Fréttablaðið - 22.09.2005, Page 49

Fréttablaðið - 22.09.2005, Page 49
■■■■■■■■■■■■ { útiverublaðið } ■■ 11                                      !  !  "# $%        Íslendingar fá aldrei leið á grænum kosti VEITINGASTAÐURINN GRÆNN KOSTUR Á SKÓLAVÖRÐUSTÍG HÉLT UPP Á TÍU ÁRA AFMÆLI Í MARS OG VIRÐIST ALLTAF GANGA JAFN VEL. Alma Olsen gerir klárt fyrir hádegið. Veitingastaðurinn Grænn kostur, sem hélt upp á tíu ára afmæli í mars síðastliðnum, virðist alltaf ganga jafn vel, þótt sífellt fleiri „grænir“ staðir hafi verið opnaðir á þessum tíma. „Íslendingar fá aldrei leið á Grænum kosti,“ segir Alma Olsen, rekstrar- stjóri Græns kosts. „Þetta er staður fyrir almenning og kúnnahópurinn okkar er ekki grænmetisætur, heldur fólk sem þykir þetta góður matur.“ Við matseld á Grænum kosti er ekki notast við neinar afurðir úr dýrarík- inu og heldur ekki sykur, ger og hvítt hveiti. Upphaflega var ekki ætlunin að hafa veitingahús í fullum rekstri, heldur var húsnæðið í Skólavörðustíg fyrst og fremst ætlað fyrir námskeiðahald í matreiðslu grænmetisrétta og ein- ungis átti að selja mat í hádeginu. „En síðan sprakk þetta utan af sér mjög fljótlega,“ segir Alma. Matseðil vikunnar er jafnan hægt að sjá á www.graennkostur.is. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.