Fréttablaðið - 28.08.2005, Page 59

Fréttablaðið - 28.08.2005, Page 59
■ ■ LEIKIR  16.00 Grindavík tekur á móti Fram í Grindavík í Landsbankadeild karla.  18.00 ÍA og FH mætast á Akranesvelli í Landsbankadeild karla.  19.15 Þróttur og KR mætast á Laugardalsvelli í Landsbankadeild karla.  20.00 Úrslitaleikur Hraðmóts Vals í körfubolta í Kennaraháskólanum. ■ ■ SJÓNVARP  11.00 Spænski boltinn á Sýn.  12.15 Enski boltinn á Enska boltanum. Beint frá leik Middlesbrough og Charlton.  12.40 Watford og Reading á Sýn.  14.20 Hnefaleikar á Sýn.  14.45 Enski boltinn á Enska boltanum. Beint frá leik Newcastle og Man. Utd.  14.50 Kvennlandsleikur á RÚV. Bein útsending frá leik Íslands og Svíþjóðar í knattspyrnu kvenna á RÚV.  16.50 Gillette-sportpakkinn á Sýn.  18.20 Ítalski boltinn á Sýn. Beint frá leik Juventus og Chievo.  20.20 Spænski boltinn á Sýn. Beint frá leik Cadiz og Real Madrid.  21.30 Helgaruppgjör á Enska boltanum.  21.40 Helgarsportið á RÚV.  21.55 Fótboltakvöld á RÚV.  22.00 Landsbankamörkin á Sýn. HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 25 26 27 28 29 30 31 Sunnudagur ÁGÚST SUNNUDAGUR 28. ágúst 2005 Keppni allra landsmanna Frítt á leiki og happdrættispottur Sextán ára og yngri fá frítt á leiki í Landsbankadeildinni í sumar og lenda í happdrættispotti þar sem dregnir verða út 100 glæsilegir vinningar. Miðar eru afhentir í útibúum bankans. 1. vinningur: 4 flugmiðar og 4 miðar á leik í Meistaradeild Evrópu. Aðrir vinningar: Áritaðar landsliðstreyjur og vandaðir fótboltar. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S L BI 2 93 72 08 /0 5 410 4000 | www.landsbanki.is VIÐ STYÐJUM ÍSLENSKA KNATTSPYRNU MEÐ STOLTI sun. 28. ágúst 16:00 Grindavík - Fram sun. 28. ágúst 18:00 ÍA - FH sun. 28. ágúst 19:15 Þróttur - KR mán. 29. ágúst 18:00 Valur - ÍBV þri. 30. ágúst 18:00 Fylkir - Keflavík NÆSTU LEIKIR LANDSBANKADEILDAR KARLA Miðvikudaginn 7. september mun sérblað um sjávarútveg fylgja Fréttablaðinu. Blaðið verður tileinkað Íslensku sjávarútvegssýningunni 2005. Pöntunarfestur auglýsinga er til kl. 12.00 þriðjudaginn 6. september. Skil á efni er fyrir kl. 12.00 mánudaginn 5. september Nánari upplýsingar veita Ámundi Ámundason í síma 515-7580 eða 821-7514, netfang amundi@frettabladid.is, og Valur Þráinsson í síma 550-5084 eða 663-4411, netfang valur@frettabladid.is Sérblað um sjávarútveg Íslenska sjávarútvegssýningin 2005 í Smáranum Kópavogi 7. -10. september Boris í gó›um anda Kristinn Óskar Haraldsson sigra›i örugglega í kraftakeppninni „Su›urnesjatrölli›“ sem lauk í Grindavík í gærdag. AFLRAUNIR Síðasta keppnin í móta- röðinni Sterkasti maður Íslands fór fram um helgina, en keppnin bar heitið Suðurnesjatröllið 2005. Keppnin hófst með látum í Hafn- arfirði á föstudaginn, en þaðan lá leiðin í Garðinn og lokaátökin fóru fram í Grindavík. Það var handhafi titilsins Sterkasti maður Íslands, Kristinn „Boris“ Haraldsson sem sigraði með nokkrum yfirburðum í keppninni, en hann sigraði í öllum greinunum nema einni. Guðjón Gíslason eða „Gaui Austfjarða- tröll“ eins og hann er jafnan kall- aður, sigraði í lóðakasti yfir rá með kasti upp á 15,5 fet, sem er frábær árangur. Þó sigur Boris hafi verið nokk- uð öruggur, var hann ekki á því að hann hafi verið auðveldur. Langt frá því að vera auðvelt „Það var langt í frá auðvelt að vinna þessa keppni, en mér gekk jú mjög vel,“ sagði Boris sem var nýgenginn frá matarborðinu í Grindavík þegar blaðamaður náði tali af honum. „Það voru miklar þyngdir í þessu móti núna og í raun held ég að þetta hafi verið erfiðasta mót sumarsins ef undan er skilin keppnin Sterkasti maður Íslands. Það var rosalega góður andi í þessari keppni og margir og skemmtilegir áhorfendur settu svip sinn á hana, auk þess sem við fengum auðvitað ótrúlega gott veður,“ sagði Boris sem var risp- aður og tættur eftir átökin við „Bjargið“, sem er hin nýja Húsa- fellshella í sportinu, en er talsvert mikið þyngri en hellan gamla. Gott fyrir sjálfstraustið „Það var mjög gott fyrir sjálfs- traustið að taka þessa keppni svona áður en maður fer út til Kína á Sterkasta mann heims, en ég á nú að vísu eftir að keppa á tveimur mótum í viðbót áður en ég fer þangað,“ sagði Boris hlæj- andi, en hann hefur verið iðinn við kolann á mótum sumarsins. „Ég lít fyrst og fremst á þessi mót núna sem æfingu fyrir mig, því mig skortir fyrst og fremst reynslu í þessu sporti. Aflið er nóg hjá mér, en ég verð að öðlast alla þá reynslu sem ég get til að komast í fremstu röð í aflraunun- um,“ sagði Boris, sem keppir eins og áður sagði í Sterkasta manni heims í Kína í næsta mánuði. baldur@frettabladid.is SUÐURLANDSTRÖLLIÐ Boris hit- aði upp fyrir keppnina Sterkasti maður heims með sigri í gær en hann er á leiðinni til Kína í lok næsta mánuðar. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.