Fréttablaðið - 22.09.2005, Síða 18

Fréttablaðið - 22.09.2005, Síða 18
„Við förum fram á öruggar sam- göngur á svæðinu og ég sé ekki að þær verði tryggðar öðruvísi en með göngum,“ segir Jónas Guð- mundsson, sýslumaður á Bolung- arvík og formaður Almannavarn- anefndar bæjarins. Í ályktun sem fundurinn sam- þykkti segir að um 600 til 700 öku- tæki fara um Óshlíð daglega og oft hafi legið við stórslysi vegna grjóthruns og snjófljóða. Því séu margir óttaslegnir og áhyggju- fullir. Nefndin skorar á stjórnvöld að tryggja öryggi vegfaranda og ráða bót á þessu ástandi til fram- búðar. En ef svo fer að ráðist verður í gangagerð á svæðinu má við því búast að deilt verði um þær hug- myndir sem uppi eru því sitt sýn- ist hverjum. Göng alla leið til Ísafjarðar Pálína Vagnsdóttir frá Bolungar- vík fer fyrir hópi manna sem safnar undirskriftum á lista þar sem skorað er á stjórnvöld að þau beiti sér fyrir gerð jarðganga frá Syðridal og inn í Vestfjarðagöng í Botnsdal en þá lægi nánast öll leiðin frá Bolungarvík til Ísafjarð- ar um göng. „Við erum komin með vel á fjórtánda hundrað manna á listann hjá okkur,“ segir Pálína. „Þó við mælum með þessari leið erum við opin fyrir öðrum mögu- leikum,“ bætir hún við. Hún við- urkennir þó að þessi göng komi Hnífsdælingum ekki sérlega vel. Hún segir ennfremur að leiðin um Óshlíð geti engan veginn verið lausn til framtíðar. „Það er ekki nóg með að víða sé hætta á grjót- hruni og snjóflóðum heldur gref- ur sjórinn stöðugt undan veg- inum,“ útskýrir hún. Elías Jónatansson, forseti bæjarstjórnar, segir hins vegar að þessi kostur sé afar kostnaðar- samur. Einnig myndi þetta lengja verulega leiðina til Ísafjarðar. Þar að auki sé oft á tíðum snjóflóða- hætta í Syðridal sem stofna myndi vegfarendum í hættu. Frá Hnífsdal til Bolungarvíkur Kristinn H. Gunnarsson, þing- maður Framsóknarflokksins, tel- ur hins vegar best að gera jarð- göng frá Seljadal og til Óss en þá lægi nánast öll leiðin frá Hnífsdal til Bolungarvíkur um göng. „Ég myndi hins vegar sætta mig við jarðgöng frá Einbúa að Ósi svona í fyrsta skrefi og svo kæmu ein til tvenn önnur göng á svæðinu í framhaldi af því,“ segir Kristinn H. „Með þessu móti mætti gera þetta í áföngum; taka hættulegasta hlut- ann fyrst og svo koll af kolli en hættan er þá að seinni áföngum verði frestað í það óendanlega,“ segir Kristinn. Flýja umræðuna Soffía Vagnsdóttir, sem sæti á í bæjarstjórn Bolungarvíkur og systir Pálínu, lagði hart að sveit- arstjórnarmönnum á Fjórðungs- þingi Vestfjarða að álykta um gangagerð á þessari samgönguæð Bolungarvíkur. Hún segir mál- flutning sinn hafa fallið í fremur grýttan jarðveg. „Það er svo und- arlegt að sveitungar mínir úr Sjálfstæðisflokknum vildu frekar þæfa málið en að tala um það,“ segir Soffía. „Það er sem þeir telji að umræðan geri ímynd svæðis- ins neikvæða en þetta snýst ekki um ímynd heldur veruleika sem við verðum að glíma við og hvern- ig gerum við það ef við ræðum ekki málin,“ bætir hún við. Elías Jónatansson, forseti bæj- arstjórnar, vísar þessu á bug. „Þetta er eitt almesta hagsmuna- mál Bolungarvíkur og ég hef aldrei óttast að berjast fyrir því eins og sjá má á greinaskrifum mínum. Það var heldur enginn efnislegur ágreiningur á Fjórð- ungsþinginu en hins vegar fannst okkur greinargerð sem hún vildi hafa með bókuninni ekki eiga heima þar,“ segir hann. Pólitískt mál Kristinn H. Gunnarsson segir að þessi mál verði tekin til umræðu á næsta ríkisstjórnarfundi sem hald- inn verður á þriðjudag. Hann lagði fram fyrirspurn til Sturlu Böðvars- sonar samgönguráðherra í vor til að kanna viðhorf hans til jarð- ganga. „Honum þótti þá málið ekki aðkallandi og ég var ekki kátur með það því við þetta verður ekki unað,“ segir Kristinn. Í svari Sturlu segir að leita þurfi allra leiða til að tryggja uppbyggingu vegarins um Óshlíð og að vel komi til álita að gera það með jarðgöngum. Jar›göng eina örugga lei›in Bolvíkingar segja a› a›eins me› jar›göngum sé hægt a› tryggja öruggar samgöngur til og frá bænum. fió er deilt um