Fréttablaðið - 18.08.2005, Blaðsíða 64
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@frettabladid.is
DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is
VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
O
G
V
2
91
83
08
/2
00
5
Komdu í verslun Og Vodafone, hringdu í 1414 eða smelltu þér á www.ogvodafone.is
fyrir nánari upplýsingar og skráningu í Og1.
SJÓNVARP
Og1 lækkar verulega kostnað heimila sem eru með GSM áskrift, Heimasíma og Internet hjá Og Vodafone.
Kynntu þér einnig ávinninginn fyrir GSM, Internet og Heimasíma.
Ég fæ Sýn í 3 mánuði
og sé öll mörkin sem liðið
mitt skorar í gemsanum!
0 kr. 0 kr. 0 kr.
Allir sem skráðir eru í Og1 fá áskrift að
Sýn fyrir 0 kr. í 3 mánuði.
Tilboðsverð 1.990 kr. á mánuði
eftir það.
Allir sem skráðir eru í Og1 geta valið sitt lið í
Enska boltanum og séð öll mörkin sem liðið
skorar í GSM-símanum fyrir 0 kr.
Allir sem skráðir eru í Og1 geta valið
sitt lið í Meistaradeildinni og séð öll
mörkin úr þeim riðli og úrslita-
keppninni í GSM-símanum fyrir 0 kr.
Sýn í 3 mánuði Enski boltinn í símann Meistaradeildin í símann
Skráning þarf að berast fyrir 1. október
JÓNS GNARR
BAKÞANKAR
Félagsleg
flroskahefta
Allt mannlegt samfélag stendur ogfellur með samskiptum. Við þurf-
um að stunda samskipti allan sólar-
hringinn. Framgangur okkar í lífinu
ræðst af hæfni okkar í samskiptum.
Við verðum að kunna samskipti til
þess að umgangast fjölskyldu okkar
og vini. Við þurfum að fást við annað
fólk allt lífið. Og þau samskipti lúta
reglum og lögmálum.
SAMT er svo lítil áhersla lögð á að
kenna fólki samskipti. Ég er ekki
bara að meina kurteisi, þótt hún sé
náttúrlega mikilvæg, heldur líka
næmni fyrir öðru fólki og tilfinningu
fyrir því hvað manneskja er og
hvernig beri að umgangast hana.
Fjöldi fólks sem hefur menntað sig til
að vinna með annað fólk, eins og
læknar, lögfræðingar og kennarar, er
oft grátlega illa að sér í mannlegum
samskiptum. Það er eins og samskipti
séu eitthvað asnalegt sem skipti ekki
máli. Því fer fjarri. Þeir sem kunna
ekki samskipti verða oft uppfullir af
óöryggi í samskiptum við fólk, sem
þeir reyna svo að hylja með hroka.
Og það er mjög sorglegt.
ÉG er einn af þúsundum Íslendinga
sem eru illa staddir í samskiptafræð-
um. Ég var örverpi og alinn upp af
gömlu fólki. Ég var sérlundaður og of-
virkur. Sex ára gamall var ég greindur
af geðlækni sem „óhæfur til sam-
skipta“. Þegar ég varð fullorðinn var
ég mjög lélegur í samskiptum. Ég
kunni ekkert að umgangast annað fólk.
Góður vinur minn kallaði mig „félags-
lega þroskaheftan“. Ég hef síðustu
árin tekið mig á og reynt að læra sam-
skipti upp á nýtt. Og ég er að læra þótt
það gangi oft hægt.
UPPELDISHLUTVERK fjölskyld-
unnar fer minnkandi. Flestir foreldrar
vinna báðir úti. Skólar og stofnanir
taka sífellt meira við uppeldi barna.
Mér finnst að skólakerfið mætti leggja
meiri áherslu á að kenna börnum sam-
skipti. Og menntaskólar mættu gera
það líka og af hverju ekki að kenna
samskipti í Háskólanum? Hvað er að
því að kenna læknanemum hvernig
maður á að umgangast fólk? Mundi
það ekki skila sér í betra heilbrigðis-
kerfi?
ÞAÐ er enginn sem er eyland. Það
geta allir bætt sig í samskiptum ef þeir
hafa áhuga á því og eru til í að leggja
sig fram. Fyrsta skrefið er náttúrlega
að viðurkenna að maður sé „félagslega
þroskaheftur“. Það er gott ráð að koma
fram við aðra eins og maður vill að þeir
komi fram við mann sjálfan.