Fréttablaðið - 22.09.2005, Side 16
Var tággrönn á›ur en hún fékk sér bíl
Leikkonan Helga Braga
Jónsdóttir hélt sér í
formi me› flví a› fer›-
ast fótgangandi og me›
strætó. Hún segist nú
flræll bílsins en fær sér
stundum göngutúr – út í
sjoppu.
Helga Braga flutti stutta fram-
sögu á fundi sem efnt var til í há-
deginu í gær vegna samgöngu-
viku í Reykjavík. Þar lýsti hún því
að móðir hennar hefði aldrei átt
bíl og væri tággrönn fyrir vikið.
„Og þannig var ég áður en ég fékk
mér bíl,“ sagði Helga Braga og
uppskar hlátrasköll. Vinnu sinnar
vegna þurfti hún að kaupa sér bif-
reið en áður ferðaðist hún um í
strætó og á tveimur jafnfljótum
og sameinaði þannig að komast á
milli staða og halda sér í formi.
Nú fer hún allra sinna ferða á
bílnum; „nema um daginn þegar
ég tók mig til og fór í göngutúr –
út í sjoppu,“ sagði hún og aftur
var hlegið.
Á fundinum var meðal annars
fjallað um mismunandi sam-
göngumáta og áhrifin á heilsuna.
Björn Leifsson líkamsræktar-
frömuður sagði Íslendinga dug-
lega að hreyfa sig og benti á að
um tíu þúsund manns stundi lík-
amsrækt í Laugum, þar sem fund-
urinn var haldinn. „En hér vilja
allir leggja við dyrnar,“ sagði
Björn og fannst það skjóta skökku
við að fólk sem kæmi í húsið til að
hreyfa sig setti fyrir sig að ganga
svolítinn spöl. Ástæða þess væri
hins vegar einföld – veðrið. „Fólk
fer inn í sólskini en kemur út í
haglél og hárgreiðslan fýkur út í
veður og vind.“
Björn hefur löngum hvatt til
hreyfingar og hollra lífshátta og
horfir lengra en í eigin rann í þeim
efnum. Á fundinum ítrekaði hann
fyrri hugmynd sína þess efnis að
Orkuveitan og Reykjavíkurborg
hiti upp göngu- og hjólreiðastíga
borgarinnar svo um þá megi fara
allan ársins hring. Veit hann sem
er að eitthvað kostar slík fram-
kvæmd og stakk hann upp á að
Orkuveitan hætti tilraunum sínum
við risarækjueldi og verði pening-
um fremur til hitunar stíganna.
Sverrir Björnsson, auglýsinga-
gerðarmaður í Hvíta húsinu, sagði
samfélagið hannað fyrir bíla og
þar réði hinn hraði lífsstíll lands-
manna mestu. Hann rifjaði upp
þjóðsöguna um að eigendur stórra
jeppa væru ekki síst að ýta undir
karlmennskuímynd sína og að
samhengi væri á milli stærðar
jeppans og limsmæðar viðkom-
andi. Sjálfur viðurkenndi hann
jeppaeign en skýrði hana með
skíðaáhuga.
bjorn@frettabladid.is
Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi
Sjálfstæðisflokksins, hefur lagt til að
reist verði stytta af Tómasi Guð-
mundssyni skáldi. Borgarstjóri telur
hugmyndina góðra gjalda verða, en
telur að gera eigi konum hærra
undir höfði í þessum málum þar
sem 22 af styttum borgarinnar séu
af nafngreindum körlum en aðeins
þrjár af konum.
„Þar sem ég bý á Akureyri hef ég
ekki sterkar skoðanir á styttusmíði í
Reykjavík,“ segir Hildigunnur Svav-
arsdóttir, skólastjóri Sjúkraflutninga-
skóla FSA. Hildigunnur telur styttur
geta verið til mikillar prýði séu þær
vel úr garði gerðar, en oftar en ekki
veki þær litla eftirtekt. „Ég strunsa
yfirleitt rakleiðis framhjá þeim,“ segir
hún og telur að nóg sé komið af
styttum. „En ég tek vissulega undir
þau sjónarmið að það eigi að gæta
jafnræðis milli kynjanna í þessum
efnum vilji menn endilega reisa
styttur í gríð og erg.“
HILDIGUNNUR SVAVARSDÓTTIR
SKÓLASTJÓRI
Nóg komi›
STYTTUR BÆJARINS
SJÓNARHÓLL
16 22. september 2005 FIMMTUDAGUR
„Það er heilmikið að gera enda er
þetta er hábjargræðistíminn,“ segir
Hildur Hermóðsdóttir annar eigandi
bókaútgáfunnar Sölku. Hildur slær ekki
slöku við þessa dagana; er mætt klukk-
an átta á morgnana í vinnu og fer oftar
en ekki heim fyrr en á miðnætti. „Við
vorum að koma tveimur bókum í
prentun í þessari viku: Þær eru Ný trú-
arbragðasaga eftir Þórhall Heimisson
og hin heitir Já, ég þori, get og vil. Þar
er þess minnst að 30 ár eru liðin frá
fyrsta kvennafrídeginum.
Hildur viðurkennir að stundum verði
hún að gefa sér svigrúm til að ná átt-
um þegar álagið er svona mikið. „Þá
fer ég út úr bænum yfir eina helgi, til
dæmis fór ég í réttir á Snæfellsnesi um
síðustu helgi. Maðurinn minn á ættir
að rekja þangað og við reynum að fara
á hverju ári.“
Um næstu helgi ber þó svo við að
Hildur ætlar að taka sér frí og skella
sér til Skotlands með fjölskyldunni.
