Fréttablaðið - 28.08.2005, Side 12

Fréttablaðið - 28.08.2005, Side 12
Axel Gíslason, framkvæmdastjóri Eignarhaldsfélaganna Samvinnu- trygginga og Andvöku, var for- stjóri VÍS um fjórtán ára skeið og jafnframt framkvæmdastjóri Samvinnutrygginga og líftrygg- ingafélagsins Andvöku frá 1989. Eignarhaldsfélagið Samvinnu- tryggingar varð til í núverandi formi árið 1989 þegar Samvinnu- tryggingar, sem voru stofnaðar árið 1946 að tilstuðlan Sambands íslenskra samvinnufélaga, sam- einuðu rekstur sinn rekstri Brunabótafélags Íslands. Sem gagngjald fengu Samvinnutrygg- ingar helmingshlut í VÍS sem tók yfir tryggingarstarfsemi þess og Brunabótafélagsins. „Þá breyttist starfsemi Sam- vinnutrygginga úr því að vera í beinum tryggingarrekstri í það að vera annar af tveimur stórum hluthöfum VÍS. Brunabótafélagið breyttist einnig í eignarhaldsfé- lag,“ segir Axel. Eignarhaldsfélagið Andvaka varð til þegar LÍFÍS (Líftrygg- ingafélag Íslands) var stofnað tveimur árum síðar en þá rann rekstur Andvöku og líftrygginga- félags í eigu Brunabótafélags Ís- lands saman í eitt. Eignarhaldsfé- lagið Andvaka, sem var upphaf- lega norskt tryggingafélag sem Samvinnutryggingar festu kaup á, á enn stóran hlut í LÍFÍS. Horfðu fram á harða samkeppni Hver er ástæða þessara samein- inga? „Á þessum tíma voru að verða miklar breytingar á starf- semi tryggingafélaga í evrópsku vátrygginga- og fjármálaum- hverfi. Það lá fyrir að evrópsk tryggingafélög gætu komið til Ís- lands og starfað hér án takmark- ana. Á þessum tíma voru tvö þús- und tryggingafélög í Evrópu sem hefðu getað fengið starfsleyfi hér á landi. Hér voru starfandi mörg félög á litlum markaði sem hefði þýtt að samkeppnisstaða þeirra hefði orðið mjög erfið. Rekstrar- lega séð var það mjög skynsam- legt að sameina þau og hagræða í rekstrinum. Við sáum spennandi tækifæri til að spara en á sama tíma að bæta þjónustuna um allt land,“ segir Axel og bendir á að sameiningin hafi gengið betur en menn þorðu að vona. Félögin áttu einnig í erfiðleik- um með að ná sér í áhættufé sem gagnkvæm tryggingafélög og var því hlutafélagaformið talið betri kostur. Gagnkvæm tryggingafé- lög geta látið hluta hagnaðar eða arðs ganga til viðskiptavina í formi afsláttar og henta því vel í öruggum og reglulegum rekstri. Þetta félagaform hentar hins veg- ar illa við erfið rekstrarskilyrði. Sameiningin gaf nýja trygging- arfélaginu líka betri tækifæri til fjárfestinga eins og síðar kom á daginn. Hagnaður yfir tvo milljarða Í samþykktum Eignarhaldsfélags- ins Samvinnutrygginga segir að tilgangur félagsins sé meðal ann- ars að ávaxta sem best eigið fé þess með þátttöku í vátrygginga- starfsemi og skyldum rekstri og annars konar fjárfestingar- og lánastarfsemi. Rekstur félagsins gekk ljóm- andi vel á síðasta ári en þá var af- koman jákvæð um 2.400 milljónir króna og arðsemi eigin fjár hvorki meiri né minni en 132 pró- sent. Til samanburðar nam hagn- aður ársins 2003 um 312 milljón- um. Þá hagnaðist Andvaka um 120 milljónir króna á síðasta ári. „Bæði félögin hafa haft það að meginmarkmiði annars vegar að vera virkir þátttakendur á vá- tryggingarmarkaði í gegnum VÍS og LÍFÍS og hins vegar að ávaxta þær eigur sem ekki eru þar bundnar sem best hverju sinni.