Fréttablaðið - 18.08.2005, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 18.08.2005, Blaðsíða 46
18. ágúst 2005 FIMMTUDAGUR > Vissir þú að... ... ísland hefur ekki tapað landsleik í ágústmánuði í heilan áratug eða síðan að Svisslendingar unnu 0-2 sigur á Laugar- dalsvellinum 16. ágúst 1995. Síðan þá hefur Ísland leikið tíu leiki í áttunda mánuði ársins, unnið níu þeirra (fjóra í röð) og gert eitt jafntefli. Markatalan í þeim er 25–6, Íslandi í vil. Úrvalsdeildarsæti undir ... KA tekur á móti Víkingum í 1. deild karla í kvöld í hálfgerðum úrslitaleik um hvort liðið kemst upp í Landsbanka- deildina. Breiðablik er svo gott sem búið að tryggja sér sætið en liðið hefur 11 stiga forskot á næstu lið, Víkingar eru í 2. sæti með 29 stig og KA-menn hafa 27 stig í 3. sætinu. Það verður því mikið fjör á Akureyrarvelli í kvöld klukkan 19.00. sport@frettabladid.is 30 > Við hrósum ... .... íslenska landsliðinu sem hefur sýnt mikil batamerki í síðustu leikjum. Íslensku strákarnir hafa nú unnið tvo leiki í röð með markatölunni 8–2 og eru til alls líklegir fyrir leiki haustsins þar sem verkefnið verður þó mun erfiðara en gegn Möltu og Suður-Afríku. Íslenska landsli›i› vann afar sannfærandi 4-1 sigur á arfaslöku s-afrísku li›i í vináttuleik á Laugardalsvell- inum í gærkvöld. Mikil batamerki voru á leik íslenska li›sins og lofar frammista›an gó›u. Suður-Afríka átti aldrei möguleika FÓTBOLTI Lítið kom á óvart í byrjun- arliði Íslands í leiknum í gærkvöld. Þjálfararnir héldu sig við 4-5-1 leikkerfið frá því í síðasta leik liðs- ins gegn Möltu og lék Eiður Smári Guðjohnsen sem fremsti maður á miðjunni fyrir aftan Heiðar Helgu- son. Íslenska liðið sótti nokkuð hart að S-Afríkumönnum frá fyrstu mínútu og það var greinilegt að það átti ekki að leggjast í neinn varnarleik. Leikaðferð S-Afríku verður seint talin vera hefðbundin; liðið leikur afar svæfandi knatt- spyrnu með allt að sex miðjumenn sem náðu skiljanlega að spila ágætis reitabolta sín á milli gegn fjórum miðjumönnum Íslands. En sóknartilburðir þeirra voru afar litlir og ekki bar á öðru en að ís- lensku leikmennirnir nytu sín vel gegn slíkum leikstíl. Það var síðan staðfest á 25. mínútu þegar Grétar Rafn Steinsson kom Íslendingum verðskuldað yfir með fínum skalla eftir fyrirgjöf Indriða Sigurðsson- ar. Þremur mínútum síðar jafnaði Delron Buckley metin úr fyrsta umtalsverða marktækifæri gest- anna með því að fylgja eftir skoti Benni McCarthy. Markið var kolólöglegt þar sem Buckley var augljóslega rangstæður þegar skot McCarthy reið af. David McKeon, írskur dómari leiksins, gerði okkur hins vegar grikk, með því að dæma markið gilt, og var það í annað sinn í leiknum þar sem skömmu áður hafði hann neitað Kára Árnasyni um augljósa vítaspyrnu. Mörkin tvö voru það besta sem gat komið fyrir leikinn og blésu svo sannarlega nýju lífi í hann; Eiður Smári og Heiðar Helguson fengu báðir gullið tækifæri til að skora í sömu sókninni á 31. mínútu en Hans Vonk í marki S-Afríku varði meistaralega í tvígang. Hann kom þó engum vörnum við á 42. mínútu þegar Arnar Þór Viðars- son, af öllum mönnum, kom Íslend- ingum yfir á ný eftir góðan undir- búning Eiðs Smára. Síðari hálfleikurinn var mun ró- legri og tíðindaminni en sá fyrri; Íslendingar