Fréttablaðið - 18.08.2005, Blaðsíða 62
LATIBÆR Magnús Scheving og félagar í
Latabæ hafa verið að gera það gott í
Bandaríkjunum og eru nú á leiðinni til
Noregs þar sem börnum þar í landi verður
kennt mikilvægi góðrar hreyfingar.
Það er engin lognmolla í kringum
Latabæ og hefur bæjarstjórinn
Magnús Scheving verið á fullu við
að kynna bæinn í Bandaríkjunum.
Sú kynning hefur skilað sér, því ný-
verið sýndi barnasjónvarpsstöðin
Nickelodeon tvöfaldan Latarbæja-
þátt undir heitinu „Lazy Town’s
New Super Hero“. Hann var á besta
tíma í bandarísku sjónvarpi eða
klukkan átta um kvöldið. Niðurstöð-
urnar úr áhorfendakönnuninni und-
irstrikuðu vinsældir bæjarins í Am-
eríku því hann mældist með mesta
áhorfið hjá aldurshópnum tveggja
til ellefu ára. Latibær lætur ekki
þar við sitja því frá Bandaríkj-
unum er förinni heitið til Nor-
egs. Þar ætlar TV2 sjónvarps-
stöðin að tilkynna formlega um
samstarf sitt við bæinn og hven-
ær þættirnir fara í loftið en búið
er að talsetja þá yfir á norsku.
Íslendingar munu ekki fara var-
hluta af Latabæjaræðinu. Ríkis-
sjónvarpið ætlar að taka þættina
til sýningar 2. september og er
unnið hörðum höndum að því að
talsetja þættina. Þeir verða á dag-
skrá sjónvarpsins á undan Disney-
kvikmyndinni á föstudagskvöld-
um. Alls hafa nú fjörutíu og átta
lönd tryggt sér sýningarréttinn að
Latabæ en stefnan er sett á að
bæta þrjátíu löndum við. ■
46 18. ágúst 2005 FIMMTUDAGUR
LÁRÉTT 2 bein 6 á fæti 8 lík 9 umrót 11
þys 12 ávöxtur eikartrés 14 byggingarein-
ing prótína 16 Ð 17 sjáðu 18 óðagot 20
rykkorn 21 skjótur.
LÓÐRÉTT 1 skaddast 3 skammstöfun 4
minnka 5 fugl 7 læstur 10 forskeyti 13
hækkar 15 vansæmd 16 F 19 þurrka út.
LAUSN
1
6 7 8
10
13
119
12
15
16
18
21
20
17
14
19
2 3 4 5
Stór
humar
Risarækjurnar komnar
Latibær vinsælastur í Bandaríkjunum
[ VEISTU SVARIÐ ]
Svör við spurningum á bls. 8
1
3
2
Á laugardaginn.
Þjóðþing Suður-Kóreu.
Íslenska gámafélagið. Það verður af nógu að taka í
vetrardagskrá Ríkissjónvarps-
ins sem er í þann mund að hefj-
ast. „Þetta verður mjög öflugur
vetur og mikið af góðu tónlistar-
efni,“ segir Rúnar Gunnarsson,
dagskrárstjóri Rúv.
Þrír tónlistarþættir verða
sýndir í vetur og verður einn
þeirra, sem ber vinnuheitið
Hljómsveit kvöldsins, sýndur á
sama tíma og Gísli Marteinn
hefur verið til þessa en laugar-
dagsþáttur Gísla heyrir nú sög-
unni til. Um verður að ræða
fjórtán þætti af Hljómsveit
kvöldins fram að áramótum og
verður hver þeirra 25 mínútna
langur. Þar fá ólíkar íslenskar
hljómsveitir að spreyta sig í
sjónvarpssal og er markmið
þáttarins að gefa áhorfendum
góða mynd af því sem er að ger-
ast í íslensku tónlistarlífi. Ekki
hefur enn verið ákveðið hver
verður kynnir þáttarins.
Annar tónlistarþáttur Sjón-
varpsins nefnist Með á nótun-
um. Þar munu þau Jónas Ingi-
mundarson og Sigrún Hjálmtýs-
dóttir, Diddú, taka tóndæmi og
flytja lög. Jónas mun fjalla um
uppbyggingu ákveðinnar gerðar
af tónlist og síðan mun Diddú
syngja lögin á sinn hátt. Þriðji
þátturinn heitir Íslenskir ein-
leikarar þar sem sígild tónlist
verður í aðalhlutverki. Þarna
koma einleikarar á borð við
Sigrúnu Eðvaldsdóttur, Ásthildi
Haraldsdóttur og Gunnar Kvar-
an í heimsókn til Jónasar Sen og
spila á hljóðfæri sín. Þættirnir
verða klukkutíma langir.
Spaugstofan verður á sínum
stað í vetur og hefst nú fyrr en
áður, eða 17. september, auk
þess sem Gísli Einarsson mætir
aftur með sex aukaþætti af Út
og suður. Hefst sá fyrsti 6.
september. Ópið snýr einnig
aftur og verða þáttastjórnend-
urnir tveir í þetta skiptið, þær
Þóra Tómasdóttir og Ragnhildur
Steinunn. Latibær fer
einnig í loftið 2.
september en sá þátt-
ur hefur slegið í gegn
í Bandaríkjunum upp á
síðkastið. Gamanþáttur-
inn Kallakaffi, sem eru
skrifaður af Guð-
mundi Ólafssyni en
leikstýrt af
Hilmari Odds-
syni, verður
frumsýndur í
lok septemb-
er en þættirn-
ir verða tólf
talsins. Með
helstu hlutverk
fara Valdimar
Örn Flygenring, Rósa Guðný
Þórsdóttir, Þórhallur „Laddi“
Sigurðsson, Lovísa Ósk Gunn-
arsdóttir, Ívar Örn Sverris-
son og Davíð Guðbrandsson.