“ Axel segir það sé ekkert laun- ungarmál að Eignarhaldsfélagið Samvinnutryggingar eigi mikið inni. Til dæmis er stærsta eign fé- lagsins samkvæmt ársreikningi, 30 prósenta hlutur í VÍS, bókfærð á þrjá og hálfan milljarð króna, sem er langt undir markaðsvirði VÍS þegar það var tekið af mark- aði á síðasta ári. Axel hefur nátt- úrlega tröllatrú á VÍS og telur að það eigi eftir að halda áfram að gera góða hluti fyrir eigendur þess. Með óbeinum hætti er hlutur Eignarhaldsfélagsins Samvinnu- trygginga enn stærri í VÍS því það á hluti í Eignarhaldsfélögunum Hesteyri og Andvöku sem eiga svo hluti í VÍS. Þá á það eignarhlut í KB banka og hefur á síðustu misserum með- al annars fjárfest í fjárfestingafé- lögum sem standa utan um rekst- ur Lyfju, Fiskiðjunnar Skagfirð- ings, Áburðarverksmiðjunnar og Fóðurblöndunnar. Varðveitir réttindi tryggingartaka Eigendur Eignarhaldsfélagsins Samvinnutrygginga eru annars vegar tryggingartakar Samvinnu- trygginga árin 1987-88 og trygg- ingartakar í lögboðnum bruna- tryggingum húsa árin 1992-93 og hins vegar Samvinnutrygginga- sjóðurinn, sem er eins konar sjálfseignarstofnun og hefur sama tilgang og eignarhaldsfélagið. Hlutdeild tryggingartakanna í eigin fé er um tvö hundruð millj- ónir króna en hlutdeild Samvinnu- tryggingasjóðsins um eitt hund- rað milljónir samkvæmt ársreikn- ingum. Varasjóður og annað eigið fé nemur um fjórum milljörðum króna. Hlutverk félagsins er meðal annars að gæta hagsmuna gömlu tryggingartakanna og varðveita þeirra réttindi. „Þetta var hugsað svo að gömlu tryggingafélögin væru í eigu tryggingartakanna á hverjum tíma. Tveimur árum eft- ir að þeir hætta tryggingartöku eða falla frá þá falla þessi skilyrtu réttindi niður og renna inn í Sam- vinnutryggingasjóðinn. Það er al- gengur misskilningur að halda að þau réttindi gangi til annarra og síðasti maður eignist félagið. Samvinnutryggingasjóðurinn er sjálfseignarstofnun sem er rekin sem deild innan félagsins.“ Verði félaginu slitið eru það einungis tryggingatakar gömlu félaganna sem geti gert tilkall til þess hluta eigin fjár sem er merkt þeim. Heimilt er samkvæmt sam- þykktum að greiða eigendum eig- in fjár félagsins arð verði hagnað- ur og er hann þá lagður inn á eig- infjárreikninga. Jafnframt eru eiginfjárreikningar hækkaðir á hverju ári í samræmi við verð- lagsbreytingar. Verði halli á rekstri félagsins er hann bættur úr varasjóði. Ekki fé án hirðis Er Eignarhaldsfélagið Samvinnu- tryggingar ekki fé án hirðis eins og oft er sagt um sparisjóðina? „Þetta er ekki fé án hirðis - það er alveg klárt. Þetta er fé sem fulltrúaráðið, stjórnin og ég sem framkvæmdastjóri erum hirðar yfir og berum sameiginlega ábyrgð á,“ segir Axel. Fulltrúaráð félagsins, skipað 24 aðalmönnum og sex vara- mönnum, tilnefnir fimm manna stjórn Eignarhaldsfélagsins Sam- vinnutrygginga. „Fulltrúar mega aðeins