Fréttablaðið - 18.08.2005, Blaðsíða 56

Fréttablaðið - 18.08.2005, Blaðsíða 56
Hvítkálið skorið í fjórðunga, stilkurinn fjarlægður og kálið síðan skorið í þunnar ræmur. Laukurinn saxaður smátt. Smjörið brætt á stórri pönnu og laukurinn látinn krauma í því við fremur vægan hita þar til hann er meyr. Þá er kálinu bætt á pönnuna og það látið krauma í um 5 mínútur. Hrært oft á meðan. Eplasafa og ediki hellt á pönnuna, kryddað með timjani, pipar og salti, lok lagt yfir og látið malla við vægan hita í um 5 mínútur. Síðan er lokið fjarlægt og kálið látið sjóða áfram í 2-3 mínútur, eða þar til nær allur vökvi er gufaður upp. Þessi kálréttur er sérlega góður með reyktu svínakjöti, pylsum, bjúgum o.fl. og hentar einnig með fuglakjöti og lambasteik. 1 hvítkálshaus, meðalstór 1 laukur 50 g smjör 100 ml eplasafi (einnig má nota appelsínusafa) 2 msk. eplaedik (cider vinegar) 1/2 tsk. timjan, þurrkað nýmalaður pipar salt Fleiri ljúffengar uppskriftir og fróðleikur á www.islenskt.is ÍS LE N SK A AU G LÝ SI N G AS TO FA N /S IA .I S G RA 2 85 65 06 /2 00 5 hvítkálSmjörsteikt Um síðustu mánaðamót kom nýr þýskur bjór í Vínbúðirnar sem gæti komið mörg- um skemmtilega á óvart. Hann heitir Brauperle sem mætti útleggja sem bjórperlan á okkar ástkæra ylhýra og er í 0,5 ltr dósum. Bjórinn sem er 4,8% í alkóhólmagni er einstaklega mjúkur og þægilegur í bragði. Það besta við bjórinn er þó sú staðreynd að miðað við gæði er hann á einkar lágu verði, kost- ar aðeins kr. 155 dósin. Bjórinn er bruggaður af Karlsberg brugghúsinu sem byggir á mjög gam- alli hefð sem teygir sig aftur til ársins 1777 en þá hófst bjórgerð í hinum fal- lega Karlsberg kastala. Bjórinn sem þeir framleiða hefur löngum verið þekktur fyrir gæði enda byggður á aldagamalli þýskri bjórhefð og vatnið sem þeir nota í hann þykir tært. Sem sagt einstaklega mjúkur og þægilegur bjór byggður á aldagömlum hefðum frá hjarta bjórhefðar í Þýskalandi, Bæjaralandi. Verð í Vínbúðum 155 kr. í 50 cl dós- um. 40 18. ágúst 2005 FIMMTUDAGUR Út um gluggann á risherbergi Þóreyjar Ploder Vigfúsdóttur, dansnema við Listaháskóla Ís- lands, má sjá haustið rjóða runn- ana, suma fagurrauða þótt enn sé miður ágúst. Í björtu herberginu er allt til alls; rúm og eldavél í sama rýminu. „Þess vegna steiki ég ósköp sjaldan til að fylla ekki allt af steikarbrælu, enda aðeins einn gluggi til að loftræsta,“ segir Þór- ey sem í staðinn ofnbakar heitan mat. „Annars borða ég oftast til- búið salat sem ég auðga með ýmsu úr ísskápnum og forðast elda- mennsku í herberginu. Ég á alltaf smjör og ost í ísskápnum til að hafa ofan á brauð eða hrökkkex, en þær góðu konur í Jurtaapótek- inu ráðlögðu mér um daginn að sleppa ostinum og ég hélt ég fengi hjartaáfall!“ segir Þórey hlæj- andi, því ostur er uppáhalds fæðu- tegund hennar. Eins og sönnum listamanni sæmir hefur Þórey listrænt við- horf til matargerðar. „Ég geri reyndar lítið af því að skera út tómata og gúrkur, en tel matreiðslu vera listsköpun því henni fylgir andagift. Maður ákveður ekki í dag hvað maður ætlar að borða í næstu viku; mat- arhugsunum fylgir daglegur inn- blástur þegar maður hlustar á hvað líkamann langar að neyta í morgun,- hádegis- og kvöldmat,“ segir Þórey sem gerir innkaup sjaldnast fram í tímann. „En ég er ákaflega nýtin á af- ganga, sem líka fylgir spuni að gera sæmilega máltíð úr. Eins og aðrir reyni ég að borða rétt en spái þó lítið í kolvetnainnihald og þess háttar. Mér finnst mikilvægara að máltíðin hafi fullkomna litasam- setningu og noti ég eitthvað grænt verður að tóna með eitthvað appel- sínugult eða rautt, og ég á alltaf eitthvað blátt til að hafa alla liti; set þá bláber eða vínber út í salatið. Þannig gæti rauð steik líka verið fullkomið mótvægi við hina litina, en eins gott að danskennararnir heyri ekki til mín