Fréttablaðið - 22.09.2005, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 22.09.2005, Blaðsíða 29
3FIMMTUDAGUR 22. september 2005 Fyrir nokkru uppgötvuðu snyrtivörufyrirtæki að karlmenn væru til- kippilegri en áður í snyrtivöruinnkaupum og hefur þessi markaður blómstrað síðustu misseri. Svo voru það nærfötin sem allt í einu skiptu meira máli en áður og framleiðendur neru saman höndunum í eftirvæntingu og settu á markað nýjar gerðir af nærum. Síðasta byltingin er svo háreyðingarmeðferðir hvort sem um er að ræða rakstur, háreyðingarkrem eða jafnvel leysigeislameðferð, því nú eiga líkamshár að vera „tamin“ en ekki að vaxa villt í allar áttir. Þegar öllu þessu er lokið er hægt að hugsa um fataskápinn. Herratíska tekur minni breytingum frá ári til árs en kventískan þó herrarnir verði sífellt áhugasamari um tískuna. Þess vegna eru það gallabuxur sem eru enn og aftur hátískan fyrir svala gæja í vetur. Litagleði ræður sömuleiðis ríkjum hjá karlmönnum ef marka má það sem hönnuðir senda frá sér. Hárautt, grasgrænt, brúnt og kóngablátt eru meðal þeirra lita sem sjást hvað mest í vetur. Hjá Lacroix má finna hárauð sléttflauelsföt en sléttflauel verður áfram vinsælt í karlmannafötum í vetur. Bill Tornade lætur sér duga hárauðan stakan flauelsjakka sem minnir á jakka sem Tom Ford klæddist á sinni síðustu tískusýningu fyrir Gucci á síðasta ári. Um- fram allt er köflótt í tísku, það gildir jafnt hjá Burberry, Vivienne Westwood, Sonia Rykiel, Kenzo og meira að segja hjá Diesel. Al- mennt er þó herratískan í heild frekar uppáklædd og fáguð. Nærfatabyltingin heldur áfram í vetur og aldrei hefur verið meira úrval af litríkum brókum úr ýmsum efnum. Enn meira úrval af gegnsæju efni og þröngar stuttbuxur, svokallaðar „shorty“ eru það allra vinsælasta og reyndar svo að í kvennærfötum er G-streng- urinn á undanhaldi og kemur „shorty“ í staðinn. Toppurinn er að vera í nærbuxum sem passa við fötin. Teygjan í nærbuxunum verð- ur sífellt mikilvægari. Það kemur til af því að gallabuxur og reynd- ar fleiri gerðir af buxum ná lægra upp í mittið og því sést teygjan. Teygjurnar eru nú breiðari en áður og merkið skrifað stórum stöf- um (Calvin Klein, Dim, Hom, Aussibum), í ýmsum litum og stundum með semelíusteinum. Samkvæmt neyslukönnunum hér í landi kaupa sífellt fleiri herr- ar nú sjálfir nærföt sín í stað mæðra eða eiginkvenna og skiptir nú öllu máli að vera sexí í nærbuxnavali. Nýjasta skemmtun para er að fara saman í undirfatadeildir stóru verslananna eins og Galerie Lafayette og Printemps og velja nærur á herrann. Svo er farið heim og mátað! bergthor.bjarnason@wanadoo.fr Úr háborg tískunnar BERGÞÓR BJARNASON SKRIFAR FRÁ PARÍS Brók í stíl Ómissandi í vetur NOKKRAR FLÍKUR OG FYLGIHLUTIR SEM ALLAR KONUR ÆTTU AÐ EIGA Í FATASKÁPNUM Í VETUR. Það er alveg ómissandi að eiga einn góðan svartan kjól. Ekki skemmir fyrir ef hann er úr góðu og hlýju efni og jafnvel með ermum. Falleg stígvél ættu allar konur að eiga. Þau fást nú í miklu úrvali í tísku- vöruverslunum og eiga það flest sameiginlegt að vera kvenleg og glæsileg. Loðfóðruð stígvél koma líka sterk inn. Falleg húfa og skrautlegir vettling- ar eru ómissandi á köldum dögum. Stuttur jakki kórónar heild- arútlitið. Tvíhnepptur jakki í kósakkastíl er góður kostur og púf- fermar setja punkt- inn yfir i-ið. Hausttískan í Stasiu í Kringlunni er kvenleg og í brúnum, svörtum og antikbleik- um tónum. Mikið er um skart, fötin eru skreytt með nælum, blómum og blúndum og fylgihlutir eru áberandi. Verslunin, sem starfað hefur í sex ár í Kringlunni, selur föt á konur í öllum stærðum, frá 36 upp í 56. Eigendur verslunarinnar sáu að mikill skortur var á fatnaði í yfirstærðum, sem varð til þess að þeir fundu danska fatalínu í stórum stærðum sem bæði er falleg og smart. Ekki skemmir fyrir að verðið er einnig hagstætt. Mikið er lagt upp úr fjöl- breytni og góðu vöruverði og fötunum er ætlað að höfða til kvenna á öll- um aldri, af öllum stærðum og gerðum. Heklað sjal á 3.290 kr. Pils með hvítum blómum á 6.490 kr. Peysa á 5.690 kr. Buxur á 6.990 kr. Jakki á 11.990 kr. Skyrta á 3.990 kr. Af öllum stær›um og ger›um Verslunin Stasia í Kringlunni selur fallegan kvenfatnað í yfirstærðum. Mussa á 5.490 kr. Bolur á 2.790 kr. Kvartbuxur á 5.590 kr. Köflótt pils með nælu og blúndu á 5.790 kr. Bol- ur á 2.790 kr.Hvít úlpa með hettu á 9.490 kr. Mussa á 5.490 kr. Kvartbuxur á 5.590 kr. Haust 2005 Sissa tískuhús G l æ s i b æ , s í m i 5 6 2 5 1 1 0 Opið virka daga frá 10 – 18 laugardaga frá 10 – 16 Ný sending af glæsilegum úlpum, vestum og peysum 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.