Fréttablaðið - 18.08.2005, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 18.08.2005, Blaðsíða 42
Umsjón: nánar á visir.is Iceland lokar búðum Malcolm Walker og félagar hans í Iceland-matvöru- keðjunni hafa ekki setið auðum höndum frá því að keðjan var keypt um jólaleytið. Keðjan var hluti af Big Food Group sem Baugur ásamt fjárfestum keyptu fyrir tugi milljarða. Pálmi Haraldsson og Karl Wernersson fóru hins vegar fyrir Iceland-kaupunum og höfðu til fylgilags stofnandann Malcolm Walker. Síðan þá hefur verið hagrætt í rekstri og nú hefur verið ákveð- ið að loka öllum átta búðum Iceland á Írlandi. Samkvæmt fyr- irtækinu er þetta liður í því að draga úr kostnaði en írsku búðirn- ar hafa verið reknar með tapi. Forsvarsmenn Iceland sögðu ekki von til þess í nánustu fram- tíð að starfsemin í Írlandi skilaði hagnaðir. Starfs- menn missa því vinnuna nema kaupandi finnist að búðunum. Yfirdráttarsýkin Bankarnir eru komnir upp fyrir Íbúðalánasjóð þegar litið er til skulda heimila við lánastofnanir. Íbúðalánasjóður er nú með minni markaðshlut- deild í þessum lánum en bankarnir samanlagt. Þegar bankarnir komu af krafti inn á íbúðalána- markaðinn, þá nýttu heimilin tækifær- ið, endurfjármögnuðu íbúðalán og greiddu upp neyslulán og yfir- dráttarlán. Síðan þá hafa menn tekið til við fyrri iðju og yfirdráttur hefur vaxið hröðum skrefum. Yfirdráttur- inn jókst um átta milljarða í júní og þjóðin hefur tekið gleði sína. Búin að kaupa nýjan bíl og sumarfríið fór á yfirdráttinn eins og verið hefur síðustu ár. MESTA HÆKKUN ICEX-15 4.496,49 Fjöldi viðskipta: 288 Velta: 3.912 milljónir +0,22% MESTA LÆKKUN MARKAÐSFRÉTTIR... > Fjármálaeftirlitið hefur ákveðið að samþykkja umsókn Lánasjóðs sveitar- félaga um starfsleyfi sem lánafyrirtæki. > FL Group tekur við rekstri Bláfugls og Flugflutninga eftir áreiðanleika- könnun. > Íslensk erfðagreining hefur fengið styrk frá Bandarísku heilbrigðisstofn- uninni vegna erfðagreiningar á nikótín- fíkn. > Greiningardeild Íslandsbanka segir í Morgunkornum að íbúðarverð á höf- uðborgarsvæðinu virðist hafa hækkað í júlímánuði. 26 18. ágúst 2005 FIMMTUDAGUR Peningaskápurinn… Actavis 40,80 +0,25% ... Bakkavör 40,50 +0,25%... Burðarás 17,20 -1,15%... FL Group 15,80 3,95% ... Flaga 4,22 -0,71% ...HB Grandi 8,45 +0,00% ... Íslandsbanki 14,25 +0,00% ... Jarðboranir 21,10 +0,00% ... KB banki 585,00 +0,69% ... Kögun 57,60 +0,00% ... Landsbankinn 21,30 -0,93% ... Marel 63,10 -0,63% ... SÍF 4,80 -0,62% ...Straumur 13,30 -0,37% ... Össur 90,00 +2,86% FL Group +3,95% Össur +2,86% Mosaic +0,76% Og Vodafone -1,28 Burðarás -1,15 Landsbankinn -0,93 HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf ] Samskip kaupa Seawheel Endanlega hefur verið gengið frá kaupum Samskipa á breska skipafélaginu Seawheel í kjölfar úrskurðar evrópskra samkeppn- isyfirvalda í málinu. Samkeppnisyfirvöld gerðu engar athugasemdir við kaup Samskipa á Seawheel, né fyrir- hugaða sameiningu Seawheel við hollenska flutningafyrirtæk- ið Geest sem Samskip keypti fyrr á árinu. Ásbjörn Gíslason, f o r s t j ó r i Samskipa, segir að strax hafi verið hafist handa við samein- ingu félaganna þegar úrskurð- urinn lá fyrir og að stjórn Seawheel hafi þegar látið af störfum. Rekstur félagsins er nú undir stjórn Geest en vörumerkin tvö verða þó áfram notuð jöfnum höndum. - jsk Óvænt uppgjör hjá Intrum Sænska innheimtufyrirtækið Intr- um Justitia hagnaðist um 1,2 millj- arða króna fyrir skatta á öðrum árs- fjórðungi sem er 72 prósent meiri hagnaður en á sama tímabili í fyrra. Hagnaður eftir skatta var um 880 milljónir króna. Dagens Industri segir að fyrirtækinu hafi verið spáð um 850 milljóna króna hagnaði fyrir skatt þannig að uppgjörið var langt um fram spár. Landsbankinn er lítill hluthafi í Intrum sem er með skrifstofur í 22 löndum. - eþa INTRUM JUSTITIA Sænska innheimtu- fyrirtækið skilaði mun betri afkomu á öðr- um ársfjórðungi en búist hafði verið við. Fjárfestingar skila miklum hagnaði Rekstrartap fyrir fjármagnsliði þrefaldast milli ára. Eignir aukast um 26 milljarða frá ára- mótum. Hagnaður FL Group var 1.933 milljónir króna á fyrstu sex mánuðum þessa árs en var til samanburðar 117 milljónir á síð- asta ári. Þetta er besta afkoman í sögu félagsins á fyrri hluta árs. Niðurstaðan er þó rúmum tvö hundruð milljón krónum lægri en meðaltalsspá bankanna hljóð- aði. Það var fyrst og fremst góður árangur af starfsemi fjárfest- ingarhlutans FL Investments sem skilaði þessari niðurstöðu. Hagnaður af fjárfestingarstarf- semi nam þremur milljörðum króna og tífaldast milli ára. Stærstu hlutabréfaeignir flug- félagsins eru í easyJet, Íslands- banka og KB banka og hefur hlutabréfaeignin hækkað um nærri þrjá milljarða frá 30. júní síðastliðnum. Rekstrartekjur voru tuttugu milljarðar og jukust um rúm sex prósent en rekstrargjöld með afskriftum voru 20,7 milljarðar og hækkuðu um tæp níu pró- sent. Rekstrarhagnaður fyrir fjármagnsliði var neikvæður um 680 milljónir króna sem er meira en þrefalt hærri upphæð en á sama tíma í fyrra. Eignir félagsins höfðu í lok júní aukist um 26 milljarða frá áramótum og námu 69 milljörð- um. Eigið fé var 16,3 milljarðar við lok tímabilsins. - eþa RAGNHILDUR GEIRSDÓTTIR, FOR- STJÓRI FL GROUP Uppgjör FL Group var heldur undir meðaltalsspá bankanna. Góð- ur árangur náðist í fjárfestingarrekstri en tap varð af reglulegri starfsemi. HAGNAÐUR FL GROUP Á ÖÐR- UM ÁRSFJÓRÐUNGI – í milljónum króna Hagnaður 1.933 Spá Íslandsbanka 2.350 Spá KB banka 1.873 Spá Landsbankans 2.205
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.