Fréttablaðið - 18.08.2005, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 18.08.2005, Blaðsíða 24
Lækkun á matarskattinum er sanngjarnasta leiðin til að lækka skatta. Hún nýtist öllum - tekju- lágum sem efnuðum - en þó hlut- fallslega mest þeim sem hafa lág- ar tekjur og mikla framfærslu. Lækkun matarskattsins er því afar góð aðferð til að auka kaup- mátt hjá öldruðum og barnafjöl- skyldum. Svo vinnur lækkun mat- arskattsins líka gegn verðbólg- unni. Vegna tengsla skulda og verðbólgu myndi því lækkun mat- arskattsins líka lækka skuldir landsmanna. Lækkun matar- skattsins er því ein ákjósanleg- asta og sanngjarnasta leiðin til að lækka skatta sem völ er á um þessar mundir. Það er merkilegt að í öllu góð- ærinu skuli stjórnarflokkarnir ein- ungis velta upp hugmyndum um breytingar á skattakerfinu sem gagnast hinum efnameiri. Stjórn- málamenn á uppleið - eins og Einar K. Guðfinnsson - leggja meira að segja til breytingar á skattkerfinu sem beinlínis vinna gegn hag tekju- lágra og millitekjufólks eins og hugmynd hans um afnám vaxta- bóta felur í sér. Þetta viðhorf varð líka ofan á þegar ríkisstjórnin sam- þykkti tekjuskattalækkun sína á síðasta þingi. Þá fengu ofurlauna- mennirnir í sinn vasa 25-30 sinnum meiri lækkun en ræstingarkonan sem heldur skrifstofunni þeirra hreinni. Á Íslandi hefur fram á allra síðustu ár verið sammæli meðal þjóðarinnar um ákveðinn jöfnuð. Þetta hefur breyst. Á síðustu árum hefur ríkisstjórnin - vitandi eða óafvitandi - stöðugt verið að færa hlutfallslega meira af sam- eiginlegum skattbyrðum yfir á herðar millitekjufólks og þeirra sem hafa lágar tekjur. Það gerist með tvennum hætti. Annars vegar með því að skattfrelsismörkin hækka ekki í takt við laun þannig að fólk með lágar tekjur er sífellt að greiða skatt af hærri hluta tekna en áður. Hins vegar er stöðugt verið að fjármagna lækk- un tekjuskattsprósentunnar með felusköttum sem birtast í hækk- unum á hvers kyns gjöldum – sem allir greiða jafnt án tillits til tekna sinna. Af þessari braut verður að snúa. Við þurfum meiri jöfnuð í okkar samfélag þar sem stöðugt er að gliðna á milli hinna efnuðu og þeirra tekjulægri. Góð leið til að vinna gegn þessari þróun er að lækka matarskattinn. Útgjöld íslenskra heimila mætti lækka um fimm milljarða ef ríkisstjórnin samþykkti tillögu Samfylkingarinnar frá síðasta þingi um um að lækka matarskatt- inn svokallaða um helming – eða úr 14 í 7%. Slík lækkun gagnast þeim hlutfallslega mest sem hafa úr minnstu að spila. Ástæðan er einföld. Allir þurfa að kaupa sér brýnar nauðþurftir einsog kjöt, mjólk, grænmeti, fisk, brauð og mjölvöru. Við höfum lagt til að það svigrúm sem er til skatta- lækkana vegna góðæris verði notað í að lækka virðisaukaskatt- inn af þessum varningi – hinn svo- kallaða matarskatt. Eftir því sem menn hafa minni ráðstöfunartekj- ur og fleiri munna að metta hækk- ar það hlutfall af ráðstöfunartekj- um fjölskyldnanna sem þarf að verja í lífsnauðsynlegan varning af þessu tagi. Lækkun matarskattsins myndi því hlutfallslega gagnast best þeim landsmönnum sem hafa lágar tekjur eða mikla framfærslu, eins og barnafjölskyldunum, öldruðum – og öryrkjum sem aldrei má nefna án þess að jakkafataliðið í verðbréfabransanum fái grænar bólur. Verðbólga er um þessar mund- ir komin á skrið. Lækkun matar- skattsins dregur úr líkum á því að hún fari úr böndum. Ástæðan er sú, að lækkun matarskattsins úr 14% í 7% mun lækka neysluvísi- töluna um allt að 0,8% skv. upplýs- ingum sem við í Samfylkingunni höfum aflað frá opinberum stofn- unum. Um leið stuðlar hún að því að lækka skuldir heimilanna – því þær eru beintengdar við verð- bólguna. Lækkun matarskattsins dregur úr verðbólgu og þar með stuðlar hún að auknum friði á vinnumarkaði. Það liggur fyrir að verkalýðshreyfingin íhugar að segja upp kjarasamningum vegna óhóflegrar verðbólgu. Lægra mat- arverð dregur úr líkum á því – um leið og slík lækkun bætir hlut- fallslega mest kjör þeirra sem minnst hafa. Er ekki kominn tími til að hugsa nú einu sinni um ræstingar- konuna umfram bankastjórann? ■ Stundum þegar þrengir að mönn- um þá gera þeir ýmislegt í fljót- færni og ógrundað. Það er óskilj- anlegt að greinin okkar í Frétta- blaðinu föstudaginn 29. júlí sl. „Er Garðasókn í gíslingu“ skuli framkalla svona sterk viðbrögð eins og gerðist í grein Helga K. Hjálmssonar í Fréttablaðinu föstudaginn 5. ágúst síðastliðinn. Það er miður að maður í hans stöðu sem