„Við fljúgum til Glasgow og keyrum
þaðan upp í fjöllin um kring. Þetta er í
fyrsta sinn sem ég fer til Skotlands og
ég hlakka mikið til enda mun vera gull-
fallegt þar.“
Skreppur til Skotlands
á háannatíma
HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? HILDUR HERMÓÐSDÓTTIR FORLEGGJARI
nær og fjær
OR‹RÉTT„ “
Alvarlegt vandamál?
„Vandi Súsönnu er persónu-
legs eðlis. Henni líkar
hvorki stíll Gísla Marteins
né röddin.“
HEIMIR ÖRN HERBERTSSON LÖG-
MAÐUR UM BAKÞANKA SÚSÖNNU
SVAVARSDÓTTUR Í FRÉTTABLAÐINU.
Er fla› ekki bara
kalla› flug?
„Þetta leit út eins og loftárás,
þó án þess að sprengjum
væri varpað.“
STEINUNNI JÓHANNESDÓTTIR RIT-
HÖFUNDUR Í MORGUNBLAÐINU
UM BRESKU ORRUSTUÞOTURNAR
SEM FLUGU YFIR REYKJAVÍK Á
FÖSTUDAG.
Heimsferðir bjóða nú allra síð-
ustu sætin í beinu flugi til Sikil-
eyjar á frábærum kjörum. Þetta
er yndislegur tími á Sikiley, kjör-
inn til sólbaða og til að skoða
þessa stórbrotnu eyju. Sikiley
býður blöndu af því helsta sem
ferðamenn óska sér. Menningar-
saga, náttúrufegurð, fornminjar,
fallegar byggingar, söfn, einstök
matarmenning og mannlíf.
Spennandi kynnisferðir í boði
með íslenskum fararstjórum.
24.990
Gisting frá
4.980
Verð á mann pr. nótt (gist er 3 nætur
á 3* hóteli í Palermo og 4 nætur á 4*
hóteli í Giardino Naxos). Ath.
bókunargjald vegna gistingar er ekki
innifalið, lr. 2.000 á mann.
2 fyrir 1 til
Sikileyjar
29. september
frá kr. 24.990
Aðeins 23 sæti laus
Netverð á mann. Flugsæti báðar
leiðir með sköttum, m.v. 2 fyrir 1
tilboð 29. september.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/H
EI
Ð
A
JEPPINN OG KARLMENNSKAN Framsögumenn á fundi um samgöngur og lífsstíl: Helga Braga Jónsdóttir, Sverrir Björnsson og Björn
Leifsson. Sigmundur Ernir Rúnarsson fréttastjóri stýrði umræðunum.
Um 300 konur sitja nú leiðtoga-
námskeið á vegum Sjálfstæðisfé-
lagsins í Garðabæ. Námskeiðið,
sem stendur í fjórar kvöldstundir,
hófst á þriðjudag og lýkur með há-
tíðarkvöldverði á fimmtudaginn í
næstu viku.
Hliðstætt námskeið var haldið í
apríl og bjuggust aðstandendur við
tuttugu þátttakendum. Raunin
varð önnur. Tvö hundruð konur
tóku þátt og margar voru skráðar á
biðlista.
Ásdís Halla Bragadóttir, for-
stjóri Byko, er í fararbroddi á
námskeiðinu en ásamt henni koma
fram Sigríður Snævarr sendi-
herra, Þorgerður Katrín Gunnars-
dóttir menntamálaráðherra, Krist-
ín Helga Gunnarsdóttir rithöfund-
ur, Svafa Grönfeldt, framkvæmda-
stjóri hjá Actavis, og Inga Linda
Karlsdóttir sjónvarpskona.
Góður rómur var gerður að
fyrsta kvöldinu og eftirvænting
Gríðarleg aðsókn að námskeiði í Garðabæ:
300 konur rækta me›
sér lei›togahæfileika
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
IL
H
EL
M
KOMA SVO Ásdís Halla Bragadóttir hvetur konur til dáða og yddar leiðtogahæfileika þeirra.
HLÝTT Á Í ANDAKT 300 konur sitja
námskeiðið í Garðabæ.
Íslandsmót í Carcassonne:
Af riddurum
og ræningjum
Íslandsmótið í spilinu Carcas-
sonne verður haldið í sal Taflfé-
lags Reykjavíkur í Faxafeni 12 á
laugardag.
Carcassonne er sérstakt að því
leyti að í stað þess að spilinu sé
raðað upp í byrjun er aðeins lagð-
ur niður lítill ferningur. Þátttak-
endur leggja síðan niður ferninga
sem móta landslagið í kringum
Carcassonne-kastala í Frakklandi,
einn frægasta kastala Evrópu.
Leikmenn spila svo út svokölluð-
um förunautum sem geta verið
bændur, riddarar eða ræningjar
og safna stigum.
Sigurvegari á Íslandsmótinu
fær möguleika á að taka þátt í
heimsmeistaramótinu í Carcas-
sonne sem haldið verður um miðj-
an október í Essen í Þýskalandi.
Áhugasamir geta skráð sig til
keppni í síðasta lagi í dag á vefsíð-
unni spil@spil.is. - sgi
LAGT Á RÁÐIN Frá Íslandsmótinu í fyrra.
HILDUR
HERMÓÐSDÓTTIR