Fréttablaðið - 18.08.2005, Blaðsíða 49

Fréttablaðið - 18.08.2005, Blaðsíða 49
FÓTBOLTI Í nýútkominni bók sinni greinir John Terry, fyrirliði Chel- sea, frá þeirri angist sem greip um sig meðal leikmanna liðsins eftir að þeir féllu úr Meistara- deildinni gegn Liverpool í undan- úrslitum, annað árið í röð í vor og segir að tapið hafi fengið hvað mest á þrjá leikmenn liðsins. „Við vorum vissir um að við næð- um að sigra Liverpool og allir voru að segja að þetta yrði árið okkar. Stemmingin á þessum leik var sú rosalegasta sem ég hef orð- ið vitni að á ferlinum og hárin risu á handleggjunum á mér þegar ég heyrði söng áhorfendanna þegar ég gekk inn á völlinn. Þegar það lá hins vegar fyrir að við hefðum tapað á Anfield, greip um sig örvænting sem ég á erfitt með að lýsa,“ sagði Terry. „Ég táraðist þegar Eiður Smári brenndi af úr síðasta færi okkar í uppbótartíma og ljóst var að við hefðum tapað. Það er átakanlegt þegar fullorðnir menn brotna svona niður eftir að þeir missa af takmarki sínu. William Gallas var frávita af örvæntingu og það sama má segja um okkur Eið Smára. Við grétum og vorum algerlega í rusli eftir þetta. Þjálfarinn sagði okkur að okk- ar tími ætti eftir að koma í Meist- aradeildinni, en það stoðaði lítið á þessari stundu. Þetta var versti dagur í lífi mínu sem fótbolta- manns,“ sagði John Terry í bók sinni sem selst væntanlega eins og heitar lummur næstu daga í Bretlandi enda er Terry óhemju vinsæll leikmaður. - bb FIMMTUDAGUR 18. ágúst 2005 33 LEIKIR GÆRDAGSINS Undankeppni HM 2006: 1. RIÐILL: Makedónía-Finnland 0–3 0–1 Eremenko (7.), 0–2 Eremenko (45.), 0–3 Roiha (87.). Rúmenía-Andorra 2–0 1–0 Mutu (29.), 2–0 Mutu (40.). 2. RIÐILL: Kasakstan-Georgía 1–2 3. RIÐILL: Lettland-Rússland 1–1 Liechtenstein-Slóvakía 0–0 4. RIÐILL: Færeyjar-Kýpur 0–3 0–1 Konstantinou (39.), 0–2 Konstantinou, víti (86.), 0–3 Krassas (90.). Vináttulandsleikir: Úkraína-Serbía og Montenegro 2–1 1–0 Rebrov (61.), 2–0 Nazarenko (72.), 2–1 Kezman (90.). Ungverjaland-Argentína 1–2 0–1 Maxi (17.), 1–1 Torghelle (29.), 1–2 Heinze (62.). Eistland-Bosnía 1–0 1–0 Viikmäe (35.). Búlgaría-Tyrkland 3–1 0–1 Tekke (21.), 1–1 Berbatov (24.), 2–1 Petrov (38.), 3–1 Berbatov (43.). Noregur-Sviss 0–2 0–1 Frei (50.), 0–2 sjálfsmark (59.). Danmörk-England 4–1 1–0 Rommedahl (60.), 2–0 Tomasson (63.), 3–0 Gravgaard (67.), 3–1 Rooney (87.), 4–1 Larsen (90.). Malta-Norður Írland 1–1 0–1 Healy (9.), 1–1 Woods (35.). Pólland-Ísrael 3–2 1–0 Szymkowiak (19.), 1–1 Badir (35.), 1–2 Katan (46.), 2–2 Rasiak (77.), 3–2 Rasiak (89.). Belgía-Grikkland 2–0 1–0 Mpenza (19.), 2–0 Mpenza (24.). Svíþjóð-Tékkland 2–1 1–0 Larsson (20.), 1–1 Koller, víti (22.), 2–1 Rosenberg (25.). Austurríki-Skotland 2–2 0–1 Miller (5.), 0–2 O´Connor (39.), 1–2 Ibertsberger (83.), 2–2 Standfest (87.). Holland-Þýskaland 2–2 1–0 Robben (3.), 2–0 Robben (46.), 2–1 Ballack (49.), 2–2 Asamoah (81.). Írland-Ítalía 1–2 0–1 Pirlo (10.), 0-2 Gilardino (31.), 1–2 Red (32.). Wales-Slóvenía 0–0 Frakkland-Fílabeinsströndin 3–0 1–0 Gallas (27.), 2–0 Zidane (62.), 3–0 Henry (66.). Króatía-Brasilía 1–1 1–0 Kranjcar (32.), 1–1 Ricardinho (42.) Spánn-Úrúgvæ 2–0 1–0 Sjálfsmark (25.), 2–0 Vicente, víti (38.) Portúgal-Egyptaland 2–0 1–0 Meira (50.), 2–0 Postiga (70.). Landsbankadeild kvenna: Valur–ÍBV 3–1 0–1 Olga Færseth (24.), 1–1 Laufey Ólafsdóttir (57.), 2–1 Guðný Óðinsdóttir (68.), 3–1 Margrét Lára Viðarsdóttir (71.). STAÐA EFSTU LIÐA: BREIÐABLIK 12 11 1 0 37–8 34 VALUR 12 10 0 2 53–13 30 KR 12 7 1 4 38–16 22 ÍBV 12 7 0 5 36–26 21 MARKAHÆSTAR: Margrét Lára Viðarsdóttir, Val 21 Hrefna Huld Jóhannesdóttir, KR 12 Laufey Ólafsdóttir, Val 11 Bryndís Jóhannesdóttir, ÍBV 9 Hólmfríður Magnúsdóttir, ÍBV 9 Nína Ósk Kristinsdóttir, Val/Keflavík 9 Greta Mjöll Samúelsdóttir, Breiðabliki 9 HLÁTUR OG GRÁTUR Eiður og Terry gátu glaðst yfir Englandsmeistaratitlinum, en vonbrigðin á Anfield fengu mikið á þá. FRÉTTABLAÐIÐ/NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES John Terry, fyrirliði Chelsea, hefur gefið út bók: Vi› Ei›ur grétum saman
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.