Fréttablaðið - 28.08.2005, Page 62

Fréttablaðið - 28.08.2005, Page 62
28. ágúst 2005 SUNNUDAGUR Argentínumaðurinn GabrielHeinze, sem leikur með Manchester United, er vongóður um að keppnistímabilið serm er nýhafið verði árangursríkt fyrir Manchester. „Ef við ætlum að vera í topp- baráttunni verðum við að halda einbeitingu allt tímabilið og hafa trú á því að við getum unnið öll lið í deild- inni. Ég held að ekkert lið sé betra en við þegar við sýnum okkar besta. Chelsea er með sterka vörn en sókn- arleikur liðsins mætti vera betri.“ Heinze hefur leikið vel það sem af er tímabili og hefur meira að segja ver- ið að skora mörk, en hann er ekki þekktur fyrir mikla markaskorun. Alan Curbishley, knattspyrnustjóriCharlton Athletic, segist þurfa tvo leikmenn til viðbótar til þess að lið félagsins geti blandað sér í baráttuna um sæti í Evrópukeppni. „Það sýndi sig á síðustu leiktíð að leikmanna- hópur okkar var ekki nægilega stór þegar leikjaálagið fór að aukast. Þess vegna ætla ég að reyna að fá tvo góða leikmenn til félagsins áður en félagsskiptaglugg- inn lokar.“ Charlton hefur byrjað leiktíð- ina ágætlega og hefur nýr framherji liðsins, Darren Bent, leikið sérstak- lega vel í framlín- unni. Hermann Hreiðarsson hefur leikið í stöðu miðvarðar og leyst þá stöðu vel. Á síðustu árum hefur hann að mestu leyti leikið í stöðu vinstri bakvarðar en virðist nú vera búinn að festa sig í sessi sem miðvörður. Jean-Michel Aulas, forseti franskaknattspyrnufélagsins Lyon, er hæstánægður með að hafa náð að klófesta Portúgalann Tiago, en hann var áður á mála hjá Chelsea. Ger- ard Houllier lagði mikla áherslu á það að fá Tiago til Lyon en honum er ætl- að að fylla skarð Mikael Essien sem fór nýlega til Chelsea. „Það er gott að vera bú- inn að ganga frá þessum kaupum því við höfum verið að eltast við Ti- ago í langan tíma. Hann lék frábær- lega í Portúgal og átti gott fyrsta tímabil með Chelsea á síðustu leik- tíð. Hann mun verða í aðalhlutverki hjá okkur á komandi leiktíð og verð- ur örugglega einn af bestu leikmönn- um Portúgals í HM á næstu leiktíð.“ Nicky Butt vonast til þess að náað sýna sitt besta í næstu leikj- um með Birmingham City en hann náði sér ekki nægi- lega vel á strik með Newcastle United á síðustu leiktíð. „Ég var ekki nægilega góður hjá Newcastle í fyrra. Ég lék meiddur í margar vikur og átti erfitt með að sýna stöð- ugleika eftir það. Ég reyndi mitt besta en það var ekki nægilega gott. Ég hef fulla trú á því að ég geti náð að sýna hvers ég megnugur hjá Birmingham City. Hér er knattspyrnustjóri sem hefur trú á mér og það skiptir sköp- um. Ef sjálfstraustið verður í lagi held ég að það sé möguleiki fyrir mig að komast í landsliðshópinn fyrir heims- meistaramótið í Þýskalandi á næstu leiktíð.“ ÚR SPORTINU Jörundur Áki Sveinsson, fljálfari íslenska landsli›sins, segir sænska li›i› vera grí›arlega sterkt en fla› hefur veri› í fremstu rö› í heiminum á sí›ustu árum. Miki› mun flví mæ›a á varnarmönnum íslenska li›sins í dag. Áhersla lög› á varnarleik FÓTBOLTI Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu mætir í dag því sænska á Nobelstadion í Karlskoga í Svíþjóð, en leikurinn er hluti af undankeppni heims- meistaramótsins. Lið Svíþjóðar er eitt það allra besta í heiminum og hefur margsinnis leikið til úrslita á stórmótum á síðustu árum. Jörundur Áki Sveinsson, lands- liðsþjálfari, vonast til þess að ís- lenska liðið geti komið á óvart. „Þetta verður erfiður leikur og varnarleikur okkar verður að vera virkilega góður. Sænska liðið er eitt það besta í heiminum og í svona leikjum er ekki hægt að leyfa sér neitt kæruleysi. Það mun því verða okkar verkefni að nýta skyndisóknirnar og sýna samstöðu í varnarleiknum.