Fréttablaðið - 18.08.2005, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 18.08.2005, Blaðsíða 20
20 18. ágúst 2005 FIMMTUDAGUR Eldavélar eru sem fyrr algengasti brunavaldur rafmagnsbruna á heimilum en slíkir brunar voru mun algengari árið 2004 en fyrri ár sam- kvæmt úttekt Neytendastofu. Þannig voru eldavélabrunar alls 52 prósent allra rafmagnsbruna á síðasta ári en bruna- hlutfall annars rafmagnsbúnaðar var talsvert minni eða innan við tíu prósent. Tveir þættir orsaka þennan fjölda bruna í eldavélum. Ann- ars vegar hrörnun tækjanna sjálfra en verra er að 44 prósent bruna má beinlínis rekja til rangrar notkunar. Með rangri notkun er átt við að pottur eða panna er skilin eftir aðgæslu- laust á heitri hellu. Enn fremur getur auðveld- lega kviknað í hvers kyns feiti eða olíu sem verður eftir í pottum og pönnum. Fyrir utan þá hættu sem slíkt skapar fyrir ung börn er aldrei of varlega farið með rafmagns- tæki hvers konar. - aöe Kviknar oftast í út frá eldavél RAFMAGNSBRUNAR Í HEIMAHÚSUM:ÚTGJÖLDIN > ÁRLEG KJÖTNEYSLA Á HVERN ÍBÚA Á ÍSLANDI hagur heimilanna Stærðir 36-58. Áhættulaus kaup og þægilegur verslunarmáti. Pöntunarsíminn er 565 3900. Minnum á lokadaga útsölu - þrjár vörur á 7.000 krónur í verslun. Freemans og ClaMal Reykjavíkurvegi 66 • 220 Hafnarfjörður s: 565 3900 • www.clamal.is Nýju haust- og vetrarlistarnir eru komnir út glæsileg hönnun og vönduð vara. Með tilliti til þess hversu dýrar gallabuxur hafa verið hérlendis um margra ára skeið er ekki laust við að bros leiki um varir þegar fregnir berast af því að bandarísk- ir neytendur hafi fengið sig fullsadda af því sem þeir kalla gallabuxnabólu. Verð á tískugallabuxum þar vestra hefur nefnilega verið að ná nýjum hæðum síðustu mánuði og hafa þær allra vinsælustu kostað frá 15-20 þúsund krónum eða ekki ósvipað og Íslendingar hafa greitt fyrir góðar gallabuxur um árabil. Eru nú blikur á lofti með sölu og hafa allflestar verslanir lækkað verð sitt umtalsvert. ■ Lögmaður Neytendasamtak- anna kannar nú lögmæti þess að loka fyrir þann möguleika að greiða áskrift að stöðvum bresku stöðvarinnar SKY með íslenskum kreditkortum. Fyrr verður ekki gripið til aðgerða. Þetta segir Jóhannes Gunn- arsson, formaður samtakanna, sem hafa gagnrýnt þá tilhögun Smáís, samtaka rétthafa á Ís- landi, að ná samkomulagi við SKY um að loka á íslensk kort í því skyni að gera áskrifendum erfiðara um vik að greiða mán- aðarleg gjöld sín. Töluverður fjöldi Íslendinga hefur þann búnað sem til þarf og herma heimildir Fréttablaðsins að ás- krifendur SKY hér á landi séu vart færri en tvö þúsund tals- ins. Svar mun að sögn Jóhannes- ar liggja fyrir á næstu dögum en þangað til verður ekkert að gert. - aöe Bandaríkin: Verðfall á gallabuxum Áskriftir að SKY-sjónvarpsstöðinni: Lögmæti lokana kannað Samkvæmt tölum úr opinberri bandarískri slysakrá sem nær aftur til ársins 1975 er dánartíðni barna tveggja ára og eldri ekki minni í barnabílstólum en í venju- legum bílbeltum. Þetta kemur fram í grein hag- fræðinganna Steven D. Levitt og Stephen J. Dubner í bandaríska dagblaðinu New York Times í síð- asta mánuði en þeir félagar hafa hlotið talsverða frægð undanfarin misseri fyrir að greina hversdags- lega hluti út frá hagfræðilegum sjónarmiðum. Þeir yfirfóru umrædda slysa- skrá auk þess sem þeir létu fara fram prófanir á bílstólum annars vegar og bílbeltum hins vegar og eru niðurstöður þeirra á sama veg; barnabílstólar veita ekki það mikla