Fréttablaðið - 28.08.2005, Side 64

Fréttablaðið - 28.08.2005, Side 64
32 28. ágúst 2005 SUNNUDAGUR Þrátt fyrir það að mér hafi verið legið það á hálsi að vera þunglyndur, geð- vondur og pirraður í þessum pistlum ætla ég að láta það eftir mér, eina ferð- ina enn, að vera leið- inlegur í dag. Þetta eru fastir liðir hjá mér á haustin en þá verð ég eins og geit- ungur. Finn einhverja undarlega feigð læðast að mér og get ekki brugðist öðruvísi við en að sýna mínar verstu hliðar og helst stinga. Nú er haustið ofboðslega falleg- ur tími og engin ástæða til annars en að brosa framan í kaldan vind- inn og njóta sólarlagsins. Við geit- ungarnir getum það bara ekki vegna þess að við horfum bara á það neikvæða. Vitum að handan bleiks sólsetursins bíður myrkur, brunagaddur, haustútsölur, þing- setning og alls konar önnur geð- veiki sem hverfur á sumrin. Þegar mér og geitungunum líð- ur illa langar okkur mest af öllu til þess að öðrum líði líka sem verst og þess vegna erum við viðskotaill- ir og látum allt fara í taugarnar á okkur. Rót vandans liggur samt ekki hjá fíflunum sem okkur lang- ar að stinga heldur okkur sjálfum. Það eru gömul sannindi að eftir því sem fíflunum í kringum mann fjölgar þá er eitthvað að hjá manni sjálfum. Það eru því eðlileg við- brögð okkar fýlupúkanna að láta eiturstungum og fúkyrðum rigna yfir samferðarfólk okkar. Geitungarnir eru þó bundnari af eðli sínu en ég þannig að þeir geta ekkert gert nema stungið einhvern og dottið svo niður dauðir. Þeir eru svolítið svipaðir reiða fréttablogg- aranum á Suðurlandi sem dritaði ónotum og kláða yfir ríkisbubba og meint skítapakk. Nú er búið að taka broddinn úr rassinum á honum og eftir stendur fífl sem lét fíflin í kringum sig hafa sig að fífli. Sjálfur ætla ég að byggja á reynslunni, búa mig undir veturinn með því að kaupa dúnsæng, klæða broddinn minn í bómull, og brosa við vetrinum og fíflunum því að fíflið það er ég. ■ STUÐ MILLI STRÍÐA ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON GETUR BREYTT RÉTT ÞVÍ HANN SKILUR GEÐSLAG GEITUNGA. Haustpirringur M YN D : H EL G I S IG U RÐ SS O N Ásatrúarfélagið Aukaallsherjarþing laugardaginn 10. september 2005 kl. 14:00. Ásatrúarfélagið boðar til aukaallsherjarþings í húsnæði félagsins að Grandagarði 8, Reykjavík, laugardaginn 10. september nk. Eina málið á dagskrá verður umræða og atkvæðagreiðsla um sölu húsnæðis félagsins að Grandagarði 8, Reykjavík. Reykjavík, 23. ágúst 2005, f.h. lögréttu, lögsögumaður. ■ PONDUS ■ PÚ OG PA Eftir SÖB Eftir Frode Överli 7 8 5 6 8 4 9 3 9 1 2 7 3 7 6 8 1 3 1 4 5 9 8 6 4 6 2 7 4 6 7 5 9 5 3 4 ■ SUDOKU DAGSINS Fylltu út í reitina þannig að hver lína, hver dálkur og hver 3x3 kassi rúmi allar tölurnar á bilinu 1 til 9. Sama talan má ekki koma fyrir tvisvar sinnum í sömu línu, sama dálki eða sama 3x3 kassa. Engin stærðfræðikunnátta er nauðsynleg þó leikið sé með tölum. Þrautin er leyst með rökhugsun og útsjónarsemi. Lausnir, ráðleggingar og upplýsingar eru á www.sudoku.com. Lausn þrautarinnar birtist á sama stað í blað- inu á morgun. 3 6 2 8 9 4 7 5 1 1 5 4 6 3 7 2 9 8 8 9 7 2 5 1 3 6 4 9 4 6 1 7 3 5 8 2 2 3 8 9 6 5 1 4 7 5 7 1 4 2 8 9 3 6 7 1 3 5 8 6 4 2 9 6 2 5 7 4 9 8 1 3 4 8 9 3 1 2 6 7 5 Lausn á gátu gærdagsins Nú verð ég bara að fá mér svolítið brennivín! Kókið gerir mig alveg kexruglaðann!

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.