“ Sigur í fyrsta leiknum Íslenska liðið er búið að keppa einn leik til þessa og var það gegn landsliði Hvíta-Rússlands. Ís- lenska liðið vann þann leik nokkuð örugglega, 3-0, en Jörundur hefði viljað vinna hann með meiri mun. „Auðvitað hefði verið gott að vinna með meiri mun en það er líka gott veganesti fyrir þennan leik gegn Svíþjóð að halda mark- inu hreinu og það verður útgangs- punktur okkar í leiknum gegn sænska liðinu.“ Þrjár að glíma við meiðsli Þrír leikmenn íslenska liðsins eiga við smávægileg meiðsl að stríða en það eru Laufey Ólafsdótt- ir, Greta Mjöll Samúelsdóttir og Guðlaug Jónsdóttir. Jörundur von- ast til þess að þær verði með í leiknum í dag. „Vonandi verða þær klárar í slaginn en ég geri nú ekk- ert ráð fyrir því að þær verði allar orðnar leikhæfar.“ Mikið mun mæða á Eddu Garð- arsdóttur, leikmanni Breiðabliks, en hún verður líklega í stöðu aftasta miðjumanns eða í vörninni. „Leikurinn leggst vel í okkur enda er Svíþjóð eitt besta landslið í heiminum. Við þurfum allar að leika vel ef stig á að nást út úr þessari viðureign. Við erum með góða sóknarmenn eins og Margréti Láru Viðarsdóttur og Ásthildi Helgadóttur og þær þurfa ekki að fá mörg færi til þess að skora. Ef varnleikurinn gengur vel þá fáum við örugglega einhver marktæki- færi og vonandi tekst okkur að nýta þau.“ magnush@frettabladid.is Erfiðar aðstæður settu strik í reikninginn hjá Ólöfu Maríu í Finnlandi í gær: GOLF Kylfingurinn Ólöf María Jónsdóttir náði sér ekki nægi- lega vel á strik á fyrstu tveimur hringjunum á Opna finnska meistaramótinu í Helsinki um helgina, en hún lék á ellefu högg- um yfir pari vallarins. Fyrri hringurinn var örlítið betri, en þá lék Ólöf á fimm höggum yfir pari, en annan hringinn á sex höggum yfir pari vallarins. Ólöf sagði aðstæðurnar í Helsinki hafa verið erfiðar þar sem mikill vindur setti mark sitt á spilamennsku kylfingana. „Ég er nú ekkert sérstaklega ánægð. Ég var óheppin með veðrið því annar hópurinn fékk ágætt veður en hinn hópurinn, sem ég var í, fékk mikinn vind sem erfitt var við að eiga. Ég reyndi eins og ég gat að hafa stjórn á spilamennsk- unni en það var erfitt. Aðstæð- urnar leyfðu manni ekki að gera mörg mistök og því fór þetta ekki eins vel og hefði viljað.“ Ólöf var í 72.sæti þegar hún lauk keppni í gær og náði ekki að komast í gegnum niðurskurðinn. -mh A›eins hársbreidd frá flví a› komast áfram ÁSTHILDUR HELGADÓTTIR Í BARÁTTUNNI Mikið mun mæða á fyrirliða íslenska landsliðs- ins, Ásthildi Helgadóttur, en hún þekkir vel til sænska liðsins þar sem hún leikur með einu af sterkari liðum Svíþjóðar, Mamö FF. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL. ÓLÖF MARÍA JÓNSDÓTTIR Ekki hefur gengið nógu vel hjá Ólöfu Maríu að und- anförnu en hún vonast eftir betra gengi í næsta móti sem fer fram í Danmörku.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.