Fréttablaðið - 18.08.2005, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 18.08.2005, Blaðsíða 31
7FIMMTUDAGUR 18. ágúst 2005 Þeir sem ganga með gleraugu kannast flestir við það að fá leið á gleraugunum sínum eða finn- ast þeir þurfa að eiga nokkur til skiptanna og flestir leitast við að kaupa einföld og látlaus gler- augu svo þau gangi örugglega við öll fötin í fataskápnum. Franski sjóntækjafræðingurinn Patricia Charmoille tókst á við þetta vandamál með því að hanna nýja tegund af gleraugum. Í grunninn eru þau einföld og lát- laus en hægt er að poppa þau upp með því að setja á þau litríkar klemmur sem smellt er utan um umgjörðina og á einu andartaki er búið að gerbreyta útlitinu. Úr- valið af klemmum er mikið og reglulega koma nýir litir og form. Gleraugun sem hún hann- aði heita Zenka og hafa unnið til virtra hönnunarverðlauna og vakið mikla eftirtekt. Á vefsíð- unni www.zenka.fr er hægt að skoða þessi gleraugu enn frekar en hérlendis fást þau hjá Optic Reykjavík í Hamrahlíð 17. Grunnumgjörð ásamt einni klemmu kostar 23.900 en auka- klemmur eru í kringum 3.900 kr. stykkið. Í París samanstendur fataskápurinn minn af einum góðum jakkaföt- um frá YSL, öðrum frjálslegri frá H&M, nokkrum stökum jökkum og buxum (það verður að segjast eins og er að ég er ekki mikið fyr- ir jakkaföt). Svo eru það gallabuxur og bolir í öllum litum og gerð- um. Fyrir sumarið nokkrar kvartbuxur, stuttbuxur og hlýrabolir, auk buxna úr hör. Í Suður-Frakklandi væri þessi fataskápur allt ann- ar þar sem stór hluti hans væri helgaður sumrinu, meira af hör, jakkaföt úr hör, skyrtur og buxur. Og sandalar, bæði fallegir kvöldsandalar og svo sportlegir svo hægt sé að fara á hjóli eða vespu á ströndina eða ganga á klettóttum ströndum. Sandalar með böndum í kross og aðrir með bandi milli stóru tánna og hinna, tong eins og við köllum þá hér. Í verslunum suðurfrá er tískan alls ekki sú sama og hér í París. Auðvitað bjóða tískuhúsin upp á sömu tískulínur og annars staðar en innkaupin eru ekki þau sömu, innkaupastjórar velja léttari og sum- arlegri vörur fyrir tískuhúsin syðra enda annað ekki hægt, fötin myndu einfaldlega ekki seljast væru þau ekki í takt við sumarhit- ann. Það er eðlilegt í loftslagi þar sem hitinn nálgast oftar en ekki þrjátíu gráður og vetur stendur ekki yfir nema nokkra mánuði. Sá vetur er ólíkur gráum og rökum vetrinum í höfuðborginni, hvað þá gaddi og stórhríð á Íslandi. Það nægir að rölta um verslunarhverfi Marseille eða Nice til að sjá hvað líf fólks er ólíkt sem skilar sér í klæðaburði þó búðirnar milli borga séu ólíkar eftir því hvort íbúarn- ir eru efnaðir eða ekki. Íbúar Nice, Cannes og Monte-Carlo í Mónakó eru miklu efnaðri en íbúar Marseille og Montpellier, svo dæmi séu tekin, og draga að sér ríkari ferðamenn. Þess vegna eru miklu fleiri lúxusbúðir í þessum borgum en hinum fátækari. Í kvenfataverslun- um eru aðeins hlýrakjólar og toppar úr léttum efnum, varla lokaða skó að sjá, aðeins sandala í öllum formum og gerðum, úr leðri eða jafnvel gúmmíi með brasilíska fánanum eins og er aðaltískan í sum- ar, eða með svarowski-steinum fyrir hanastélsboð á kvöldin. Stíll karlmanna er sömuleiðis ansi ólíkur því sem gerist hér í Par- ís. Ekki aðeins eru það efnin sem eru ólík heldur eru litirnir miklu sterkari, líkt og gerist með húsin í suðri, meira af gulu, gulrauðu, bleiku og jafnvel rauðu. Karlmenn í suðri bera sömuleiðis miklu meira af skartpripum, hringjum, hálsmenum og armböndum, miðað við það sem gerist í norðri. „Latinlovers“ í suðri hafa ekki of miklar áhyggjur af karlmennskuímyndinni og eru jafnvel óhræddari en tískupinnar höfuðborgarinnar við að klæða sig með áberandi hætti. Úr háborg tískunnar BERGÞÓR BJARNASON SKRIFAR FRÁ PARÍS Í sól og sumaryl Margra manna maki Frönsku Zenka-gleraugun eru skemmtileg nýjung sem gerir fólki kleift að breyta um útlit eins og hendi sé veifað og eitt par af gleraugum getur nýst sem mörg. » FA S T U R » PUNKTUR Í grunninn eru gleraugun einföld og lát- laus. Zenka-gleraugun samanstanda af einni grunntýpu og klemmum sem hægt er að smella á þau til að breyta útlitinu. Hérna hefur græn klemma verið sett á umgjörðina. Hérna hefur appelsínugulum lit verið bætt á gleraugnaumgjörðina.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.