Fréttablaðið - 22.09.2005, Blaðsíða 6
6 22. september 2005 FIMMTUDAGUR
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir efast um hæfi saksóknara
Ásakanir án innistæ›u
BAUGSMÁL „Mér finnst þetta mjög
alvarleg tíðindi fyrir íslenskt rétt-
arkerfi vegna þess að ákæra hefur
í för með sér slíka röskun á högum
fólks að það verður að gera kröfu
til ákæruvaldsins um að skýrt komi
fram í hverju brot er falið og gegn
hverju og hverjum,“ segir Ingi-
björg Sólrún Gísladóttir, formaður
Samfylkingarinnar.
Hún segir það grundvallar-
mannréttindi að geta varist ákær-
um ekki síst af hálfu hins opinbera
ákæruvalds. Þess vegna þurfa rök-
in að vera mjög skýr. Það virðist
vanta upp á það í þessu máli og það
finnst mér mjög alvarlegt eftir
þriggja ára rannsókn.“
Ingibjörg Sólrún telur verðugt
að skoða þrennt ef niðurstaða
Hæstaréttar verður á sama veg
og í undirrétti.
„Í fyrsta lagi verður að skoða
hvort ekki komi til greina að að-
skilja rannsóknarvald og ákæru-
vald.
Í öðru lagi þarf að ganga úr
skugga um hvort þeir sem unnu
að málinu séu til þess bærir eða
hæfir að vinna með málið áfram.
Þeir hafa sagt að þeir muni gefa
út nýja ákæru. Ég dreg í efa að
þeir séu til þess bærir.
Í þriðja lagi vakna spurningar
um það hver beri ábyrgð á því að
farið sé fram með svo þungar
ásakanir án þess að fyrir þeim sé
nægileg innistæða.“ - jh
BAUGSMÁL Steingrímur J. Sigfússon,
þingmaður og formaður vinstri
grænna segir það áfall eftir víð-
tæka og harkalega aðgerð af hálfu
lögreglu og ákæranda að uppsker-
an skuli ekki vera meiri en raun
ber vitni í Baugsmálinu. „Það er
ekki hægt annað en að líta á þetta
sem stóráfall fyrir ákæruvaldið.“
Hann segir að útreið Baugs-
málsins í dómskerfinu gefi tilefni
til þess að fara yfir starfsaðferðir
og vinnubrögð efnahagsbrotadeild-
ar og athuga hvort þau séu í nægi-
lega góðu lagi.
Héraðsdómur Reykjavíkur vís-
aði ekki aðeins átján ákærum frá
heldur öllu málinu sem kunnugt er.
„Vera má að héraðsdómur sé að
verja sig fyrir mögulegri ofanígjöf
frá Hæstarétti minnugur þess að
hann hefur rekið mál til baka og
sagt að þau hafi ekki verið nógu vel
undirbúin.“
Steingrímur telur að réttarríkið
hefði virkað ef niðurstaðan hefði
verið sú að ekki væri efni til ákæru
eftir rannsókn málsins. „Það er allt
annað og verra þegar ákærandi tel-
ur sig hafa efni til að ákæra í tug-
um liða og ákærur reynast svo
ónýtar.“ - jh
Er Baugsmáli› dautt?
fiví meir sem lögspekingar fjalla um stö›u Baugsmálsins eftir a› Héra›sdómur Reykjavíkur varpa›i
flví út úr dóminum fleim mun ríkari ver›a efasemdir fleirra um a› unnt ver›i a› halda flví áfram af
hálfu ákæranda. Jafnvel hvernig sem máli› fer í Hæstarétti.
Lögspekingar og áhugafólk velta
því fyrir sér nú hvað verði um
Baugsmálið ef Hæstiréttur dæmir
á sama veg og héraðsdómur og vís-
ar ákærunum í Baugsmálinu frá
dómi í heild sinni. Þeir hinir sömu
eru að meira eða minna leyti sam-
mála um að niðurstaða Héraðs-
dóms Reykjavíkur, sem vísaði mál-
inu öllu frá en ekki að hluta, sé
meiriháttar áfall fyrir embætti
Ríkislögreglustjóra og saksóknara.
Fljótt á litið getur Hæstiréttur
staðfest úrskurð héraðsdóms og
þar með væri málinu endanlega
vísað frá dómi í núverandi búningi.
Lögfræðingar, þeirra á meðal
Eiríkur Tómasson prófessor og
fleiri, hafa bent á að ekket banni
að aftur verði ákært.
