Fréttablaðið - 18.08.2005, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 18.08.2005, Blaðsíða 22
Í hvoru landinu skyldi vera betra að búa, Bandaríkjunum eða Frakk- landi? Um það er deilt eins og eðli- legt er; hverjum þykir sinn fugl fagur. Bandaríkin eru næstríkasta land heims miðað við landsfram- leiðslu á mann. Lúxemborg er eina landið, þar sem framleiðsla á mann var meiri en í Bandaríkjun- um í fyrra, 2004. Frakkland er í sautjánda sæti listans; þar eru tekjur á mann fjórðungi minni en í Bandaríkjunum. Á hinn bóginn þurfa Frakkar að hafa minna fyrir lífinu en Bandaríkjamenn. Frakk- ar vinna að jafnaði skemmri vinnuviku, ef þeir vinna úti á ann- að borð, þeir taka sér lengri frí og verja meiri tíma með fjölskyldum sínum og vinum. Frakkar hafa minni tekjur en Bandaríkjamenn, rétt er það, og þannig vilja þeir hafa það. Þeir búa samt við betri lífskjör en Bandaríkjamenn í þeim skilningi, að landsframleiðsla Frakka á hverja vinnustund er sjöttungi meiri en í Bandaríkjun- um. Frakkar segja: lífskjör snúast bæði um magn og gæði. Þar að auki er tekjum og eignum jafnar skipt milli þegnanna í Frakklandi en í Bandaríkjunum. Í hvoru land- inu er þá betra að búa? Þessu þarf hver og einn að svara fyrir sig, því að svarið fer m.a. eftir því, hversu miklu menn eru fúsir að fórna fyrir frístundir með fjölskyldum sínum og vinum og fyrir þokkaleg- an jöfnuð milli þegnanna, og það er misjafnt. Samanburður á lífskjörum hér heima og í Danmörku veltur á sömu sjónarmiðum. Við erum svolitlu ríkari en Danir miðað við landsframleiðslu á mann; við skipuðum sjötta sæti heimslistans 2004, Danir sjöunda. En við þurf- um að hafa meira fyrir hlutunum en Danir, miklu meira. Fram- leiðsla á hverja vinnustund – öðru nafni vinnuframleiðni – er rösk- um fjórðungi meiri í Danmörku en á Íslandi. Framleiðsla á hverja vinnustund 2004 var 42 Banda- ríkjadollarar í Danmörku á móti tæplega 33 dollurum hér heima. Ísland skipar nítjánda sæti listans yfir ríkustu lönd heims á þennan kvarða, Danmörk tíunda sætið, Bandaríkin sjöunda og Frakkland þriðja. Norðmenn verma fyrsta sætið á listanum; framleiðsla á hverja vinnustund í Noregi er 57 dollarar á móti 51 í Frakklandi og 44 í Bandaríkjunum. Þessi kjara- samanburður tekur mið af því, að verðlag er mishátt eftir löndum, meðal annars af því að búskapar- lagið er mishagkvæmt. Allar þær þjóðir, sem okkur er tamast að bera okkur við, eru fyrir ofan Ís- land á listanum. Og hvað með það? Sumir gleðj- ast yfir mikilli vinnu og meta kjör sín eftir afrakstri vinnunnar án tillits til erfiðisins, sem að baki býr. Það er skiljanlegt sjónarmið, ef menn líta á vinnu sem takmark í sjálfri sér. Aðrir efast um ágæti mikils vinnuálags, því að það getur bitnað á ýmsu öðru, sem mönnum er mikils virði, svo sem barnauppeldi og farsælu fjöl- skyldu- og félagslífi. En eitt er víst: langflestir myndu taka því fegins hendi að fá að vinna minna og halda samt óskertu kaupi. Af því má ráða, að framleiðsla á hverja vinnustund – framleiðni! – er betri lífskjarakvarði en fram- leiðsla á mann. Hér er vandinn sá, að áreiðanleg og sambærileg gögn um vinnuframleiðni eru vand- fundin, þar eð mat á fjölda vinnu- stunda í ólíkum löndum er háð ýmislegri óvissu. Það er á hinn bóginn hægðarleikur að hafa tölu á mannfjöldanum. Þess vegna styðjast menn jafnan heldur við tölur um framleiðslu á mann frek- ar en framleiðslu á vinnustund – eins og maðurinn, sem leitaði að lyklinum undir ljósastaurnum, þótt hann hefði týnt