voru afslappaðir í sín- um leik og með leikinn í hendi sér en jafnframt var furðulegt að sjá hversu lítið S-Afríkumenn reyndu að sækja miðað við að þeir væru marki undir. Áhugaleysi gestanna kom þeim í koll um miðjan hálf- leikinn þegar Heiðar skoraði þriðja mark Íslands með fínum skalla eftir hornspyrnu Veigars Páls Gunnarssonar. Fimm mínút- um síðar bætti Veigar Páll við fjórða markinu með stórkostlegu skoti sem varð til þess að tryggja sigurinn endanlega. Sigur íslenska liðsins var vissu- lega góður og sannfærandi en hins vegar má setja spurningarmerki við þá mótspyrnu sem S-Afríka reyndist vera. Áhugaleysið skein af leikmönnum þeirra og svo virð- ist sem að það hafi tekið einum of mikið á að ferðast frá syðsta landi veraldar til nyrstu höfuðborgar- innar. Hjá Íslandi skein leikgleðin hins vegar af leikmönnum, allir sem komu við sögu í leiknum stóðu fyrir sínu og flestir vel það. Í heild- ina var frammistaða Íslands afar sannfærandi og það að hún skuli hafa sigrað þjóð sem er í 38. sæti heimslistans er ekkert nema góðs viti og gefur góð fyrirheit upp á framhaldið. vignir@frettabladid.is Eiður Smári Guðjohnsen, fyrir- liði íslenska landsliðsins, sagð- ist í samtali við Fréttablaðið eftir leikinn í gær mjög ánægð- ur með sigurinn og að hann hefði svarað gagnrýnisröddum sem hefðu verið á stjá í allt sumar. „Það voru einhverjar vangaveltur um að ég hefði verið að gera mér upp meiðsli í leiknum gegn Króatíu ytra fyrr í sumar en ég sýndi það í þessum leik að ég mun alltaf svara kalli landsliðsins,“ sagði Eiður, sem tekinn var af velli í leik Chelsea og Wigan um síðustu helgi vegna meiðsla og var um tíma efast um að hann gæti tekið þátt í leiknum í gærkvöld. Eiður lék hins vegar allar 90 mínúturnar og gaf sig allan í leikinn. „Við höfðum þetta í hendi okkar allan tímann og þetta var sanngjarn sig- ur,“ sagði Eiður. Logi Ólafsson, annar lands- liðsþjálfaranna, tók í sama streng og kvaðst mjög ánægður með framgöngu lærisveina sinna. „Leikurinn fór nánast eins og við höfðum lagt hann upp. Við ætluðum okkur að fara framar með liðið en við höfum verið að gera í síðustu leikjum og reyna að láta boltann ganga betur innan liðsins. Þetta voru þau mark- mið sem við settum okkur fyrir leikinn; að láta liðið spila sem eina heild og það tókst,“ sagði Logi en ítrekaði jafnframt að liðið myndi ekki ofmetnast þrátt fyrir öruggan sigur gegn liði sem er rúmlega helmingi ofar á styrkleikalista FIFA: „Þetta eru vissulega jákvæð úrslit fyrir okkur en við vitum að vítin eru til að var- ast. Við unnum góðan sigur á Ítölum á sama tíma í fyrra en misstum síðan nið- ur um okkur buxurnar í næstu leikjum á eftir,“ bætti Logi við og greinilegt að hann ætlar að gera allt sem í sínu valdi stendur til að halda íslenska liðinu á jörðinni þrátt fyrir sannfærandi sigur í gær. EIÐUR SMÁRI GUÐJOHNSEN: Fyrirliðinn LÉK ALLAR 90 MÍNÚTURNAR GEGN SUÐUR-AFRÍKU Í GÆR Ég mun alltaf svara kalli landsli›sins 19 MÖRK Í TVEIMUR LEIKJUM Árni Þór Sigtryggsson hefur skorað 19 mörk úr að- eins 24 skotum í 2 leikjum. HM U-21 í handbolta: Unnu annan stóran sigur HANDBOLTI Íslenska 21 árs landslið- ið í handbolta byrjar vel á Heims- meistaramótinu í Ungverjalandi en liðið vann 20 marka sigur á Chile, 