Fréttablaðið - 18.08.2005, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 18.08.2005, Blaðsíða 4
NEVE DEKALIM, AP Ísraelsher tók í gær að flytja landnema af Gaza- ströndinni á brott með valdi en ekki kom þó til harðra átaka. Ísraelskur landnemi á Vestur- bakkanum skaut fjóra Palest- ínumenn til bana. Á miðnætti í fyrrakvöld rann út fresturinn sem ísraelska rík- isstjórnin hafði gefið íbúum í landnemabyggðum Gaza-svæð- isins til flytja burt með góðu. Í gærmorgun biðu stjórnvöld hins vegar ekki boðanna heldur flykktust 14.000 hermenn inn í sex hverfi gyðinga á svæðinu: Morag, Neve Dekalim, Bedolah, Ganei Tal, Tel Katifa og Kerem Atzmona. Undir kvöld höfðu all- ar byggðirnar verið rýmdar, nema sú stærsta, Neve Dekalim. Þótt ekki hafi komið til harðra átaka á milli hermanna og mótmælenda brottflutnings- ins í gær eins og margir höfðu spáð var dagurinn engu að síður tilfinningaþrunginn. Grátandi fjölskyldur voru dregnar út af heimilum sínum og settar nauð- ugar upp í flutningabíla, heittrú- aðir gyðingar vafðir í bænasjöl streittust á móti fílefldum her- mönnum og í Morag-byggðinni var leikskóli rýmdur. Versta uppákoman varð hins vegar síðdegis á Vesturbakkan- um en þá skaut ísraelskur land- nemi fjóra Palestínumenn til bana og særði tvo. Maðurinn er sagður hafa hrifsað byssu af hermanni við vegatálma og skotið tvo palestínska farþega í bíl sínum, en hann starfar sem bifreiðastjóri, og síðan skotið hina tvo sem áttu leið þar hjá. Lögregla náði ekki að yfirbuga byssumanninn fyrr en um sein- an. Herskáir Palestínumenn hefndu árásarinnar strax í gær og skutu á Morag-byggðina. Enginn meiðsl urðu þó á fólki. Þá kveikti miðaldra kona í sjálfri sér við vegatálma lög- reglu á Vesturbakkanum til að mótmæla brottflutningnum og brenndist hún mjög alvarlega. Ariel Sharon forsætisráð- herra sagði á blaðamannafundi aðgerðirnar þyngri en tárum tæki. „Það er mjög erfitt, meira að segja fyrir mig, að horfa á þetta án þess að tárast.“ Hann skoraði á landnemana að láta af mótþróa sínum. Mahmoud Abbas, leiðtogi Palestínumanna, hvatti sitt fólk sömuleiðis til að sýna stillingu svo að flutning- arnir gengju sem greiðlegast fyrir sig. sveinng@frettabladid.is KAUP Gengisvísitala krónunnar Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR USD GBP EUR DKK NOK SEK JPY XDR 63,68 63,98 115,17 115,73 78,27 78,71 10,495 10,557 9,885 9,943 8,379 8,429 0,5794 0,5828 93,55 94,11 GENGI GJALDMIÐLA 17.08.2005 GENGIÐ HEIMILD: Seðlabanki Íslands SALA 109,4952 4 18. ágúst 2005 FIMMTUDAGUR Höfundar skýrslu saka Lundúnalögregluna um ósannindi: De Menezes var haldi› föstum HRYÐJUVERK Brasilíumaðurinn sem breskir lögreglumenn skutu til bana á neðanjarðarlestarstöð í Lundúnum í fyrra mánuði var ekki á flótta þegar hann var skot- inn, heldur gekk rólega í gegnum hlið á stöðinni. Hann var heldur ekki klæddur í þykka vetrarúlpu, líkt og lögreglan hefur haldið fram, að því er fréttavefur BBC skýrir frá. Þetta kemur fram í skýrslu lög- reglunnar um atburðinn sem lekið hefur verið til bresku sjónvarps- stöðvarinnar ITV. Í henni kemur jafnframt fram að manninum, Jean Charles de Menezes, hafi verið haldið föstum þegar hann var skotinn. Skýrslan byggir meðal annars á framburði vitna og upptökum úr öryggismyndavélum í lestarstöð- inni. Á myndunum sést De Menezes ganga rólega gegnum hlið lestarstöðvarinnar og ná sér í dagblað. Hann hljóp svo í átt að brautarpallinum þegar hann sá lestina nálgast og sat í sæti lestar- innar þegar hann var skotinn. Lögreglan hefur hvorki viljað tjá sig um skýrsluna né um lek- ann. Ættingjar De