hvernig ber a› haga gangager› ef til kemur. Bæjarstjórnarma›ur á Bolungarvík segir sjálf- stæ›ismenn flar for›ast umræ›una. RÍKARÐUR MÁSSON sýslumaður á Sauðárkróki Víkingasveitin í réttir LÖGGÆSLA Í LAUFSKÁLARÉTT SPURT & SVARAÐ 18 22. september 2005 FIMMTUDAGUR Þingkosningar eru nýafstaðnar í Þýskalandi. Þar í landi eru um 60 milljónir manna á kjörskrá. Þeir kjósa að jafnaði á fjögurra ára fresti til Sambandsþingsins, neðri deildar þjóðþingsins. Í efri deild þingsins, Sambandsráðinu, sitja full- trúar stjórna sambandslandanna 16, sem Sam- bandslýðveldið Þýskaland skiptist í. HVERNIG ER KOSIÐ TIL ÞINGS Í ÞÝSKA- LANDI? Þýska kosningakerfið er blandað. Það er að grunni til hlutfallskosningakerfi með lokuðum framboðslistum, en auk þess er hvert hinna 299 kjördæma til Sambandsþingsins ein- menningskjördæmi. Kjósendur hafa tvískipt atkvæði; þeir kjósa annars vegar frambjóð- anda í sínu kjördæmi og hins vegar fram- boðslista. Hverjum kjósanda er frjálst að kjósa frambjóðanda af öðrum lista en hann annars kýs að krossa við. Síðan í kosningunum 2002 eru 598 föst sæti í Sambandsþinginu. Í 299 þeirra er kosið í ein- menningskjördæmum samkvæmt einföldum meirihluta. Hin sætin deilast á flokkana í sam- ræmi við hlutfall þeirra af heildarfjölda greiddra atkvæða í hverju sambandslandanna 16. Aðeins flokkar sem ná yfir 5,0 prósentum af heildarfjölda atkvæða (fimm prósent þrösk- uldinn) fá þingsæti. HVERS VEGNA ER BREYTILEGT HVE MARGIR SITJA Á SAMBANDSÞINGINU? Flokkur sem fær fleiri kjördæmakjörna menn en hlutfallið af heildarfjölda listaatkvæða segir til um, heldur þeim (svonefnd „yfirfallsþing- sæti“). Aðrir flokkar fá ekki uppbótarþingsæti út á þetta. Af þessari ástæðu er aldrei vitað fyr- ir kosningar nákvæmlega hve margir þing- menn munu sitja á næsta þingi. Á þinginu 2002-2005 áttu 601 þingmaður sæti. Á hinu nýkjörna þingi, sem er 16. kjörtímabil Sam- bandsþingsins frá því fyrst var kosið til þess árið 1949, munu sennilega 615 þingmenn eiga sæti. Hver kjósandi hefur tvískipt atkvæ›i HVAÐ ER? ÞÝSKA KOSNINGAKERFIÐ JÓN SIGURÐUR EYJÓLFSSON ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASKÝRING fréttir og fró›leikur SVONA ERUM VIÐ KAMPÝLÓBAKTERSÝKINGAR Á ÍSLANDI Heimild: Landlæknir 24 5 20 5 14 3 85 2003 16 2 2004 2002 2001 2000 1.-4. ársfjórðungur 2004 H ei ld ar la un Félagsmálayfirvöld neyddu mig í fóstur- eyðingu Hanna berst gegn kerfinu EIGNAÐIST GLASABARN! VEGURINN UM ÓSHLÍÐ Sprunga er efst í Óshyrnu, sem hérna sést, og er stórt stykki í klettabeltinu á hreyfingu. Klettabeltið er laust í sér og þar er mikið af hálflausum stuðlum og grjóti sem hangir á örmjóum syllum. Árið 1952 varð banaslys undir Óshlíð þegar grjót féll á langferðabil. M YN D /J Ó N AS G U Ð M U N D SS O N A B C D E F Sérsveit lögreglunnar á Akureyri verður í Laufskálarétt í Skagafirði. Hvers vegna er sérsveit lögregl- unnar kölluð til? Við gerum þetta til öryggis. Það hafa ekki verið neitt miklar óeirðir í þess- um réttum hingað til, en þetta er nokkuð stór skemmtun, tveir dans- leikir eru haldnir, og við höfum tak- markaðan mannafla. Við köllum út héraðslögreglumenn, en það dugir bara ekki til. Það er dýrt að fá menn frá Akureyri, en þessi þjónusta Ríkis- lögreglunnar kostar okkur ekkert. Hvaða áhrif telur þú að nærvera víkingasveitarinnar muni hafa? Þeir munu ekkert skera sig úr heldur vera eins og aðrir lögreglumenn. Mun víkingasveitin þurfa að sinna hrossunum? Nei, ég á nú ekki von á því, þau verða væntanlega ekki á vappi þarna á dansleikjunum. GÖNG LENGD KOSTNAÐUR A Syðridalur-Vestfjarðagöng í Botnsdal 4,5-6 kílómetrar Ekki verið kannað B Ós-Seljadalur 3,9 kílómetrar 2,5 milljarðar C Ós-Einbúi (1. áfangi) 2,1 kílómetrar 1,5 milljarðar D Hrafnaklettar-Einbúi (1. áfangi) 1,3 kílómetrar 1 milljarður E Kálfadalur-Seljadalur (2.áfangi) 1,2 kílómetrar 1 milljarður F Seljadalur-Hnífsdalur (3. áfangi) 0,6 kílómetri 0,5 milljarðar Heimild: Vegagerðin. Vegalengdir og kostnaður er u gróflega áætluð
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.