Fréttablaðið - 18.08.2005, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 18.08.2005, Blaðsíða 44
Guðfinna Árnadóttir, Faxatúni 27, Garðabæ, lést á St. Jósefsspítala í Hafn- arfirði föstudaginn 12. ágúst. Margrét Ólafsdóttir frá Hlíð, Siglufirði, Kópavogsbraut 1B, andaðist á hjúkrun- arheimilinu Sunnuhlíð föstudaginn 12. ágúst. Guðbrandur Sæmundsson, vélvirkja- meistari, til heimilis að Boðahlein 7, Garðabæ, lést laugardaginn 13. ágúst. Haraldur Steinþórsson fyrrum fram- kvæmdastjóri BSRB, lést á hjartadeild Landspítala þriðjudaginn 16. ágúst. Þorsteinn Gylfason prófessor, andaðist á Landspítalanum þriðjudaginn 16. ágúst. JAR‹ARFARIR 11.00 Björn Sigurðsson húsasmíða- meistari, lengst af til heimilis í Sólheimum 23, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Langholtskirkju. 13.00 Björgvin Helgi Guðmundsson verður jarðsunginn frá Krossinum í Kópavogi. 14.00 Magnús G. Helgason, frá Lamba- stöðum, Seltjarnarnesi, verður jarðsunginn frá Kvistoftakirkju í Helsingborg. 14.00 Jón Ingimundarson, bóndi á Haukagili í Hvítársíðu, verður jarð- sunginn frá Reykholtskirkju. 15.00 Andri Ísaksson, fyrrverandi pró- fessor, Hjallabrekku 14, Kópavogi, verður jarðsunginn frá Kópavogs- kirkju. 15.00 Inga Sigríður Ingólfsdóttir, áður til heimilis að Rauðalæk 22, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni. Listaverkið Sólfar eftir listamann- inn Jón Gunnar Árnason (1931- 1989) var afhjúpað við Sæbraut í Reykjavík fyrir 15 árum. Það hefur verið eitt helsta tákn Reykjavíkur- borgar og vinsælt myndefni ljós- myndara. Jón Gunnar Árnason hóf feril sinn á sjötta áratugnum og vakti snemma athygli fyrir verk sín unnin í málm, oft með því að sjóða saman ótrúlegustu hluti, en vann einnig verk sem hrifu alla með ljóð- rænni fegurð. Jón Gunnar var meistari í vélvirkjun en stundaði mynd- listarnám hjá Ásmundi Sveinssyni og síðar framhaldsnám í London. Auk þess að vera einn af for- sprökkum SÚM-hópsins starfaði Jón Gunnar náið með Dieter Roth. Jón Gunnar var frá upphafi áttunda áratugarins á kafi í sólar- pælingum. Hann velti því fyrir sér hvaða hlutverki sólin gegndi í lífi manna og notaði hana í mörg- um af sínum verkum. Sólfarið vísar til þess farkosts sem flytur sálirnar til sólarinnar í sólsetur- sátt. Jón Gunnar vann módel af Sól- farinu fyrir Vesturbæjarsamtökin, sem síðar gáfu það Reykjavíkur- borg í tilefni af 200 ára afmæli borgarinnar árið 1986. Staðarvalið vafðist lengi fyrir mönnum en að lokum varð fyrir valinu einn besti útsýnisstaður borgarinnar við Sæ- brautina. Má segja að eini ókostur- inn við staðsetningu skipsins sé að það snúi í norður en ekki í sólsetur- sátt. Jón Gunnar hóf þegar undir- búning að stækkun verksins en lést ári áður en verkið var afhjúpað og náði því aldrei að sjá verk sitt í fullri stærð. 28 18. ágúst 2005 FIMMTUDAGUR MARCEL PROUST (1871-1922) lést þannan dag. Flytur sálir í sólsetursátt LISTAVERKIÐ SÓLFAR: AFHJÚPAÐ FYRIR 15 ÁRUM VIÐ SÆBRAUT „Fólk óskar sér þess að læra að synda á sama tíma og það vill halda öðrum fætin- um á jörðinni.