Fréttablaðið - 18.08.2005, Blaðsíða 27

Fréttablaðið - 18.08.2005, Blaðsíða 27
3FIMMTUDAGUR 18. ágúst 2005 Sælgætislampar og koddaver Cul8r opnar nýja vefverslun þar sem meðal annars er hægt að kaupa Barbapapa-vörur. Ný íslensk vefsíða með vörur fyrir börn og heimili opnaði nýverið á slóðinni www.cul8r.is. Fyrirtækið cul8r hefur ver- ið til í tæpt ár og hingað til hafa vörurnar verið seldar í heimasölu en nú verða þær fáanlegar í gegnum vefverslun síðunnar. Megináherslan er lögð á börn í vöruvalinu og er úrval af barnavögnum og barnafatn- aði, ásamt stólum, borðbúnaði, teppum, veggmyndum, sælgætislömpum, hillum, koddaverum og fleira. Cul8r flytur einnig inn og selur hinar vinsælu Barbapaba-vör- ur og má meðal annars finna Barbapapa- ísskáp og brauðrist ásamt öðrum Bar- bapaba-hlutum bæði til skrauts og gagns. Á vefsíðunni fæst meðal annars þessi barnastóll fyrir unga- börn. Á síðunni má finna þessa Barbapaba brauðrist sem ristar www.bergis.is Nánari upplýsingar: Njótum rökkursins, kveikjum á Broste kertum. Jón Bergs son ehf Kletthálsi 15 - Sími: 588 8886 T i l b o ð Granit garðborð þvermál 1,60 mtr. / Beige Kr. 59.900,- Nuddpottar: Softub og Marquis spas Lok á potta: SunStar Garðhús: UnoSider og IPC Granit: Hellur, garðkúlur og garðborð Bjálkahús: Kenomee Skreyttar servíettur Einfalt band og kryddjurtir geta gerbreytt stemningunni á veisluborðinu. Kaffibolli í Múmíndal SKEMMTILEGIR MÚMÍNÁLFABOLL- AR FÁ ITTALA. Múmínálfarnir litlu sem rithöf- undurinn Tove Janson skapaði hafa lengi glatt hjörtu barna um allan heim. Margir muna eflaust eftir því að hafa lesið um ævintýri á unga aldri og ófá börn hafa fallið fyrir þess- um heillandi verum bæði í bókum og teiknimyndum. Finnska hönnunarfyrir- tækið Ittala hannaði þessa skemmti- legu bolla með myndum af Múmín- álfunum og vinum þeirra. Bollarnir eru úr gæðapostulíni og ættu að endast um aldur og ævi þannig að Múmínálf- arnir geta glatt unga sem aldna við matarborðið um ókomin ár. Bollarnir fást í versluninni Búsáhöld í Kringlunni. Á vefsíðunni fæst meðal annars þessi barnastóll fyrir ungabörn. Á síðunni má finna þessa Bar- bapaba brauðrist sem ristar hjarta í brauðið. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /N O R D IC P H O TO /G ET TY Lífgaðu upp á veisluborðið með því að binda blóm eða laufblöð utan um samanbrotnar tauserví- ettur. Hægt er að nota einfalt band sem fæst í byggingavöru- verslun og klippa smáar greinar af trjánum í garðinum. Með hvítum tauservíettum er fallegt að nota litaðan borða og blóm. Einnig er sniðugt að nota þær kryddjurtir sem notaðar voru við matargerðina til að skreyta serví- etturnar og borðið, því oftar en ekki gefa þær góðan ilm og for- smekkinn af því sem koma skal. Hversdagslegar servíettur fá á sig veislubrag með smá hugmyndaflugi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.