Fréttablaðið - 22.09.2005, Síða 8
1Hvern varði Gestur Jónsson í Baugs-málinu?
2Í hvaða héraði í Eþíópíu hafa ljónétið tuttugu manns?
3Hvaða þætti stjórnar Tyra Banks?
SVÖRIN ERU Á BLS. 30
VEISTU SVARIÐ?
8 22. september 2005 FIMMTUDAGUR
FJARSKIPTI OgFjarskipti og 365
ljósvakamiðlar sendu inn bréf til
Símans og Íslenska sjónvarpsfé-
lagsins fyrir helgi þar sem óskað
var eftir viðræðum um með hvaða
hætti Íslenska sjónvarpsfélagið
muni afhenda OgFjarskiptum og
365 ljósvakamiðlum sjónvarps-
merki sitt. Jafnframt var óskað
eftir viðræðum um með hvaða
hætti Síminn myndi dreifa efni
365 ljósvakamiðla á breiðbandinu.
Eiríkur S. Jóhannsson, for-
stjóri OgVodafone segir að ekkert
svar hafi enn borist. „Það hafa
gengið á milli bréfaskipti í langan
tíma áður en úrskurður sam-
keppniseftirlitsins kom. Eftir
þennan úrskurð, þá höfum við
sent bréf, en ekki borist svar. Við
trúum því að þeir ættu að geta
farið að koma bréfi saman, eða
nota símann. Það er vonandi að
þessi félög nái að vinna úr þessari
niðurstöðu.“
Eiríkur segir að þegar hafi
komið beiðni frá Tengi á Akureyri
um dreifingu efnis 365 ljósvaka-
miðla eftir að bráðabirgðaúrskurð-
ur samkeppniseftirlitsins barst og
þeirri beiðni hafi verið svarað. - ss
SJÓSLYS Skýrslutökur standa enn í
rannsókn Lögreglu í Reykjavík á
slysinu sem varð á Viðeyjarsundi
aðfaranótt laugardagsins 17.
september. Í slysinu fórust mað-
ur og kona, en hjón komust af
nokkuð slösuð ásamt 10 ára syni
sínum lítt meiddum.
Hörður Jóhannesson yfirlög-
regluþjónn segir að ekki verði
upplýst um niðurstöður blóð-
rannsóknar með tilliti til áfengis-
magns, né heldur nákvæmlega
hversu hratt báturinn fór þegar
hann rakst á skerið.
Í tilkynningu lögreglu fyrir
helgi kom fram að áfengi hafi
verið haft um hönd og að bátur-
inn hafi verið „á talsvert miklum
hraða“ við áreksturinn. Sömu-
leiðis segir hann ekki verða upp-
lýst fyrr en að rannsókn lokinni
hver hafi verið við stýrið þegar
áreksturinn varð, en rannsókn
lögreglunnar miðar að því að
upplýsa með óyggjandi hætti
alla þætti slyssins.
Gera má ráð fyrir að lögregla
styðjist bæði við framburð fólks-
ins sem af komst, auk þess sem
áverkar fólksins kunni að gefa
vísbendingar um hvar hver var
staddur í bátnum þegar hann
rakst á skerið. Ekki liggur fyrir
hvenær vænta má að rannsókn
ljúki. - óká
Flughálka á Reykjanesbraut:
Bílvelta í
hálkunni
LÖGREGLA Bílvelta varð á Reykja-
nesbrautinni í gærmorgun.
Sautján ára stúlka missti stjórn á
bifreið sinni við Grindavíkuraf-
leggjara, en mikil hálka var á
þessum slóðum.
Bíllinn fór upp á eyju, þaðan á
umferðarmerki og endaði á hlið-
inni. Stúlkan slapp án teljandi
áverka.
Flutningabíll stoppaði á vett-
vangi og hlúði bílstjórinn að
stúlkunni. Á meðan missti annar
bílstjóri stjórn á bifreið sinni og
endaði á flutningabílnum. Maður-
inn slapp við meiðsli en bíllinn var
óökuhæfur eftir.
Norðurárdalur:
Rota›ist
í bílveltu
LÖGREGLA Ökumaður bíls sem fór
út af veginum og valt í Norðurár-
dal síðdegis í fyrradag var fluttur
með sjúkrabifreið á slysadeild
Landspítala - háskólasjúkrahúss í
Fossvogi í Reykjavík. Maðurinn
sem var einn í bílnum fékk
talsvert höfuðhögg og rotaðist.
Að sögn vakthafandi læknis á
slysadeild virtist maðurinn ekki
hafa orðið fyrir alvarlegum skaða
við veltuna, en var þó lagður inn
til eftirlits og rannsókna. - óká
Samfylking Kópavogi:
Eingrei›sla
vegna álags
KÓPAVOGUR Samfylkingin í Kópa-
vogi krefst þess að strax verði
gengið til samninga við leikskóla-
starfsfólk í bænum og því tryggð
eingreiðsla vegna mikils álags
auk þess að kjör þeirra verði ekki
lakari en í Reykjavík. Einnig er
krafist að starfsfólkinu gefist
kostur á gjaldfrjálsri leikskóla-
dvöl fyrir börn sín. Þetta segir í
ályktun sem Samfylkingin sam-
þykkti í vikunni. Í fréttatilkynn-
ingu segir að hvorki sjálfstæðis-
né framsóknarmenn hafi talið
þörf á aðgerðum. - saj
Farsímaeign Íslendinga:
Næstum einn
sími á mann
FJARSKIPTI Ný samantekt Póst- og
fjarskiptastofnunar leiðir í ljós að
nærri liggur að sérhver Íslend-
ingur eigi farsíma. Alls eru 273
þúsund slíkir
símar skráðir
hér á landi.
Síminn er með
flesta áskrif-
endur, 64,5 pró-
sent farsíma-
notenda og 66,4
prósent þeirra
sem eru með
f y r i r f r a m
greidd símkort.
L a n g d r æ g i r
NMT-farsímar
eru samtals
20.564 talsins og eru allir í áskrift
hjá Landsímanum, að því er fram
kemur í tölum Póst- og fjarskipta-
stofnunar.
FLOSI EIRÍKSSON Flosi er oddviti Samfylk-
ingarinnar í Kópavogi.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/P
JE
TU
R
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/T
EI
TU
R
Rannsókn lögreglu á sjóslysi á Viðeyjarsundi þar skemmtibátur sigldi á Skarfasker heldur áfram:
Ekki uppl‡st um atvik a› sinni
OgFjarskipti og Íslenska sjónvarpsfélagið:
Ræ›ast vi› um samskipti
EIRÍKUR S. JÓHANNSSON Forstjóri OgVoda-
fone segir að vonandi nái OgFjarskipti og
Íslenska sjónvarpsfélagið samningum um
að félögin skiptist á sjónvarpsmerkjum.
BÁTURINN FLUTTUR Í LAND Myndin er tek-
in þegar báturinn sem fórst fyrir rúmri viku
á Viðeyjarsundi var fluttur í land, daginn
eftir slysið. Rannsókn á tildrögum þess
stendur enn og ekki útlit fyrir að henni
ljúki á allra næstu dögum.
FARSÍMI Næstum því
sérhvert mannsbarn
á Íslandi á farsíma.