Fréttablaðið - 22.09.2005, Síða 42

Fréttablaðið - 22.09.2005, Síða 42
8 ■■■ { útiverublaðið } ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ Mest selda felubirgi heims Finisher frá Avery Outdoors. Mikið úrval af felubirgjum Rúllubaggar frá Ameristep Gæsa- og anda æfingatæki frá Cass Creek Síðumúla 11 / 108 Reykjavík / Sími: 588 6500 & 844 7000 utivistogveidi@utivistogveidi.is / www.utivistogveidi.is Það er búið að finna upp hjólið! ÍSLENDINGAR HAFA EKKI TILEINKAÐ SÉR HJÓLREIÐAR Í SAMA MÆLI OG MARGAR AÐRAR ÞJÓÐIR EN ÞÓ ERU ÞEIR TIL SEM FARA ALLRA SINNA FERÐA HJÓLANDI ALLT ÁRIÐ UM KRING. Það þarf bara að vera með búnað við hæfi á veturna,“ segir Sólver H. Sól- versson Guðbjargarson, formaður Íslenska Fjallahjólaklúbbsins. Fjallahjóla- klúbburinn er áfram um það að sem flestir Íslendingar taki upp þann lífsstíl að fara allra sinna ferða hjólandi, allan ársins hring. „Við þurfum að vera með góð nagladekk, ljós og bretti. Fatnaðurinn þarf að vera regn- og vindþéttur og það er mjög mikið atriði að vera með skóhlífar. Það er skylda að vera með hjálm og svo þurfum við því miður að vera með rykgrímu. Nagladekk á venjulegum ökutækjum spæna upp malbikið og rykið er svo fínt að það get- ur farið í lungun á hjólreiðafólki.“ Íslenski Fjallahjólaklúbburinn stendur fyrir skipulögðum hjólreiðaferðum á sumrin. Sólver segir að klúbburinn sé hins vegar ekki með skipulagðar ferðir yfir veturinn. Áróðurinn fyrir hjólreiðum allt árið snúist meira um að hjólið sé notað sem samgöngutæki innanbæjar. Sólver segir að hjólreiðar séu mjög þægilegur ferðamáti og góðar fyrir heils- una. „Það hefur margsýnt sig að heilsufarslegur ávinningur af hjólreiðum er mjög mikill.“ Hann bendir á að á síðunni www.icebike.net sé hægt að lesa sér til um vetrarhjólreiðar og að hverju þurfi að huga í tengslum við þær. Útivistarræktin að verða tíu ára Í nærri tíu ár hefur hópur fólks komið saman tvisvar í viku, á mánudags- og fimmtudags- kvöldum, til að ganga sömu leiðirnar. Yfir sumarið fara menn líka út úr bænum á mið- vikudagskvöldum. „Við erum með heilsulind hér við bæjardyrnar og það er verið að leggja vatn úr henni í alla þrjá pott- ana, laugina og gufuna. Einn pott- inn ætlum við að hafa með ómeng- uðu vatni af höfðanum, sleppa því að nota klór og láta renna þeim mun örar í gegnum pottinn,“ segir Sveinn Rúnar Arason, forstöðumað- ur Sundlaugar Húsavíkur. Hann segir marga bíða eftir heilsuböðun- um í bænum og er ekki í vafa um að þau muni laða fólk lengra að. „Hér er viss hópur sem hefur lagt það á sig í ellefu ár að fara upp á Húsavík- urhöfða og baða sig þar við mjög frumstæðar aðstæður til að halda niðri sínum heilsufarsvandamálum og það segir manni að eitthvað sé í þetta varið,“ segir hann. Þrjár borholur voru boraðar á Húsavíkurhöfða fyrir mörgum árum. Þá var meiningin að leggja vatnið í hús til upphitunar en stein- efnin í því reyndust óholl fyrir efn- in í rörunum. Hvergi á landinu er vatn með slíkt samsætuhlutfall og hefur verið dregin sú ályktun að það sé eldra en frá síðustu ísöld. Sagt er að því svipi til vatns sem er að finna í þekktum