Fréttablaðið - 18.08.2005, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 550 5000
BJARTARA SYÐRA Yfirleitt fremur
skýjað á landinu og hætt við smá súld eða
skúrum með ströndum. Rofar til sunnan og
vestan til. Hiti 8-15 stig, hlýjast suðaustan til.
VEÐUR 4
FIMMTUDAGUR
18. ágúst 2005 - 221. tölublað – 5. árgangur
Haustlegt kryddbrauð með
vænni smjörklípu
Þórey Ploder Vigfúsdótt-
ir, dansnemi við Lista-
háskóla Íslands, er mik-
ið fyrir að ofnbaka
heitan mat og er nýtin á
afganga. Hún gefur
lesendum uppskrift
að dásamlegu
kryddbrauði.
MATUR 40
▲
VEÐRIÐ Í DAG
Stútfullur
BT bæklingur
fylgir blaðinu
í dag!
2 dagar í hlaupið
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/
S
ÍA
-
3
4
2
6
KRISTÍNA BERMAN
N‡li›i í Verksmi›junni
● tíska ● heimili
Í MIÐJU BLAÐSINS
Nýtt
Hagkaupsblað
fylgir Fréttablaðinu í dag
Sannfærandi sigur á Suður-
Afríkubúum í gær
Íslenska landsliðið vann 4–1 sigur á
Suður-Afríku á
Laugardals-
vellinum í gær og
hefur unnið tvo
síðustu leiki sína
með markatölunni
8–2.
ÍÞRÓTTIR 30
Mannekla á leikskólum:
Fleira ófaglært
fólk rá›i›
LEIKSKÓLAR Fjöldi umsókna um
störf á leikskólum Reykjavíkur-
borgar barst Menntasviði borgar-
innar í gær að sögn Gerðar G.
Óskarsdóttur, sviðsstjóra Mennta-
sviðs.
Enn vantar þó tvo starfsmenn
á hvern leikskóla í borginni að
meðaltali, en samtals eru milli 140
og 150 störf laus að sögn Gerðar.
Hún segir að að öllum líkindum
verði að ráða fleira ófaglært
starfsfólk til leikskólanna.
Gerður telur þó viðbúið að
grípa þurfi til aðgerða á nokkrum
leikskólum í Grafarvogi, þar sem
ástandið er verst.
- ht / sjá síðu 2
Lækkum matarskattinn
Lækkun á matarskattinum er sanngjarn-
asta leiðin til að lækka skatta. Hún nýtist
öllum – tekjulágum sem efnuðum - en þó
hlutfallslega mest þeim sem hafa lágar
tekjur og mikla framfærslu. Lækkun matar-
skattsins er því afar góð aðferð til að auka
kaupmátt hjá öldruðum og
barnafjölskyldum. Þetta
segir Össur Skarphéðins-
son alþingismaður í grein í
blaðinu í dag.
UMRÆÐAN 24
Allir sakborningar
ítreku›u sakleysi
JÓN ÁSGEIR JÓHANNESSON, FORSTJÓRI BAUGS Jón Ásgeir gengur frá Héraðsdómi Reykjavíkur eftir að Baugsmálið var þingfest í gær.
Hann segir að margvísleg gögn verði lögð fram við réttarhöldin sem sýni fram á og sanni sakleysi ákærðra.
Ákæra gegn Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, forstjóra Baugs, og fimm ö›rum var
flingfest í Héra›sdómi Reykjavíkur í gær. Verjandi telur a› máli› taki allt a›
mánu› í flutningi fyrir dómi. Fjölskipa›ur dómur dæmir í málinu í undirrétti.
DÓMSMÁL Mál ákæruvaldsins gegn
Jóni Ásgeiri Jóhannessyni forstjóra
Baugs, Jóhannesi Jónssyni í Bónus
og fjórum öðrum var þingfest í Hér-
aðsdómi Reykjavíkur í gær.
Pétur Guðgeirsson héraðsdóm-
ari setti réttinn en að því búnu rakti
Jón H. Snorrason saksóknari ákær-
urnar í fjörutíu liðum. Sakborningar
voru allir viðstaddir og hlýddu á
þegar ákæran var lesin upp. Dómari
spurði sakborninga hvort ákærurn-
ar væru réttar og svöruðu þeir allir
sem einn að þær væru rangar og
lýstu sakleysi sínu.
„Þetta tekur fimm ár úr ævi
okkar en það er í lagi að lifa með
því. Við erum sannfærð um sak-
leysi okkar,“ sagði Jóhannes
Jónsson í Bónus að lokinni þing-
festingu málsins.
Jón Ásgeir Jóhannesson, for-
stjóri Baugs, sagði að fyrir dóm-
inn kæmu margvísleg gögn sem
sönnuðu sakleysi ákærðra.