honum ann- ars staðar. Tölurnar um vinnu- framleiðni að framan eru sóttar til Groningen-háskóla í Hollandi og munu trúlega með tímanum ryðja sér braut inn í alþjóða- skýrslur um efnahagsmál. Það er með öðrum orðum ekki framleiðsla lands og þjóðar, sem mestu ræður um lífskjörin, þegar öllu er á botninn hvolft, heldur vinnuframleiðnin. Þetta er ein skuggahliðin á velgengni Íslands undangengin ár og vitnar enn sem jafnan fyrr um margvíslega óhag- kvæmni, sem heldur áfram að hamla íslenzku efnahagslífi, þótt margt hafi að sönnu breytzt til batnaðar undangengin ár. Við höf- um miklar tekjur og þurfum að hafa mikið fyrir þeim, ekki aðeins með þrotlausri vinnu, heldur einnig t.d. með því að safna skuld- um. Ofveiði til sjós, uppblástur landsins og ýmis önnur vanhirða eru angi á sama meiði. Við getum gert betur. Við þurfum að búa svo um hnútana, að okkur sé kleift að lifa góðu og gjöfulu lífi í landinu án þrúgandi fyrirhafnar og án þess að ganga á eignir okkar og innistæður. ■ Þ áttaskil urðu í Baugsmálinu svokallaða í gær, þegarmálið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur. Þetta ereitt stærsta mál dómsins að mati dómstjórans. Að nokkru leyti minnir þetta mál dálítið á kaffibaunamálið svo- kallaða, sem snerist um innkaup Sambandsins á kaffibaun- um hingað til lands. Önnur mál sem koma upp í hugann við þingfestingu Baugsmálsins eru Geirfinnsmálið og Hafskips- málið. Bæði þessi mál bárust inn á Alþingi og heit þjóð- félagsumræða varð um þau. Stóð hún í mánaðavís og er enn í minnum höfð. Gengu margir sárir frá borði eftir þá orra- hríð. Fram til þessa hefur ekki verið mikil bein pólitísk um- ræða um Baugsmálið, en þeir sem mest koma þar við sögu hafa sent fyrrverandi forsætisráðherra hvöss skeyti vegna upphafs málsins. Ákæruvaldið hefur reitt hátt til höggs í Baugsmálinu og að baki er nærri þriggja ára vinna við það. Þetta er langur tími og spurning hvort nægur mannafli og þekking sé til staðar hjá yfirvöldum þegar um svo umfangsmikil mál er að ræða. Í það minnsta virðast flestir sammála um að rann- sóknin hafi tekið of langan tíma. Sakborningarnir hafa í þessu máli beitt óhefðbundnum varnaraðferðum og segja má að málsvörnin hafi hafist af fullum krafti utan dómsala fyrir nokkrum vikum, um það leyti sem ákærurnar voru birtar þeim. Þeir sakborningar sem einna mest mæðir á í þessu máli hafa tjáð sig opinber- lega í mörgum fjölmiðlum og innlendir og erlendir lögfræð- ingar hafa komið við sögu við kynningu málsins. Þannig hefur miklu verið til kostað við að upplýsa almenning um málsatvik frá sjónarhóli hinna ákærðu. Það er eins með birt- ingu ákæranna og hve langan tíma rannsóknin tók, að í nú- tímaþjóðfélagi er ekki hægt að una við það að líða skuli heil- ar sex vikur frá því að ákærurnar voru birtar sakborning- um, þar til þær voru birtar opinberlega. Þetta er mál sem dómskerfið þarf að taka til athugunar. Lengi vel áttu fjöl- miðlar von á því að geta birt ákærurnar fljótlega eftir að sakborningar fengu þær, en það var svo ekki fyrr en breskt blað hafði birt frétt um ákærurnar að þær voru birtar í Fréttablaðinu. Þá fyrst gat almenningur í landinu kynnt sér þær og mótrök verjendanna. Sakborningar völdu virðulegt breskt dagblað til að koma þessu á framfæri í Bretlandi og svo Fréttablaðið – stærsta fjölmiðilinn hér á landi. Það er ekki margt sem fjölmiðlar hér hafa getað byggt á varðandi fréttaflutning af ákærunum, og það verður ekki fyrr en vitnaleiðslur og málflutningur hefst að glögg mynd