Fréttablaðið - 22.09.2005, Síða 32

Fréttablaðið - 22.09.2005, Síða 32
Listaverk eftir börnin eru mesta prýði á hverju heimili. Ef þú átt ekki börn getur þú keypt liti og blað svo næsti litli listamaður sem kemur í heimsókn geti skapað einhverja heimilisprýði. Eftir því sem litirnir eru betri og blöðin flottari getur þú búist við betri útkomu.[ ] Hinar vinsælu dönsku bókahillur komnar aftur Tekk - Kirsuberja - Hlynur Hringið og biðjið um mynda- og verðlista HAUST 2005 KOMIÐ Hlíðarsmára 11, Kópavogi s: 565 1504 Opið frá 11-18 virka daga, 11-15 laugardaga. Þórdís lætur fara vel um sig heima í hægindum eftir danska hönnuðinn Börge Mogensen og tíkin Ransý á líka sitt horn. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Þegar farið var fram á að fá að skoða heimili Þórdísar Zoëga, húsgagna- og innan- hússarkitekts, nú í vikunni vandaðist málið. Húsgögnin hennar voru nefnilega flest á leiðinni upp í Gerðuberg. Heimilið hennar Þórdísar er frek- ar tómlegt þegar Fréttablaðsfólk ber að enda sendiferðabíll að renna úr hlaði með húsgögn til að stilla upp í Gerðubergi. Þar verð- ur opnuð sýning á verkum Þórdís- ar á laugardaginn, auk þess sem hún situr fyrir svörum á Sjón- þingi. Eitt gott horn er þó alveg óhreyft. Í því er sófasett eftir danska hönnuðinn Börge Mogen- sen og þar kveðst Þórdís oft láta fara vel um sig. „Ég legg áherslu á að hlutirnir sem maður hefur í kringum sig veiti þægindi, gleði og vellíðan og líka að þeir séu þannig að þeir geti fylgt manni það sem eftir er,“ segir hún og kveðst aðhyllast húsmuni sem hafi eitthvern persónuleika og séreinkenni sem gefi þeim gildi. Þórdís kom heim frá námi í Danmörku 1981 og hefur starfað hér á landi við sína iðn síðan, mest fyrir innlendan markað. „Ég hef unnið á teiknistofum þar sem stórar byggingar hafa verið í hönnun og séð um innréttingar í þeim. Síðan hef ég verið með eig- in teiknistofu og komið nokkrum húsgögnum í framleiðslu, bæði hér á landi og erlendis, þó meira hér heima.“ Hún kveðst hafa unnið með alls konar efni. „Mér finnst alltaf gaman að nota náttúrulegt hráefni eins og tré og ég hef notað stein- bítsroð og selskinn sem stóla- áklæði. Slíkir stólar fóru í fjölda- framleiðslu og ég held þeir fáist enn í Sólóhúsgögnum,“ segir hún brosandi. Hún lýkur lofsorði á uppsetningu sýningarinnar í Gerðubergi sem haldin er í tilefni af fimmtíu ára afmæli Félags hús- gagna- og innanhússarkitekta. „Þarna eru ekki bara verkin sýnd, heldur líka grunnurinn, hvaðan hugmyndirnar koma og hver manneskjan er á bak við verkin. Það finnst mér mjög skemmtilegt fyrirkomulag,“ segir hún að lok- um. gun@frettabladid.is www.bergis.is ALLTAF Á FÖSTUDÖGUM M YN D : P JE TU R Módel eftir Þórdísi. Sum hafa orðið að framleiðsluvöru og önnur ekki. Vill a› hlutir skapi flægindi og vellí›an Stóllinn mosi eftir Þórdísi. MYND: KRISTÍN BOGADÓTTIRMímir heitir þessi hvíti höfðingi. Barnastóllinn Hnokki sem Þórdís hlaut verðlaun fyrir. Sess er úr steinbítsroði. Uggi.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.