Jón H. Snorrason saksóknari
vildi lítið tjá sig við fjölmiðla þeg-
ar hann gekk úr dómssal og kvaðst
láta nægja að fjalla um málið þar.
Dómurinn í Baugsmálinu
verður fjölskipaður. Meðdómend-
ur Péturs Guðgeirssonar verða
Arngrímur Ísberg héraðsdómari
og Garðar Valdimarsson hæsta-
réttarlögmaður og löggiltur end-
urskoðandi.
Svonefnt milliþinghald verður
20. október næstkomandi, þar verð-
ur ákveðið hvenær málið verður
tekið fyrir og meðferð þess hefst.
Ekki er búist við því að það verði
fyrr en í fyrsta lagi í nóvember.
Gestur Jónsson, verjandi Jóns
Ásgeirs Jóhannessonar, segir að
sakborningar leggi ekki fram gögn
til varnar sakborningum fyrr en
við upphaf meðferðar málsins.
„Við eigum von á því að aðal-
meðferð hefjist annaðhvort í nóv-
ember eða að öðrum kosti í janúar.
Ef takast má að ljúka aðalmeðferð
málsins fyrir áramót má hún varla
hefjast síðar en 15. nóvember.“
Gestur telur að málið geti tekið
allt að fjórar vikur í flutningi enda
séu málsgögn gríðarleg að vöxt-
um.
Fjöldi innlendra og erlendra
myndatöku-, blaða- og fréttamanna
fylgdist með þingfestingu Baugs-
málsins í gær og var dómssalurinn
þéttskipaður.
- jh / sjá síður 12 og 13
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/E
.Ó
L
Stórtónleikar Rásar 2
og Rau›a krossins
20.45
● Þétt dagskrá á laugardaginn
▲
FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG
Landnemar á Gaza:
Íbúar fluttir
me› valdi
MIÐ-AUSTURLÖND Ísraelsher tók í
gær að flytja íbúa landnema-
byggða á Gaza-ströndinni á brott
með valdi en frestur þeirra til að
taka föggur sínar sjálfviljugir
rann út á miðnætti í fyrrinótt.
Hermennirnir mættu kröftugum
mótmælum íbúanna en ekki kom
þó til neinna verulegra átaka. Hins
vegar voru flestir í miklu tilfinn-
ingalegu uppnámi, bæði land-
nemar og hermenn. Meira að
segja Ariel Sharon forsætis-
ráðherra kvaðst varla hafa getað
horft á brottflutninginn ógrátandi.
Undir kvöld var búið að rýma
allar landnemabyggðirnar nema
þá stærstu, Neve Dekalim.
Á Vesturbakkanum gekk
Ísraeli berserksgang og skaut
fjóra Palestínumenn til bana í
mótmælaskyni við brottflutning-
inn. Herskáir Palestínu-menn tóku
þegar að hefna morðanna í gær
með árásum á byggðir landtöku-
manna á Gaza. Enginn meiddist þó
í þeim árásum.
- shg / sjá síðu 4
STJÓRNMÁL Á fundi fulltrúaráðs
Samfylkingarinnar í gær var
stjórn þess falið að móta hug-
myndir um hvernig staðið skuli
að framboðsmálum Samfylking-
arinnar í Reykjavík fyrir næstu
borgarstjórnarkosningar. Skulu
hugmyndir um tilhögun fram-
boðsins lagðar fyrir fulltrúaráðs-
fund í september. Upphafið að
kosningabaráttu Samfylkingar-
innar verður á borgarmálaráð-
stefnu sem haldin verður í byrj-
un september.
„Það stendur ekki annað til en
að Samfylkingin bjóði fram sér,”
sagði Steinunn Valdís Óskars-
dóttir borgarstjóri í kvöldfrétt-
um Sjónvarpsins í gærkvöld.
Stefán Jón Hafstein, borgar-
fulltrúi R-listans, sagði fulltrúa-
ráðsfundinn hafa verið góðan.
„Við teljum möguleika Samfylk-
ingarinnar svo mikla að ekki
þurfi að gráta örlög R-listans,“
sagði hann.
Fulltrúaráð Samfylkingarinn-
ar í Reykjavík telur að með
ákvörðun félagsfundar Vinstri
grænna á mánudag þar sem
Vinstri grænir ákváðu að fara
fram í eigin nafni, hafi verið
bundinn endi á það farsæla sam-
starf sem félagshyggjufólk hef-
ur haft í Reykjavík undanfarin
tólf ár. - hb / th
Fulltrúaráð Samfylkingarinnar í Reykjavík fundaði í gærkvöld:
Samfylkingin b‡›ur ein fram