núna,“ segir Þór- ey hláturmild, meðvituð um vellíð- an dansarans þegar hann borðar létt og dansar eins og fiðrildi þegar hann hefur minni þyngd að burðast með. Þórey gefur landsmönnum uppskrift að dásamlega haustlegu kryddbrauði sem hún segir bragðast best með rausnarlegum skammti af smjöri og klárast á augabragði glóðvolgt úr ofninum. KRYDDBRAUÐ 3 dl hveiti 3 dl haframjöl 2 dl sykur 1 tsk. matarsódi 2 tsk. kanill 1/5 tsk. negull 3 dl mjólk Þurrefnum blandað saman og síð- ast mjólkinni rólega út í. Sett í jóla- kökuform og bakað við 200˚C neðst í ofni. Haustlegt kryddbrau› me› vænni smjörklípu ÞÓREY PLODER VIGFÚSDÓTTIR Við gluggann heima í risherberginu þar sem hún bakar, sefur og iðkar dansspor við fagran undirleik útsýnis Reykjavíkurborgar. Hvaða matar gætir þú síst verið án? Ég er svo mikill matmaður og finnst allt gott en á vont með að vera án góðs kaffibolla í daglegu mataræði. Í matargerð kemur þó alltaf eitthvað annað í stað þess sem ég gæti síst verið án. Fyrsta minningin um mat? Það er soðna ýsan og kartöflurnar sem mamma stappaði saman með tómatsósu í bernskunni. Það þótti mér afskaplega góður matur. Besta máltíð sem þú hefur fengið? Bestu máltíðina fékk ég fyrr á árinu á veitingahúsinu Melton's í York á Englandi. Þar snæddum við unnusta mín nauta-carpaccio í forrétt, dýrindis fisk í aðalrétt og í eftirrétt var súkkulaðikaka með heitri sósu. Best Food Guide gaf þessum stað fimm stjörnur, enda afsannaði matargerð staðarins þá kenningu að Bretar séu óhæfir í eldhúsinu. Er einhver matur sem þér finnst vondur? Ég get fyrir enga muni borðað kúmen, sellerí og kolkrabba. Leyndarmál úr eldhússkápunum? Ég er voðalega góður að elda kjöt- bollur, svo sem ekkert leyndarmál hvernig ég fer að. Ég notast alltaf við nautahakk og bæti saman við það því sem mér dettur í hug hverju sinni. Geri þær aldrei eins og leyfi sköpunar- gáfunni að njóta sín. Hvað borðar þú til þess að láta þér líða betur? Soðin ýsa bregst aldrei ef maður er slappur í maganum eða sloj. Sama gagn gerir heill kjúklingur í ofni. Þetta er hrein og staðgóð fæða en súkkulaði er besta lækningin fyrir sálarmeinin. Hvað áttu alltaf í ísskápnum? Ég á alltaf til hnetusmjör og hindberja- sultu, en geymi þó hvorugt í ísskáp. Ef þú yrðir fastur á eyðieyju, hvaða rétt tækir þú með þér? Ég tæki með mér réttinn hennar Fran móðursystur minnar í Englandi, nokkuð sem ég gæti hugsað mér að borða í öll mál. Máltíðin sam- anstendur af heimagerðum, grilluðum kalkúnapylsum, kartöflumús og soðnu grænmeti, borin fram með brúnni sósu og kaldri myntusósa. Enginn herramannsmatur svo sem, en úff hvað hann er góður! Hvað er það skrítnasta sem þú hefur borðað? Ætli það sé ekki heiðlóan? Ég snæddi eitt sinn ljúffenga lóu í veiðikofa í óbyggðum Íslands. Ekki kjötmikill fugl en ægilega bragðgóður. MATGÆÐINGURINN GARÐAR THOR CORTES ÓPERUSÖNGVARI: Suður-ítölsk vín hafa náð tölu- verðri hylli síðari ár og framfarir í víngerð verið miklar. Vínin það- an þykja kröftug og veita mikið fyrir peningin. Casa Milani frá Puglia-héraði, í hælnum á ítalska stígvélinu, eru einkar góð kaup og með ódýrustu vínum í Vínbúðum. Vínið er múrsteinsrautt og vefur ÁTVR, www.vinbud.is, lýsir því þannig: „Góð fylling, þurrt, sýru- ríkt og tannískt með nokkuð þroskuðum, krydduðum, grösug- um keim.“ Vínið er framleitt úr þrúgunum megroamaro og mal- vasia nera. Henter einkar vel með pasta eins og skylda er fyrir ítölsk vín en það er einnig gott með kjöti og grillréttum auk þess að vera gott með mjúk- um ostum. Þetta er afar auðdrekkan- legt vín sem á að drekka ungt en það er 2002 árgangurinn sem fæst í Vín- búðum hér- lendis. Verð í Vín- búðum 790 kr. Kjötr‡r en gómsæt hei›lóa BRAUPERLE: fi‡ska perlan CASA MILANI: Flott ítalskt á 790 kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.