Í úrskurðinum frá því á þriðju-
dag hefur verið staldrað við það
álit dómaranna í undirrétti að
verknaðarlýsing á meintum brot-
um sakborninga í Baugsmálinu
væru ófullnægjandi af hálfu
ákæranda.
Í þessu sambandi er athyglis-
vert að skoða dóm Hæstaréttar
sama dag í máli Auðar Sveinsdótt-
ur Laxness gegn Hannesi Hólm-
steini Gissurarsyni um meint brot
á höfundarrétti gegn Halldóri
Laxness. Undirréttur hafði vísað
málinu frá og Auður skaut því til
Hæstaréttar.
Í dómi Hæstaréttar í þessu
máli segir að enda þótt fallist
verði á með héraðsdómara að í
stefnu sé lýsing málsástæðna
ágripskennd sé þess að gæta að
krafa Auðar sé einkarefsikrafa.
Verði í því ljósi að telja Auði hafa
sett fram nægilega skýrt í hverju
ætluð brot Hannesar Hólmsteins
felist að hennar mati, en hafa
verði í huga að ekki séu gerðar
sömu kröfur um framsetningu
stefnu í einkarefsimáli og gerðar
séu til ákæru í opinberu máli sam-
kvæmt lögum um meðferð opin-
berra mála.
Af þessum sökum þykir dóm-
urum ekki næg efni til að vísa frá
dómi refsikröfu Auðar enda verði
ekki fallist á með Hannesi Hólm-
steini að ætlaður óskýrleiki í
kröfugerð Auðar sé þess eðlis að
hann fái ekki tekið til varna með
eðlilegum hætti.
Með ofangreindum hætti tók
Hæstiréttur sérstaklega fram –
sama dag og Baugsmálið var til
úrskurðar í Héraðsdómi Reykja-
víkur – að ríkari kröfur séu gerð-
ar í opinberu máli – eins og
Baugsmálinu – en einkarefsimáli
Auðar Laxenss gegn Hannesi
Hólmsteini Gissurarsyni.
Baugsmálinu hefur einnig verið
líkt við Hafskipsmálið fyrir 20
árum. Saksóknari í málinu var í
Hæstarétti dæmdur vanhæfur til
að sækja málið. Það tengdist meðal
annars Útvegsbankanum sáluga en
þar sat bróðir hans í bankaráði.
Dómstólar létu ákæranda ekki í té
neinar leiðbeiningar um það hvern-
ig bæta eða breyta mætti ákærun-
um. Í Baugsmálinu neyddust dóm-
ararnir til þess að vekja athygli
ákæranda á að verknaðarlýsingar á
meintum brotum væru ófullnægj-
andi í 18 af 40 ákærum. Því má
segja að í Baugsmálinu hafi dóm-
stóllinn með þeim hætti gefið
ákæranda leiðbeiningar eins og
Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ás-
geirs Jóhannessonar, hefur þrá-
faldlega bent á.
Það sem skiptir ekki minna
máli er ef til vill það að frá því
dæmt var í Hafskipsmálinu hafa
Íslendingar lögleitt Mannrétt-
indasáttmála Evrópu og breytt
mannréttindakafla stjórnarskrár-
innar árið 1995.
Í 70. grein stjórnarskrárinnar
er nú kveðið á um að öllum beri
réttlát málsmeðferð innan hæfi-
legs tíma fyrir óháðum og óhlut-
drægum dómstólum.
Í 6. grein Mannréttindasátt-
mála Evrópu er algerlega sam-
bærilegt ákvæði um réttláta máls-
meðferð innan hæfilegs tíma
frammi fyrir sjálfstæðum og óvil-
höllum dómstóli.
Fari svo að Hæstiréttur stað-
festi úrskurð undirréttar og
Baugsmálinu verði endanlega vís-
að frá gæti saksóknari ákært á
nýjan leik. Málið yrði sett í nýjan
búning. En yrði það rannsakað á
ný? Yrðu settar fram aðrar eða
nýjar ákærur? Hvað um nýja hús-
leit?
Ef nýjar ákærur koma aftur
fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur
verða dómarar í það skipti að
fletta upp í stjórnarskránni og
Mannréttindasáttmála Evrópu.
Og þann dag gætu hæglega verið
fjögur ár frá fyrstu húsleit hjá
Baugi. Og ákæranda væri einnig í
raun gefið annað tækifæri til að
lagfæra ákærur að kröfum dóm-
stólanna.
Yrði þetta dæmi um réttláta
málsmeðferð innan hæfilegs tíma
fyrir óháðum og óhlutdrægum
dómstólum í skilningi stjórnar-
skrárinnar og Mannréttindasátt-
mála Evrópu? ■
Kaupfélag Eyfirðinga:
Fjölgar fólki
um 50 prósent
ATVINNA Kaupfélag Eyfirðinga
hefur auglýst eftir markaðs- og
kynningarfulltrúa.