umframöryggi sem margir vilja vera láta. Er þá eingöngu verið að líta til barna tveggja ára og eldri en óumdeilt er að bílstólar eru nauðsynlegir öllum yngri börnum en það. -aöe Niðurstöður bandarískrar slysaskrár um barnabílstóla: Ekki endilega öruggari FR ÉT TA B LA Ð IÐ /T EI TU R SKEMMDIR EFTIR BRUNA Í ELDAVÉL Ný úttekt Neytendastofu leiðir í ljós að rafmagnsbrunar í eldavélum stafa oft af rangri notkun. Leikskólagjöldin eru lægri á Akureyri Bæjaryfirvöld í höfu›sta› Nor›urlands gera betur vi› barnafólk en bæjarfélög su›- vestanlands. Árlegur leikskólakostna›ur foreldra er allt a› 40 flúsund krónum lægri. NEYTENDUR Foreldrar á Akureyri greiða rúmlega 30 prósentum lægra leikskólagjald fyrir börn sín þennan veturinn en foreldrar í sveitarfélögum suðvestanlands. Munar allt að 40 þúsund krónum að hafa barnið í leikskóla í níu mánuði fyrir norðan en á þéttbýl- asta svæði landsins. Ástæðan er sú að bæjarráð Akureyrar ákvað í vor að lækka leikskólagjöld yfir línuna um 25 prósent og gildir sú lækkun fyrir alla. Ekki er nóg með að gjöldin séu mun lægri þar heldur er mat- arkostnaður hvers barns á Akur- eyri einnig lægri á mánaðargrund- velli og munar þar tæpum tvö þús- und krónum miðað við Kópavog þar sem gjaldið er hæst. Að öðru leyti bjóða þau bæjar- félög sem könnuð voru svipuð kjör. Einstæðir foreldrar fá alls staðar góðan afslátt frá því verði sem hjón eða sambúðarfólk greiðir og af- slættir eru ennfremur veittir séu fleiri börn úr einni og sömu fjöl- skyldunni á leikskóla. Allir greiða þó fullt gjald fyrir fæði en allir leik- skólar bjóða upp á morgunverð, há- degisverð og létt snarl síðdegis fyrir þá sem þess þurfa. Foreldrar geta á öllum stöðum ákveðið hversu lengi börn þeirra dvelja dag hvern og er tímabilið allt frá fjórum klukkustundum og er mest níu og hálfa klukkustund dag hvern. Samkvæmt meðfylgjandi töflu er þannig dýrast að hafa barn á leik- skóla í Hafnarfirði en þar kostar níu mánaða dvöl fimm klukkustundir á dag 171 þúsund krónur. Kópavogur kemur næstur með tæpar 170 þús- und krónur en kostnaðurinn hjá öðr- um sveitarfélögum er frá 165 þús- undum króna. Akureyri er svo ódýr- ast en kostnaður þar fyrir sambæri- lega þjónustu er rétt rúm 130 þús- und krónur. albert@frettabladid.is MISDÝRIR SKÓLAR Foreldrar barna suðvestanlands greiða mun hærri leikskólagjöld en foreldrar á Akureyri en mismunurinn helgast af þeirri ákvörðun bæjarráðs Akureyrar að lækka gjöldin um 25 prósent í vor sem leið. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /H AR I Leikskólagjöld 2005/2006* Almennt grunngjald pr. klst. Afsláttur einstæðra foreldra Gjald fyrir hádegisverð pr. mán 5 klst. á dag með morgun- og hádegisverði Samtals níu mánaða leikskólavist * m.v. eitt barn Seltjarnarn. 2.970 40% 2.730 18.630 167.670 Reykjavík 2.800 40% 3.400 18.540 166.860 Garðabær 3.040 30% 3.260 18.460 166.140 Hafnarfj. 2.820 40% 3.500 19.000 171.000 Kópavogur 2.936 35% 4.200 18.880 169.920 Akureyri 2.134 40% 2.563 14.514 130.626 Álftanes 2.628 40% 3.500 18.390 165.510 SKY Margt af því efni sem sýnt er á sjónvarpsstöðvum SKY er bundið höfundarrétti hérlendis. N au ta kj öt La m ba kj öt H ro ss ak jö t Sv ín ak jö t A lif ug la kj öt 21,9 KG. 12,5 KG. 1,7 KG. 20,6 KG. 18,8 KG. HEIMILD: HAGSTOFA ÍSLANDS: TÖFLUR FRÁ 2003 EKKI ÖRUGGARI Slysaskrár 30 ár aftur í tímann gefa ekki til kynna að barnabíl- stólar séu öruggari en venjuleg bílbelti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.