Fréttablaðið - 18.08.2005, Blaðsíða 57

Fréttablaðið - 18.08.2005, Blaðsíða 57
Þriðja árið í röð verður vínuppboð á Hótel Holti í tengslum við menningarnótt í miðborginni. Smökkunin er á vegum Globus hf. og hefst með vínsmakki klukkan 14.00 á Hótel Holti. Uppboðið hefst stundvíslega kl. 15.00 í Listasafninu á Holt- inu og stendur til 16.00. Þátttakendur hafa tæki- færi til að bragða á nokkrum eðalvínum fyrir upp- boð á milli 14.00 og 15.00. Ekkert kostar að taka þátt í uppboðinu. Uppboðshaldari er Steingrímur Sigurgeirsson vínrýnir og höfundur bókarinnar Heimur vínsins. Að þessu sinni verða boðin upp jafnt ung vín sem og þroskuð vín víða að úr heiminum. Sér- stök áhersla verður á vín frá Bordeaux af árgang- inum 2003 sem þótti einstaklega góður og sér- stakur um margt vegna þeirra miklu hita sem ríktu í Frakklandi það sumarið. Erlendir fulltrúar vínfyrirtækja heiðra þátttakendur uppboðsins með nærveru sinni og miðla kunnáttu sinni. Þátttakendur verða að hafa náð 20 ára aldri til þess að taka þátt og ef ágóði verður að uppboð- inu rennur hann til menningarmála. Þessi viðburður er skemmtilegt tækifæri fyrir vín- unnendur að auka við þekkingu sína og vínsafn á góðu verði. Skráning þátttakenda er hjá Hótel Holti í síma 552 57 00 eða hjá Globus víndeild í síma 522 25 25. Í tengslum við uppboðið og í tilefni menningar- nætur býður Hótel Holt upp á frábæran menn- ingarmatseðil ásamt sérvöldum vínum á tilboðs- verði. Listfræðingurinn Aðalsteinn Ingólfsson kynnir einnig áhugasömum gestum listaverk Holtsins á milli 18.00 og 19.00. Af vínum sem boðin verða upp má nefna: Chateau Brown Lamartine 2002 Chateau Brio de Cantenac 2001 Chateau Cantenac – Brown 1989 Bordeaux-árgangur 2003, Primeur (til af- greiðslu júlí 2004): Chateau Camensac 2003 Cos Labory 2003 Chateau Smith- Haut-Lafitte 2003 Chateau Troplong Mondot 2003 Úr kjallara Hótel Holts: Chateau Chalon Ségur 1995 Chateau Mouton Rothschild Chateau Ducru- Beaucaillou Chateau Giscours 1995 Frá Peter Lehmann í Ástralíu: Light Pass Cabernet Sauvignon 2002 Eden Valley Shiraz 2001 Peter Lehmann Clancy's 2002 FIMMTUDAGUR 18. ágúst 2005 41 Gæðavín boðin upp á menningarnótt VEITINGASTAÐURINN FJÖRUBORÐIÐ Hver og hvar?: Fjöru- borðið, Eyrarbraut 3A, 825 Stokkseyri. Hvernig er stemmningin? Fallegur og heimilislegur staður sem stendur við sjóinn á Stokks- eyri. Vinsælt er að ganga út af staðnum og dást að útsýninu við sjóinn. Þjónustan er góð, alúðleg og laus við óþarfa tilgerð. Matseðillinn Einfaldur. Boðið er upp á Stokks- eyrarhumar í 250 g, 300 g og 400 g skömmtum, humarsúpu, steikt lambafillet og grænmetisrétt húss- ins. Sérstakur matseðill er fyrir börnin. Meðlæti með matnum, ef þess er óskað, er agúrkusalat, tómatsalat, cous cous, ferskt salat og kartöflur og er það sérlega frumlega kryddað og braðgott. Fyrir matinn er borið fram brauð með þremur sölsum sem æra bragð- laukana, í eina þeirra er meira að segja notað estragon sem kallar fram æskuminningar um feita bernaisesósu. Vinsælast Það er auðvitað humarinn góði sem margir tengja við staðinn. Hann er borinn fram í fötum, klipptur í skelinni, með steiktum kartöflum, útataður í smjöri og hvítlauk. Það er svo auðvitað skil- yrði fyrir humaráti að honum sé skolað niður með vel kældu hvít- víni, gott er að láta á sig smekk svo maður útbíi sig ekki í fitu. Svo er bara að ráðast á kræsingarnar með kjafti og klóm. Í eftirrétt er boðið upp á úrval af heimabökuðum kök- um og tertum. Smjörsteiktur humar á Stokkseyri FJÖRUBORÐIÐ Góður, smjörsteiktur humar í afslöppuðu og fallegu um- hverfi er aðall veitingastaðarins róm- aða á Stokkseyri. E N N E M M / S ÍA / N M 17 5 2 9 Allt a› 300.000 kr. tölvukaupalán til allt a› flriggja ára á mjög hagstæ›um kjörum. KB Námsmenn sem kaupa fartölvur í Pennanum fá glæsilegan kaupauka; skrifbor›sstól, fartölvu- tösku og kortalesara a› ver›mæti 20.000 kr. Öllum Dell fartölvum hjá EJS fylgja minnislykill og Dell geislamús a› ver›mæti rúmlega 5.000 kr. Nánari uppl‡singar á kbnamsmenn.is.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.