fæst af málinu. Málflutningur á eftir að standa vikum saman og það verður fróðlegt að sjá hverjir verða kallaðir í vitna- stúkuna fyrir utan hina ákærðu, sem allir neituðu sök við þingfestinguna í gær. Æskilegt væri að þessu máli lyki sem allra fyrst, en dómsvaldið og verjendur verða líka að fá sinn tíma til að leiða það til lykta. Í svona stóru og umfangsmiklu máli verður að vanda til verka nú þegar það er loks komið í dómsali, og réttlætið verður að sigra að lokum. ■ 18. ágúst 2005 FIMMTUDAGUR SJÓNARMIÐ KÁRI JÓNASSON Baugsmálið loks staðfest eftir þriggja ára rannsókn. Óhef›bundin málsvörn FRÁ DEGI TIL DAGS Í DAG LÍFSKJÖR HÉR OG ÞAR ÞORVALDUR GYLFASON Af flví má rá›a, a› framlei›sla á hverja vinnustund – fram- lei›ni! – er betri lífskjarak- var›i en framlei›sla á mann. Hér er vandinn sá, a› árei›an- leg og sambærileg gögn um vinnuframlei›ni eru vandfund- in, flar e› mat á fjölda vinnu- stunda í ólíkum löndum er há› ‡mislegri óvissu. Skin og skuggar Ekkert gaman? Ingibjörg Sólrún, formaður Samfylkingar- innar, er búin að loka blogginu sínu á netinu. Ef smellt er á gamla veffangið hennar kemur upp kontórinn hjá flokkn- um með tilkynningar um félagsvist og annað flokksstarf. Hinn nýi formaður læt- ur sér nægja að skrifa prófessoragreinar um stjórnfestu í Moggann í stað þess að vera á þeytingi um þjóðfélagið og láta gamminn geisa um helstu mál líðandi stundar. Ekki mun í vændum fundaferð um landið í líkingu við hinar frægu og ár- angursríku „Hverjir eiga Ísland?“-ferðir Jóns Baldvins Hannibalssonar, þegar hann var nýbúinn að taka við Alþýðuflokkn- um. Ekki nema von að sú spurning vakni í fullri alvöru, hvort Ingibjörgu Sólrúnu þyki kannski ekkert gaman að vera orðin formaður Samfylkingarinnar. Steinbarnið Ingibjörg Sólrún er svo sem ekki eini bar- áttumaðurinn sem gefst upp á að blogga. Það er út af fyrir sig engin synd. Heil samtök, Þjóðarhreyfingin, sem héldu út líflegum vef um stjórnmál eru horfin og hefur ekkert til þeirra spurst. Á sama tíma stóreflast ýmsir aðrir, svo jafn- vel mönnum er farið að þykja nóg um. Össur Skarphéðinsson skrifar stundum marga pistla á dag, suma skynsamlega, aðra óskynsamlega, rétt eins og við meðaljónarnir. En kosturinn við Össur er sá að hann er skemmtilegur penni, með sannfæringu og er ekki að setja sig í neinar stellingar. Það er líklega rétt hjá Jónasi Kristjánssyni á DV að Össur losn- aði við steinbarn þegar hann féll í for- mannskjörinu. Hitt er misskilningur, að Ingibjörg Sólrún þurfi að ættleiða þetta steinbarn Össurar. Fólk með reynslu Það er annars óvitlaus hugmynd sem Össur reifar á vefsíðu sinni í gær. Hann stingur upp á því að tímabundinni manneklu á leikskólum borgarinnar verði mætt með því að ráða til starfa eldri borgara. Fordæmið sem hann vísar til er ákvörðun Húsasmiðjunnar að auglýsa eftir eldra fólki, þegar fyrirtækið lenti í vanda vegna áhugaleysis almennra laun- þega á störfum hjá fyrirtækinu. Má ekki skoða þetta í fullri alvöru? gm@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRI: Kári Jónasson FRÉTTARITSTJÓRI: Sigurjón M. Egilsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FRÉTTASTJÓRI: Arndís Þorgeirsdóttir VARAFRÉTTASTJÓRI: Trausti Hafliðason FULLTRÚI RITSTJÓRA: Guðmundur Magnússon RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar PRENTVINNSLA: Ísafoldarprent- smiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 LESTU GREININA Á VISIR.IS OG SEGÐU SKOÐUN ÞÍNA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.