Um er að ræða nýtt starf hjá
félaginu en starfsmönnum KEA
mun fjölga úr tveimur í þrjá eða
um helming með ráðningunni, en
nú eru einungis framkvæmda-
stjóri og aðstoðarmaður fram-
kvæmdastjóra starfandi hjá fé-
laginu.
Á meðal verkefna markaðs- og
kynningarfulltrúa KEA verður
þjónusta við félagsmenn, skipu-
lagning viðburða auk annars
kynningarstarfs og umsjón með
heimasíðu félagsins.
- kk
EINAR K. GUÐFINNSSON „En úrskurðurinn
er vitanlega neikvæður fyrir lögregluna og
saksóknara.“
Einar K. Guðfinnsson:
Neikvætt fyrir
lögregluna
BAUGSMÁLIÐ „Það hefur verið
ákveðið að áfrýja til Hæstaréttar
og ég tel skynsamlegast að bíða
eftir því,“ segir Einar K. Guð-
finnsson, þingflokksformaður
Sjálfstæðisflokksins um Baugs-
málið eftir að því var vísað frá
dómi.
„Það er með þetta mál eins og
önnur að rétt er að láta dómstóla
um að kveða upp dóma. En úr-
skurðurinn er vitanlega neikvæð-
ur fyrir lögregluna og saksóknara
málsins.“
Einar vill ekki tjá sig um það
hvort rétt sé af löggjafanum að
fara yfir vinnubrögð hjá efna-
hagsbrotadeild Ríkislögreglu-
stjóra. „Ég býst við að þar á bæ
sjái menn ástæðu til þess að fara
yfir málin,“ segir Einar. - jh
Á að grafa göng um Óshlíð sem er
milli Hnífsdals og Bolungarvíkur?
SPURNING DAGSINS Í DAG:
Á ákæruvaldið að sæta ábyrgð
vegna Baugsmálsins?
Niðurstöður gærdagsins á visir.is
40,95%
59,05%
Nei
Já
Farðu inn á fréttahluta visir.is
og segðu þína skoðun
KJÖRKASSINN
Hnitmiðað námskeið um félagaform, skattlagningu
fyrirtækja, frádráttarbæran rekstrarkostnað, ábyrgð
stjórnenda o.fl.
Námskeiðið skiptist í þrjá hluta og verður kennt þriðjud. 27. sept., 4. og 11. okt.
kl. 17-20 að Hallveigarstíg 1, Reykjavík. Boðið verður upp á léttan kvöldverð í
hléi. Verð 25.000 kr.
Fyrirlesari er Anna Linda Bjarnadóttir, héraðsdómslögmaður, LL.M
Námskeiðið verður haldið á Akureyri 21. og 22. okt. nk.
Sjá námskeiðslýsingu á www.isjuris.is
Nánari upplýsingar og skráning í símum
520-5580, 520-5588, 894-6090 eða á alb@isjuris.is
Viltu stofna
fyrirtæki?
Steingrímur J. Sigfússon um stöðuna í Baugsmálinu
Stóráfall fyrir ákæranda
STEINGRÍMUR J. SIGFÚSSON „Það er ekki hægt annað en að líta á þetta sem stóráfall fyrir
ákæruvaldið.“
INGIBJÖRG SÓLRÚN GÍSLADÓTTIR
Formaður Samfylkingar segir alvarleg
tíðindi fyrir íslenskt réttarkerfi að
Baugsmálinu hafi verið vísað frá.
JÓHANN HAUKSSON
johannh@frettabladid.is
FRÉTTASKÝRING
GESTUR JÓNSSON VERJANDI JÓNS ÁSGEIRS JÓHANNESSONAR „Það getur ekki verið ætl-
unin að ákæruvaldið komi fram með ákærur sem ekki standist og fái síðan leiðbeiningar
dómstóla um það hvernig gera eigi ákærurnar úr garði.“
ÓLAFSFJÖRÐUR
INNRÉTTAR SJÚKRABÍLA Bifreiða-
verkstæðið Múlatindur á Ólafs-
firði innréttar átta sjúkrabifreið-
ar fyrir Rauða kross Íslands fyrir
46 milljónir króna. Fjórar
bifreiðar gætu bæst við, að því er
dagur.net greinir frá. Alls bárust
tólf tilboð frá fimm í verkið.
Múlatindur átti þrjú lægstu til-
boðin en fjórða lægsta tilboðið
kom frá Try Star í Kanada.