Fréttablaðið - 18.08.2005, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 18.08.2005, Blaðsíða 29
Giambattista Valli er ekki hræddur við að nota lag ofan á lag. Svartur kjóll sem sýnir svo sann- arlega línurnar frá Narcisco Rodriguez. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G ET TY FIMMTUDAGUR 18. ágúst 2005 Fyrst ber að nefna svarta litinn lífseiga. Svartur er auðvitað alltaf í tísku en í haust og vetur verður hann alls ráðandi. Jafnvel lita- glöðustu manneskjur munu skipta gulu, bláu, grænu og bleiku flíkunum út fyrir eitthvað svart. Litli svarti kjóllinn er auðvitað enn þá inni en síðir og millisíðir svartir kjólar eru ekki síður vin- sælir. Kápurnar eru efnismiklar og svartar og flauelið skýtur sér aðeins inn á ný. Tískan fer alltaf í hringi og nú fer ekki á milli mála að 60s tískan er komin aftur. Blaðamanna- húfur, röndóttar peysur og flatbo- tna stígvél eru inn sem og silfur- litaðir kjólar og glimmerföt. Twiggí er fyrirmynd allra ungra stúlkna í haust og vetur og um að gera að róta í fataskápnum hjá pabba og mömmu til að finna eitt- hvað klæðilegt. Fatahönnuðum um allan heim finnst ekki heldur leiðinlegt að klæða mann upp í lag eftir lag eft- ir lag. Blöðrupils og -buxur og efn- ismiklir jakkar eru mjög heitir og gera hönnuðir sitt besta til að skapa ýkt hlutföll þar sem fólk á að klæðast miklum klæðum að ofan og þröngu að neðan – eða öfugt. Rússneska byltingin er að her- taka tískuheiminn og Kósakka- stemningin er í algleymingi. Kósakkarnir eru dúðaðir í flott föt og skreyttir nóg af fallegum fylgihlutum sem vekja svo sannar- lega athygli. Smá her- mannafílíngur ein- kennir þessa línu og því meira af loðfeldi, þeim mun betra. Kennslukonu- línan er afar stíl- hrein og flott og einkennist af fallegum blúss- um og pilsum og óaðfinnan- legum drögtum. Kragarnir eru háir, skórnir reimaðir og yfirborðið allt fremur alvarlegt – eins og kennslukonum bar að vera í gamla daga. Kjólarnir eru róman- tískir, skreyttir blúndum og pífum. Vestrið fær smá hluta af tísku- sviðsljósinu í ár og virðast hönn- uðir hafa endurvakið hið villta vestur á gresjunum. Hermanna- jakkinn kemur þar sterkur inn sem og leður, efnismikil pils og kögur af ýmsu tagi. Lítið er um buxur í þessari línu heldur pils og jakki eða fallegur kjóll sem kemur í staðinn. lilja@frettabladid.is Kósakkar og kennslukonur Haust- og vetrarvörurnar fylla nú allar hillur og herðatré tískuverslana en hægt er að skipta tískunni í sex línur sem eru allar afskaplega heillandi og hver annarri ólík- ari. Lifandi pils og skemmtileg púff- blússa frá Diane Von Furstenberg. Rússnesk bóndakona frá Miu Miu. Allt svart frá Gucci. Blöðrupilsin virðast aldrei ætla að deyja – að minnsta kosti ekki hjá Christian Dior. Hermanna- jakkinn er flottur í vestr- inu með fallegu pilsi frá Peter Som. Skemmtilegt 60s dress frá Christian Dior. Útsalan enn í fullum gangi Mikil verðlækkun Opið virka daga kl. 11:00-18:00 Ásnum - Hraunbæ 119 – Sími 567 7776 Nýjar Vörur HAUST 2005 BLACKY DRESS BERLIN Laugavegur 58 • 101 Reykjavík • S: 551-4884Ralph Lauren kann á kennslu- konurnar. Geggjaður Kósakka klæðnaður frá Anna Sui sem er toppaður með Rússahúfu. Stella McCartney kann á 60s stemninguna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.