43-23, í öðrum leik sínum í gær. Leikurinn í gær var eins og sá fyrsti í fyrrakvöld létt upphit- un fyrir leikina gegn Spáni og Þýskalandi sem eru á morgun og á laugardag. Þjóðverjar unnu Spán- verja, 34-32, í einum af úrslita- leikjum riðilsins í gær og eru efstir ásamt Íslandi. Árni Þór Sigtryggsson var marka- hæstur í íslenska liðinu í gær með 12 mörk úr 14 skotum og þeir Ragnar Njálsson og Arnór Atla- son skoruðu báðir fimm mörk en allir útileikmenn íslenska liðsins komust á blað. -óój FRAMMISTAÐA ÍSLENSKU LEIKMANNANNA GEGN SUÐUR-AFRÍKU MARKIÐ: ÁRNI GAUTUR ARASON 6 Gat ekkert gert í fyrsta markinu. Greip vel inn í þegar til þurfti og var öruggur. VÖRNIN: KRISTJÁN ÖRN SIGURÐSSON 6 Eins og venjulega er varnarleikur hans fyrsta flokks en sóknartilburðirnir eru varla til staðar. – Gylfi Einarsson (46., 5) Komst lítið inn í leikinn en barðist vel. STEFÁN GÍSLASON 7 Gríðarlega öflugur í loftinu og lenti aldrei í vandræðum með sóknarmenn S-Afríku. AUÐUN HELGASON 7 Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum og tapaði varla návígi. INDRIÐI SIGURÐSSON 7 Lagði fyrsta markið upp á mjög laglegan hátt og sinnti varnarskyldunni af festu og skynsemi. Yfir litlu að kvarta. – Haraldur Guðmundsson (80.) Gerði engin mistök. MIÐJAN: GRÉTAR RAFN STEINSSON 8 Mjög frískur á hægri kantinum í fyrri hálf- leik og feikilega öruggur í bakverðinum þeim síðari. – Bjarni Ólafur Eiríksson (64., 6) Lék sinn fyrsta landsleik en það var ekki að sjá. KÁRI ÁRNASON 8 Mjög duglegur á miðjunni og skilaði bolt- anum jafnan skynsamlega frá sér. Vann næstum öll návígi sín og hefði réttilega átt að fá víti í fyrri hálfleik. – Gunnar Heiðar Þorvaldsson (53., 5) Fann sig ekki á hægri kantinum. ARNAR ÞÓR VIÐARSSON 7 Naut sín vel í sinni kjörstöðu á miðri miðjunni og gerði hlutina einfalt. Skoraði auk þess gott mark – Jóhannes Harðarson (70., 5) Reyndi lítið á hann en hann dreifði boltanum ágætlega á miðj- unni. EIÐUR SMÁRI GUÐJOHNSEN 8 Byrjaði og endaði heldur rólega en þess á milli naut hann sín virkilega. Í öðrum klassa en aðrir á vellinum þegar hann tók sig til, en það er svo sem það sem búast má við af honum. TRYGGVI GUÐMUNDSSON 6 Var eilítið villtur og átti það til að vera kominn út úr sinni stöðu á vinstri vængn- um. – Veigar Páll Gunnarsson (57., 7) Lagði upp eitt og skoraði annað eftir að hafa komið inn á. Varla hægt að biðja um mikið meira. SÓKNIN: HEIÐAR HELGUSON 5 Náði sér alls ekki á strik, var lítið í boltan- um og skortir greinilega leikæfingu. Skor- aði hins vegar gott mark með sínu hættu- legasta vopni – höfðinu. 4–1 Laugardalsv., áhorf: xxxx McKeon, Írlandi (x) TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 11–8 (7–2) Varin skot Árni Gautur 1 – Vonk 3 Horn 3–3 Aukaspyrnur fengnar 15–6 Rangstöður 7–2 1–0 Grétar Rafn Steinsson (25.) 1–1 Delron Buckley (28.) 2–1 Arnar Þór Viðarsson (42.) 3–1 Heiðar Helguson (67.) 4–1 Veigar Páll Gunnarsson (73.) Ísland S-Afríka FJÖGUR MÖRK Markmaður og varnarmaður Suður-Afríku horfa hér á eftir glæsilegum skalla Heiðars Helgusonar þenja netmöskvana á Laugardalsvellinum í gær en íslenska landsliðið skoraði fjögur mörk í leiknum og vann sannfærandi sigur. FRÉTTABLAÐIÐ/TEITUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.