Einnig verður nóg fram-
boð af erlendu efni í vetur.
Nýjar þáttaraðir af dönsku
þáttunum Kroniken og Ern-
inum verða sýndar en
ekki hefur verið ákveðið
hvenær þeir fara í loft-
ið. Þátturinn Extras með
Ricky Gervais úr The
Office verður á dagskrá,
sem og breski gaman-
þátturinn Little Britain.
Einnig verða nýjar þátt-
araðir af Desperate
Housewives og Lost
sýndar upp úr áramót-
um. Næsti skammtur af
mafíuþættinum The
Sopranos er síðan vænt-
anlegur í mars.
freyr@frettabladid.is
KALLAKAFFI Leikarar í gamanþættinum Kallakaffi sem verður frumsýndur í lok september.
SJÓNVARPIÐ: FJÖLBREYTT VETRARDAGSKRÁ AÐ HEFJAST:
Þrír nýir tónlistarþættir í loftið
LEIÐRÉTTING
TÓNLISTIN Coldplay hefur verið í
miklu uppáhaldi hjá mér, en upp á
síðkastið hef ég verið að hlusta
mikið á Franz Ferdinand og hlakka
mikið til að fara á tónleikana með
þeim hér heima. Síðan hef ég ver-
ið að hlusta á nýja diskinn með
Leaves, Angela test, sem er frábær
diskur.
BÓKIN Ég var að klára að lesa
Kleifarvatn eftir Arnald Indriðason.
Hún hélt mér alveg fram að lokum
og var því gríðarlega spennandi.
BÍÓMYNDIN Ég held mikið upp á
Eternal Sunshine of a Spotless
Mind, en sá síðast Wedding
Crashers og þótti nokkuð fyndin.
Ég er mikið fyrir gamanmyndir því
mér finnst svo gott að hlæja og
koma brosandi út úr bíóhúsum
borgarinnar.
BORGIN Mér þykir vænst um
Stokkhólm því þar bjó ég um tíma
og kynntist borginni frekar vel.
Stokkhólmur er með fegurstu
borgum og einstaklega gott að
búa þar en mér þykir skemmtileg-
ast að vera umkringd ríkulegu
mannlífi og þar sem hlutirnir ger-
ast. Því þótti mér New York afar
spennandi og fílaði mig í botn í
þeirri heimsborg.
BÚÐIN Ég á mér í raun enga eina
uppáhalds búð, en ég get nefnt
H&M því þar er alltaf hægt að
finna eitthvað skemmtilegt og við-
ráðanlegt fyrir budduna. Mér hefur
alltaf þótt gaman að versla skart-
gripi og þá eru Pilgrim-skartgrip-
irnir í ISIS í uppáhaldi.
VERKEFNIÐ Ég er byrjuð að vinna
á fullu hjá Íslenska dansflokknum.
Það eru spennandi tímar framund-
an. Við erum að æfa þrjú verk eins
og stendur, og förum í sýningar-
ferð til Danmerkur í október. Ég
mun einnig stunda nám í öldunga-
deild MH og sit því ekki auðum
höndum í vetur.
...fær Þorsteinn J. Vilhjálmsson
fyrir að vekja athygli á stöðu
aldraðra.
HRÓSIÐ
Coldplay, gamanmyndir, Stokkhólmur og skartgripir
AÐ MÍNU SKAPI EMILÍA BENEDIKTA GÍSLADÓTTIR DANSARI HJÁ ÍSLENSKA DANSFLOKKNUM.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
AL
G
AR
Ð
U
R
RICKY GERVAIS Þátturinn
Extras með Ricky Gervais,
sem sló í gegn í The Office,
verður sýndur í Sjónvarpinu
í vetur.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
AL
G
AR
Ð
U
R
Myndir af Sölva Snæ Magnússyni
markaðsfulltrúa, og þremur
öðrum mönnum fylgdu frétt um
Íslenska pipar-
sveininn sem
birtist á þessari
síðu mánudag-
inn 15. ágúst.
M y n d r æ n a
framsetningu
og fyrirsögn
mátti skilja á
þann veg að fjórmenningarnir
myndu keppast um hlutverk ísl-
enska piparsveinsins. Það er ekki
rétt og Sölvi Snær og aðrir sem
kunna að hafa orðið fyrir óþæg-
indum vegna þess misskilnings
sem framsetning greinarinnar
bauð upp á eru beðnir velvirðing-
ar.
LÁRÉTT: 2Legg,6Il,8Hræ,9Los,11Ys,
12Akarn,14Amínó,16Eð,17Sko,18
Fum, 20Ar, 21Frár.
LÓÐRÉTT: 1Bila,3Eh,4Grynnka,5
Gæs,7Lokaður, 10Sam,13Rís,15
Óorð,16Eff, 19Má.