Fréttablaðið - 18.08.2005, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 18.08.2005, Blaðsíða 12
DANIR ÁHUGASAMIR Danska ríkisútvarpið sendi fréttamann á vettvang og var sagt frá dómsmálinu í beinni sjónvarps- útsendingu í kvöldfréttatíma þess. 12 18. ágúst 2005 FIMMTUDAGUR Jón Ásgeir Jóhannesson ákærður fyrir úttektir með greiðslukortum Baugs: Grei›slukortafærslur birtar me› ákæru BAUGSMÁLIÐ Við þingfestingu Baugsmálsins í gær lagði ákæru- valdið fram greiðslukortafærslur og töflur yfir úttektir ákærðra, en þær hafa ekki verið birtar áður. Jóni Ásgeiri Jóhannessyni er gefið að sök að hafa látið Baug hf. greiða fyrir sig alls um 12,5 milljón- ir króna með úttektum á Visa og Mastercard greiðslukortum Baugs frá 5. október 1998 til 2. maí 2002. Ákæruvaldið telur að um persónu- legar úttektir Jóns Ásgeirs hafi ver- ið að ræða og þær óviðkomandi Baugi. Brotið er talið varða við 247. grein hegningarlaga en þar kveður meðal annars á um að refsivert sé að nota peninga annars manns heimildarlaust í sjálfs sín þarfir. Fram kemur að skuldin hafi verið gerð upp við Baug. Hæstu einstöku úttektir nema hundruð þúsundum króna en þær lægstu aðeins nokkur hundruð krón- um. Samkvæmt úttektarlistunum hefur Jón Ásgeir greitt fyrir föt, veitingar, skyndibita, fatahreinsun, myndbönd, bíóferðir og fleira. Hæsta úttektin nemur á sjöunda hundrað þúsund krónur fyrir föt eða skartgripi í verslun Gucci. Þær lægstu eru greiðslur á skyndibita- stöðum sem dæmi, 450 króna úttekt á Kaffi Kjós, 540 króna úttekt hjá Aktu taktu og 370 króna úttekt hjá Borgarnesti á árinu 2001. - jh Neita sök allir sem einn BAUGSMÁLIÐ „Þetta er ágætur dag- ur. Þetta tekur væntanlega fimm ár úr ævi okkar. Það er allt í lagi að lifa með því. Við erum sann- færð um sakleysi okkar og lifum samkvæmt því. Þetta heldur ekki vöku fyrir okkur,“ sagði Jóhannes Jónsson, einn sakborninganna sex í Baugsmálinu þegar hann gekk úr dómssal að lokinni þingfest- ingu málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Allir sakborningar voru við- staddir þingfestinguna og neituðu sök allir sem einn, Jón Ásgeir Jó- hannesson, Jóhannes Jónsson, Tryggvi Jónsson, Kristín Jóhann- esdóttir og endurskoðendurnir Stefán Hilmar Hilmarsson og Anna Þórðardóttir. Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs, segir að gögn til varnar ákærðum verði lögð fram við upp- haf málsmeðferðar. Miðað sé við að ljúka meðferðinni um næstu áramót. Jón H. Snorrason vildi ekki tjá sig um ákærurnar eftir þingfest- ingu þeirra í gær og kvaðst ætla að láta nægja að fjalla um þær í réttarsal. Hann hefur ekki heldur viljað svara ásökunum sakborn- inga um afskipti stjórnvalda eða ráðherra af rannsókn eða meðferð málsins. Við þingfestingu málsins í gær voru í fyrsta skipti birtir reikn- ingar og töflur yfir úttektir ákærðra sem saknæmar teljast að mati ákæruvaldsins. Meðal þeirra eru 34 færslur sem saksóknari telur ólögmæta reikninga Nordica á hendur Baugi vegna kaupa á skemmtisnekkjum á Flórída. Upp- hæðin nemur alls liðlega 40 millj- ónum króna eins og fram hefur komið. Reikningarnir eru skýrðir sem umboðslaun, greiðslur fyrir verslunarþjónustu og ráðgjöf. Meðal gesta í dómssalnum var Jón Gerald Sullenberger, en upp- haf lögreglurannsóknar og ákær- anna má rekja til viðskipta Baugs- feðga við hann og Nordicafélagið á Flórída. Í ákærunum eru lán Jóns Ás- geirs, Jóhannesar, Tryggva og Kristínar til sjálfra sín talin nema alls á níunda hundrað milljónir króna frá árinu 1998 til ársins 2001. johannh@frettabladid.is Breskir blaðamenn hér á landi: Fylgjast me› Baugsmálinu BAUGSMÁLIÐ Nokkur fjöldi breskra blaðamanna er hér á landi til þess að fylgjast með Baugsmálinu. Að minnsta kosti fjórir blaðamenn frá helstu dagblöðum Bretlands voru viðstaddur þingsetningu málsins fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í gær og má búast við að umfjöllun þeirra verði tölu- verð á næstu dögum. Meðal dag- blaða sem hafa hér fulltrúa sína eru Financial Times, The Guardi- an og The Independent. Bresku blöðin eru að vonum áhugasöm um framvindu málsins enda eru umsvif Baugs allmikil í Bretlandi. Í síðustu viku skrifaði The Guardian, fyrst fjölmiðla, efnislega um ákærurnar gegn Baugi og í júlíbyrjun, skömmu eftir að málið komst í hámæli, birti The Sunday Times ítarlegt viðtal við Jón Ásgeir Jóhannes- son. - hb Þingmaður barði dyravörð Vísað út af dansleik Saksóknari ætlar a› láta nægja a› tjá sig um ákærurnar í dómssalnum. Hann birti reikninga og lista yfir grei›slukortaúttektir me› fleim í gær. Búist er vi› a› flutningur málsins fyrir dómi taki heilan mánu› en málsgögn eru mikil a› vöxtum og vitni mörg. Dómsmáli› vekur umtalsver›a athygli erlendra fjölmi›la. JÓN ÁSGEIR JÓHANNESSON OG INGIBJÖRG PÁLMADÓTTIR Úttektir eru margvíslegar og nema á annan tug milljóna króna en eru gerðar upp við Baug. SAKBORNINGAR OG VERJENDUR Lögfræðingar telja að það taki heilan mánuð að flytja málið í réttinum, en stefnt er að því að meðferð þess ljúki fyrir áramót. JÓHANNES JÓNSSON Í BÓNUS Fjöldi blaða- og fréttamanna var viðstaddur þingfestingu Baugsmálsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. JÓN GERALD SULLENBERGER Jón Gerald, sem upphaflega kærði Baugsfeðga, mætti í dómssal í gær til þess að fylgjast með framvindu mála. YS OG ÞYS Talsverður fjöldi erlendra blaða- og fréttamanna er staddur á landinu til að fylgjast með hverju fram vindur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.