gjaldkeri sóknar- nefndar skuli misnota aðstöðu sína á þennan hátt með orðum sem erfitt er að taka til baka. Kom greinin okkar eitthvað illa við hluta sóknarnefndar, djákna og prest? Eða hafa menn slæma samvisku? Undrast einhver þótt svo sé, miðað við hversu óvægin aðför þeirra hefur verið að sókn- arprestinum? Djákninn Nanna Guðrún sá sig knúna til að mæta á heimili annarrar okkar án þess að boða komu sína til að ræða skrif okkar í Fréttablaðið. Getur verið að fleiri sóknar- börn hafi fengið slíkar heim- sóknir? Geta sóknarbörn átt von á því að fá svona heimsóknir í hvert sinn sem þau segja skoðun sína? Heimili okkar er ekki vett- vangur þessarar deilu. Helgi fullyrðir í grein sinni „að allir sem að málinu komu, vildu sætt- ir og að því yrði lokið á eðlilegan hátt“. Af hverju er ekki svo? Helgi segir jafnframt að stað- reynd málsins hafi verið að sókn- arprestur hafi kært samstarfs- menn sína og krafist þess að djákninn yrði rekinn en reyndin er sú að sóknarnefnd leitaði til biskups 23. maí 2004 eftir hinn svokallaða hesthúsafund og óskaði eftir að sóknarpresti yrði sagt upp störfum. Biskup svaraði bréfi sóknarnefndar 14. júlí 2004 þar sem hann segir m.a. „ekki eru þau skilyrði fyrir hendi sem rétt- lætt geta breytingu á starfi sókn- arprestsins“. Í beinu framhaldi af bréfi biskups voru aðilar innan sóknarnefndar að senda biskupi bréf gegn sóknarpresti. Því spyrj- um við: Hvað er að þegar ekkert er að? Var ekki einhugur hjá hluta sóknarnefndar, djákna og presti? Ef svo var, af hverju skrifuðu þau biskupi bréf? Á fundi stuðningsmanna sókn- arprestsins sem haldinn var 13. júlí síðastliðinn rakti lögmaður hans, Sveinn Andri Sveinsson, málið og sagði meðal annars að sóknarpresturinn hafi alltaf vilj- að sættir, samanber svarbréf Daggar Pálsdóttur hrl. til for- manns úrskurðarnefndar þjóð- kirkjunnar 5. nóv. 2004 til sr. Hans Markúsar, þar sem hún segir m.a. „Tilefni bréfs þessa eru þau að í erindi yðar óskið þér sérstaklega eftir því að nefndin leiti sátta.“ Sóknarprestur er ekki að kæra neinn heldur að leita sátta. Á öllum stigum máls- ins hefur hann leitað eftir sáttum og síðast þegar málið var hjá áfrýjunarnefnd en gagnaðilar höfnuðu öllum sáttum þar. Það hafa aldrei verið lagðar fram sáttatillögur í máli þessu, hvorki af hendi prófasts né biskups- stofu. Fjórmenningarnir, formaður, varaformaður, djákni og prestur höfnuðu svo alfarið sáttum hjá áfrýjunarnefnd. Hvar er við- snúningurinn á sannleikanum? Það er líka með ólíkindum að lesa svo í grein Helga K. Hjálms- sonar að allan tímann hafi þau, það er hluti sóknarnefndar, vitað að aðalsafnaðarfundurinn yrði ekki haldinn fyrr en eftir til- færslu sóknarprestsins. Er það ekki undarlegt að sókn- arnefnd viti um tilfærslu sóknar- prests þegar í mars sl., löngu fyr- ir úrskurð úrskurðarnefndar og líka fyrir úrskurð áfrýjunarn- efndar? Getur verið að tengsl sóknarnefndar séu meiri við biskupsstofu þar sem Helgi, gjaldkeri sóknarnefndar er for- maður leikmannaráðs þjóðkirkj- unnar og varaformaður sóknar- nefndar er í stjórn leikmanna- skóla þjóðkirkjunnar? Var þá búið að ákveða niður- stöður málsins? Ef svo er til hvers voru þá nefndirnar? Einu gleymdi Helgi að svara, hvað með áminningarnar á fjór- menningana, af hverju fengu þau þær? Fengu þau áminningu fyrir að sóknarprestur legði þau í ein- elti? NEI! Fengu þau áminningu fyrir að sóknarprestur og ,,svo- kallaðir stuðningsmenn sem eru á villigötum héldu sókninni í gísl- ingu? NEI! Ef menn fá áminn- ingu þá er það nokkuð ljóst að þeir hafa brotið eitthvað af sér. Dapurt var hve hann talaði mikið niður til okkar og kallaði okkur „svokallaða stuðnings- menn“. Kurteisi kostar ekki neitt! Eitt erum við þó sammála Helga um „þetta er allt ein sorg- arsaga“. Höfundar eru sóknarbörn í Garðasókn. 18. ágúst 2005 FIMMTUDAGUR24 Lækkum matarskattinn strax! HELENA GUÐMUNDSDÓTTIR ODDNÝ ÞÓRA HELGADÓTTIR SKRIFA UM DEILURNAR Í GARÐASÓKN Öfugsnúinn sannleikur í Gar›asókn ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON ALÞINGISMAÐUR UMRÆÐAN MATARSKATTUR fia› liggur fyrir a› verkal‡›s- hreyfingin íhugar a› segja upp kjarasamningum vegna óhóf- legrar ver›bólgu. Lægra mat- arver› dregur úr líkum á flví – um lei› og slík lækkun bætir hlutfallslega mest kjör fleirra sem minnst hafa. Er ekki kominn tími til a› hugsa nú einu sinni um ræst- ingarkonuna umfram banka- stjórann?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.