfir sig í hugbúnaðarlausnum fyrir banka. Hluturinn er metinn á tuttugu milljarða króna. 41 prósent er keypt af bandaríska fjár- festingafélaginu Citigroup Venture og tuttugu prósent af hluthöfum í Indlandi. Oracle hyggst bjóða rúma tuttugu dali á hlut. „I-Flex er heitasta hugbúnaðarfyrir- tækið í bankabransanum og hefur bætt við sig fleiri viðskiptavinum undanfarin þrjú ár en nokkurt annað fyrirtæki,“ sagði Larry Ellison, stjórnarformaður Oracle. -jsk Oracle kaupir I-Flex LARRY ELLISON, FORSTJÓRI ORACLE Oracle hefur nú keypt ind- verskt hugbúnaðarfyrirtæki á um tuttugu milljarða króna. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A FP ALDREI HÆRRI Úrvalsvísitalan sló eldra met í gær þegar hún endaði í 4.388 stig- um. Veruleg hækk- un hlutabréfa Úrvalsvísitalan hefur aldrei verið hærri, en hún endaði í 4.388 stig- um. Alls hækkaði hún um 1,9 pró- sent í viðskiptum gærdagsins. Úrvalsvísitalan hefur ekki hækkað jafn mikið milli tveggja viðskiptadaga síðan snemma í febrúar á þessu ári. Fjármálafyrirtæki drógu vagn- inn í þessum miklu hækkunum. Landsbankinn hækkaði um 7,3 prósent, Straumur um 5,2 prósent og Íslandsbanki um tæp fjögur prósent. Burðarás hækkaði svo um 3,7 prósent. - eþa TEKJUR RYANAIR AUKAST Hagnaður eykst þrátt fyrir hækkandi olíuverð. Hagna›ur Ryanair eykst Hagnaður írska lágfargjaldaflug- félagsins Ryanair jókst um 31 prósent á öðrum ársfjórðungi miðað við sama tímabil í fyrra, þrátt fyrir mikla hækkun á elds- neytisverði. Hagnaður félagsins nam 70 milljónum evra eða 5,5 milljörðum króna á tímabilinu en á sama tíma í fyrra nam hann 53 milljónum evra, rúmum fjórum milljörðum króna. Tekjur Ryanair jukust um 35 prósent á milli ára og námu alls 405 milljónum evra, sem sam- svarar 32 milljörðum króna. - dh 18-55 (18-19) viðskipti 2.8.2005 20:27 Page 3

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.