heilsubaðstöð- um í Evrópu, til dæmis Baden Baden, en þangað sækir fólk sér heilsubót vegna gigtar, húsvanda- mála og öndunarvegssjúkdóma. Sveinn Rúnar segir bæjaryfirvöld stefna að því að byggja upp alls- herjar líkamsræktarstöð á lóð sund- laugarinnar. Sérstaða Húsavíkur liggi þó öðru fremur í efnasamsetn- ingu jarðhitavatnsins og lækninga- mætti þess. Heilsulind rétt utan við Húsavík Hvergi á Íslandi hefur fundist eins létt vatn og á Húsavíkurhöfða. Það þykir verka vel á húð og liði og nú er Húsavíkurlaug að verða að heilsubaðstað. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA Sólver fer allra sinna ferða hjólandi. „Þetta er ókeypis og allir eru vel- komnir, hvort sem þeir eru félags- menn í Útivist eða ekki,“ segir Gunnar Hólm Hjálmarsson, vara- formaður Ferðafélagsins Útivistar, sem hefur haldið utan um Útivistar- ræktina frá upphafi. „Þetta er vett- vangur fyrir fólk til þess að hreyfa sig og til að hittast og spjalla.“ Úti- vistarræktin hóf göngu sína í byrj- un október árið 1995. „Það verður haldið upp á afmælið með pompi og prakt einhvern tímann í seinni hluta október,“ segir Gunnar. Útivistarræktin var á sínum tíma stofnuð á vegum ferðanefndar Úti- vistar en í dag er félagsskapurinn deild í Útivist. Menn þurfa ekki að vera félagsmenn í Útivist til að taka þátt, en ekki er óalgengt að þeir sem byrja að taka þátt í göngunum verði félagsmenn í kjölfarið. „Við göngum tvisvar í viku allt árið, á mánudögum og fimmtudög- um og byrjum klukkan sex,“ segir Gunnar. „Á mánudögunum göng- um við í Elliðaárdalnum og á fimmtudögunum förum við frá göngubrúnni á Kringlumýrarbraut, við Fossvoginn, út í Skerjafjörð, út undir Ægisíðu og aftur til baka. Þetta hafa verið sömu leiðirnar árum saman.“ Leiðirnar eru um sex og hálfur kílómetri og er göngu- ferðin rúm klukkustund. „Yfir sum- arið, frá apríl fram í september, bætast miðvikudagskvöldin við. Þá förum við út úr bænum á eigin bíl- um og göngum á eitthvert fjall eða annað. Þá er kannski gengið í þrjá klukkutíma.“ Mun fleiri taka þátt í þessum sumarferðum, stundum jafnvel hundrað manns. Gunnar segir jafnan mikla endur- nýjun í gönguhópnum, þó sumir hafi verið þarna ár eftir ár. „Ég þori ekki að fara nákvæmlega út í það, en það gætu nokkur þúsund manns hafa tekið þátt í göngum Útivistar- ræktarinnar frá því að þær hófust.“ Hann segir göngumenn jafnan hafa verið á öllum aldri. Þá segir Gunnar eina göngu vera farna á árinu á öðrum vikudegi, en það er þegar sumargöngunum á miðvikudagskvöldum lýkur. „Við köllum hana Laugavegsgöngu,“ segir Gunnar. Þá hittast göngu- menn sumarsins á föstudagskvöldi í húsnæði Útivistar á Laugavegi og ganga þaðan eftir Laugaveginum niður í bæ á einhvern skemmti- staðinn. „Það er engin ábyrgð tek- in á fólki í þessari ferð,“ segir Gunnar. „Það verður að bjarga sér heim sjálft.“Útivistarræktin leggur af stað í Elliðaárdalnum. Gunnar Hólm Hjálmarsson ásamt fleirum úr Útivistarræktinni. Einn af þremur heitum pottum Húsavíkurlaugar verður með ómenguðu heitu saltvatni úr borholum á Húsavíkurhöfða.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.