“ Marcel Proust var franskur rithöfundur sem skrifaði meistaraverkið „Í leit að glötuðum tíma“. timamot@frettabladid.is Genghis Khan, keisari Mongólíu, lést þennan dag árið 1227 í her- búðum sínum í Kína. Her hans stóð þá í miðju stríði við konungs- ríkið Hsi Hsia. Gengis Khan, eða Temüjin eins og hann hét áður, fæddist einhvern tíma á árunum milli 1155 og 1167. Margt er óljóst um fyrstu æviár hans sem eru sveipuð ævintýra- ljóma. Segir ein sagan að forfaðir hans hafi verið grár úlfur. Á uppvaxtarárum Khan var mongólska ríkið klofið. Samsæri og svik voru daglegt brauð og ófriður mikill. Til að mynda var eitrað fyrir föður Ghengis þegar hann var níu ára og ættflokkur hans bjó eftir það við sult og seyru. Temüjin naut mikilla vinsælda. Hann byggði upp ættbálk sinn og safnaði mörg þúsund manna her- liði sem var upphafið að stórveldi Gengis Khans sem náði frá Peking til Kaspíahafs. Temüjin fékk á sig orð fyrir að vera hvort tveggja grimmur og mis- kunnarlaus. Þegar hann var í stríði gegn óvinum sínum í Tartara-ætt- bálkinum drap hann til dæmis alla sem voru hærri en öxull á vagni. Smátt og smátt sameinuðust ætt- bálkarnir undir stjórn Temüjins og árið 1206 var hann gerður að keis- ara, eða Khan, yfir öllum ættbálk- um Mongóla. Genghis hefur verið um sextugt þegar hann lést og var þá orðinn heilsuveill. Talið er að meiðsl sem hann hlaut ári áður, þegar hann féll af hestbaki, hafi dregið hann til dauða. 18. ÁGÚST 1227 ÞETTA GERÐIST MERKISATBURÐIR 1786 Reykjavík fær kaupstaðar- réttindi. Þá voru íbúar 167. 1958 Hin umdeilda bók Lolita eftir Vladimir Nabokov er gefin út í Bandaríkjunum. 1964 Landslið Suður-Afríku er útilokað frá Ólympíuleikun- um í Tókýó þar sem yfir- völd þar í landi neita að fordæma aðskilnaðar- stefnu. 1988 Þess er minnst að endur- bótum á Viðeyjarstofu og Viðeyjarkirkju lýkur. 1991 Valdarán hefst í Sovétríkj- unum. Boris Jeltsín kemst til valda í kjölfar þess. 1996 Menningarnótt er haldin í Reykjavík í fyrsta sinn, nótt- ina fyrir 210 ára afmæli borgarinnar. 2000 Grófarhúsið við Tryggvagötu er formlega opnað. Genghis Khan lei›togi Mongólíu lætur lífi› Tilkynningar um merkisatbur›i, stórafmæli, andlát og jar›arfarir í smáletursdálkinn hér a› ofan má senda á netfangi› timamot@frettabladid.is. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, Inga Sigríður Ingólfsdóttir áður til heimilis að Rauðalæk 22, Reykjavík, lézt á Hrafnistu í Reykjavík mánudaginn 15. ágúst. Útförin fer fram frá Dómkirkjunni í dag, fimmtudaginn 18. ágúst kl. 15.00. Steinunn Þorvarðsdóttir, Rik de Visser, Steinn Helgason, Sif, Salka og Egill, Ólöf Þorvarðsdóttir, Jón Valur Jensson, Ísak og Sóley Kristín. Elskulegur bróðir okkar, mágur og frændi, Einar Einarsson frá Bjólu, lést á Grund fimmtudaginn 4.ágúst. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Bestu þakkir til starfsfólks Grundar og Áss í Hveragerði. Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug. Unnur Einarsdóttir Kristinn Gunnarsson Hafsteinn Einarsson Gíslína Sigurbjartsdóttir og fjölskyldur Gíslína Sigurbjartsdóttir, Sigtúni, 851 Hella. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Lilja Sigfinnsdóttir Hjallabraut 33, Hafnarfirði, sem lést mánudaginn 15. ágúst á St. Jósefsspítala, Hafnarfirði, verður jarðsungin mánudaginn 22. ágúst kl. 13.00 frá Garða- kirkju. Guðmundur H. Pétursson Sigríður Sch. Guðbjörnsdóttir Hrönn Pétursdóttir Óskar Pálsson Hildur Pétursdóttir Steinþór Stefánsson barnabörn og barnabarnabörn. Sonur minn, bróðir, mágur og föðurbróðir, Þorsteinn Gylfason prófessor andaðist á Landspítalanum 16. ágúst 2005. Útförin verður auglýst síðar. Guðrún Vilmundardóttir Þorvaldur Gylfason og Anna Karitas Bjarnadóttir Guðrún Vilmundardóttir og Gunnlaugur Torfi Stefánsson Baldur Hrafn Vilmundarson Gylfi Þorsteinn og Eyja Sigríður Gunnlaugsbörn. Þökkum af alhug, öllum þeim sem sýndu okkur samúð og heiðruðu minningu eiginmans míns, föður, tengdaföður, afa og langafa, Kristjáns Rafns Hjartarsonar fyrrum símaverkstjóra, Vesturgötu 7, Reykjavík. Þórunn Björg Sigurðardóttir Hjörtur Páll Kristjánsson Guðrún Einarsdóttir Kristján Rafn Hjartarson Jóna Ósk Lárusdóttir Einar Þór Hjartarson Hjörtur Hafsteinn Kristjánsson og Bjarki Dagur Kristjánsson. www.steinsmidjan.is ANDLÁT SÓLFARIÐ STENST TÍMANS TÖNN „Ég hugsaði nýlega þegar ég ók fram hjá Sólfarinu hvað þetta verk stenst vel tímans tönn. Skúlptúrar sem settir eru upp á ákveðnu tímabili verða oft börn síns tíma. En mér finnst þetta verk frá- bærlega nútímalegt og fallegt,“ segir Markús Þór Andrésson listamaður sem finnst staðsetning verksins vel heppnuð. „Þetta er aðdráttarafl á þessari göngu- leið, bæði fyrir ferðamenn og aðra Rey- kvíkinga,“ segir Markús, sem finnst verk- ið einfalt og skemmtilegt. Það vísi til sögu Íslendinga og menningararfs. Markús segir Sólfarið gott minnismerki um Jón Gunnar Árnason sem hann telur frábæran listamann. DRAUMKENNT OG YFIRNÁTTÚRULEGT „Mér finnst Sólfarið tengj- ast okkar sögu, bæði sjón- um og víkingatímanum. Verkið er svolítið draumkennt af því það speglast allt umhverfið í því. Það verður eins og skip sem fer í huglæga ferð. Eins og það sé á leið inn í sólina,“ segir Ragn- hildur Stefánsdóttir mynd- listarkona, sem finnst verk- ið mjög andlegt og ofsalega fallegt. „Þetta er magnað verk og hefur rosalega mikið aðdráttarafl,“ segir Ragnhildur, sem finnst staðurinn sem skipinu var valinn alveg ágætur en hefði þó viljað sjá það tengjast sjónum meira. Ragnhildur hefur oft skoðað verkið í návígi og finnst eitthvað yfirnáttúrulegt við það. YFIRNÁTTÚRULEGT Sólfar er skip sem flytur sálirnar til sólarinnar. Listaverkið hefur ótví- rætt aðdráttarafl. Það er vinsæll viðkomustaður ferðamanna og annarra sem fá sér göngutúr meðfram ströndinni. RAGNHILDUR STEFÁNS- DÓTTIR MARKÚS ÞÓR ANDRÉSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.