Menezes eru hins vegar að vonum æfir yfir málinu. Sagði lögmaður fjölskyld- unnar að í ljósi málsins yrði lög- regla að kasta stefnu sinni um að skjóta á grunaða hryðjuverka- menn fyrir róða. - sda Harmi slegnir landnemar fluttir á brott me› valdi Stunginn á samkomu: Munkur myrtur PARÍS, AP Stofnandi Taize-reglunn- ar svonefndu, bróðir Roger, var myrtur í fyrrakvöld á bænasam- komu, í Búrgúndarhéraði, Frakk- landi, frammi fyrir þúsundum trúaðra. Rúmensk kona hljóp upp að alt- arinu þar sem munkurinn stóð og lagði hann hnífi margsinnis. Ekki er vitað hvað henni gekk til með verknaðinum en hún er þó sögð heil á geði. Hnífinn hafði konan keypt deginum áður þannig að morðið var skipulagt. Benedikt XVI páfi hefur þegar lýst yfir harmi sínum, svo og Chirac Frakklandsforseti. Taize-reglan er kristin munka- regla sem leggur áherslu á kyrrð, kærleika og tilbeiðslu.■ Atvinnuleysi í Bretlandi eykst: Störfum í i›na›i fækkar LUNDÚNIR, AP Atvinnuleysi jókst í Bretlandi í júlí, sjötta mánuðinn í röð og er nú hið mesta í heilt ár, samkvæmt tölum frá bresku hag- stofunni. Fjöldi atvinnuleysisbótaþega er nú 866 þúsund og mælt atvinnuleys- ishlutfall er samkvæmt því 2,8 pró- sent. Atvinnuleysi í Bretlandi er 4,8 prósent, en þá er miðað við alla án atvinnu, hvort sem þeir eiga rétt á atvinnuleysisbótum eða ekki. Hagstofan skýrir fjölgunina með fækkun starfa í iðnaði en ekki hafa færri starfað við iðnað frá upphafi skráningar 1978. - sda VEÐRIÐ Í DAG 0 5 km Í S R A E L Miðjarðarhaf Gaza-borg GAZA STRIP I S R A E L 0 20 km Gólan hæðir Í S R A E L Miðjarðarhaf BYGGÐIR RÝMDAR Ísraelskar hersveitir réðust inn í Neve Dekalim og aðrar ísraelskar landnemabyggðir á Gaza í gær til að flytja land- nema og föggur þeirra frá svæðinu. Búið er að rýma allar byggðirnar nema eina. GAZA- STRÖNDIN EG YPTA LA N D NEVE DEKALIM Ísraelskar landnemabyggðir Svæði Palestínu- manna undir stjórn Ísraela. JÓRD. VESTUR- BAKKINN Jerúsalem Dauða- hafið STÆKKAÐ Heimild: AP JEAN CHARLES DE MENEZES Í skýrslu lög- reglu um atburðinn kemur fram að De Menezes hafi hvorki hlaupið undan lögreglu né verið klæddur þykkri vetrarúlpu. Prestar við Akureyrarkirkju: Tveir tilnefndir EMBÆTTI Valnefnd Akureyrar- prestakalls hefur lagt til að séra Óskari Hafsteini Óskarssyni, sókn- arpresti í Ólafsvík, og Sólveigu Höllu Kristjánsdóttur, guðfræðingi og æskulýðsfulltrúa Akureyrar- kirkju, verði veitt embætti presta við Akureyrarkirkju. Umsækjend- ur voru sjö talsins en biskup Íslands veitir embættin til fimm ára. - kk Stríðsbörn minnast stríðsloka: Eyddu æskunni í fangabú›um KÍNA, AP Á þriðja tug Breta og Bandaríkjamanna sem eyddu fjór- um árum af æsku sinni í japönskum fangabúðum í síðari heimsstyrjöld- inni heimsóttu fangabúðirnar í gær af því tilefni að sextíu ár eru liðin frá því að þeir voru látnir lausir að stríðinu loknu. Börnin voru geymd í fangabúð- um í vesturhluta Kína í fjögur ár, eða frá því í desember 1941 til 17. ágúst 1945. Alls voru 1500 stríðs- fangar í haldi í fangabúðunum sem heimsóttar voru í gær, þar á meðal konur og börn. - sda Ísraeli myrti fjóra Palestínumenn á Vesturbakkanum í gær og sær›i tvo til vi›bótar. Ekki skarst verulega í odda milli hermanna og landnema á Gaza flótt margir hef›u veri› fluttir á brott me› valdi. ÓSÁTT VIÐ BROTTFLUTNING Landnemar á Gaza-ströndinni eiga að vonum erfitt með að sætta sig við að þurfa að yfirgefa heimili sín. Flestir eru þó sammála um að Gaza tilheyri með réttu Palestínumönnum. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A P
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.