sitja í ráðinu í átta ár og þá kýs það nýjan aðila. Fulltrúa- ráðsfundur sem aðalfundur ber ábyrgð á því að afgreiða reikn- inga og taka stórar ákvarðanir sem snúa til dæmis að því að breyta samþykktum félagsins,“ segir hann. Stjórnin ræður fram- kvæmdastjóra sem fer með dag- leg málefni félagsins. Fulltrúaráðsmenn og stjórnar- menn skulu vera tryggingartakar hjá VÍS og/eða fyrrverandi trygg- ingartakar hjá Samvinnutrygg- ingum. Ánægður með árangurinn Axel er bjartsýnn á framtíðina og er ánægður þegar hann lítur yfir farinn veg. „Breytingin yfir í eignarhaldsfélag var í samræmi við þann tilgang að bæta trygg- ingarlega reksturinn sem Sam- vinnutryggingar voru stofnaðar til að sjá um. Þetta var besta leið- in að okkar mati á sínum tíma og ég efast um að nokkur sé í vafa um að þetta hafi verið rétt ákvörðun. Eignarhaldsfélagið er fjárhagslega mun öflugra en Samvinnutryggingar voru nokkurn tíma og hefur mikil tækifæri til að vaxa og dafna,“ segir hann að lokum. 28. ágúst 2005 SUNNUDAGUR vidskipti@frettabladid.is nánar á visir.is Heldur uppi merki Samvinnutrygginga - SPENNANDI VALKOSTUR Stangarhyl 3 110 Reykjavík Sími: 591 9000 www.terranova.is Akureyri sími: 461 1099 Salou Súpersól 2. og 9. sept. Frá kr. 24.995 Síðustu sætin Terra Nova býður síðustu sætin til Salou á ótrúlegum kjörum. Salou er fallegur bær á Costa Dorada ströndinni, sunnan Barcelona. Þar er Port Aventura, glæsilegasti skemmtigarður Spánar. Salou skartar stórkostlegum ströndum, fjölbreyttri afþreyingu og litríku næturlífi. Þú bókar sæti og 4 dögum fyrir brottför færðu að vita hvar þú gistir. Kr. 24.995 í 5 daga kr. 34.990 í 12 daga Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 2 börn. Súpersól tilboð, 2. og 9. sept. í 5 eða 12 daga. Kr. 34.995 í 5 daga kr. 44.990 í 12 daga Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna. Súpersól tilboð, 2. og 9. sept. í 5 eða 12 daga. 12 HELSTU EIGNIR EIGNARHALDSFÉ- LAGSINS SAMVINNUTRYGGINGA Félag VÍS (30%) Eignarhaldsfélagið Hesteyri (33% - Hesteyri á 24 prósent í VÍS) KB banki Eignarhaldsfélagið Andvaka (50% - Andvaka á um 5 prósent í VÍS) M.a. hluthafi í eignarhaldsfélögum utan um rekstur Áburðarverksmiðjunnar, Fiskiðjunnar Skagfirðings, Fóðurblönd- unnar, Lyfju og Samkaupa Eignarhaldsfélagi› Samvinnutryggingar hagna›ist um 2,5 milljar›a á sí›asta ári og s‡ndi frábæra ávöxtun. Félagi› er stór eigandi í VÍS, KB banka, sjávarútvegi, landbúna›i og verslunarrekstri. Eggert fiór A›alsteinsson hitti Axel Gíslason, framkvæmda- stjóra Eignarhaldsfélaganna Samvinnutrygginga og Andvöku, a› máli og fræddist um sögu, rekstur og tilgang félaganna. AXEL GÍSLASON, FRAMKVÆMDASTJÓRI EIGNARHALDSFÉLAGANNA SAMVINNUTRYGGINGA OG ANDVÖKU Hlutverk félag- anna er að ávaxta eigið fé með sem bestum hætti með aðild að vátrygginga- og fjármálastarfsemi. „fietta er ekki fé án hir›is - fla› er alveg klárt. fietta er fé sem fulltrúará›i›, stjórnin og ég sem framkvæmdastjóri erum hir›ar yfir og berum sameiginlega ábyrg› á,“

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.