Fréttablaðið - 22.09.2005, Page 66

Fréttablaðið - 22.09.2005, Page 66
Við byrjum með autt blað Reykjavíkurborg hefur ákveðið að halda alþjóðlega hugmyndasamkeppni um framtíðarskipulag Vatnsmýrarinnar. Áður en forsendur samkeppninnar verða skilgreindar er kallað eftir hugmyndum, viðhorfum og væntingum Íslendinga um svæðið. Þetta er einstakt tækifæri fyrir þig til að hafa áhrif á mótun á annað hundrað hektara lands sem gegna mun lykilhlutverki í borgarmynd Reykjavíkur í framtíðinni. Margar leiðir til þátttöku – vertu með • Samráðsdagar, þar sem leitað er eftir hugmyndum og viðhorfum almennings til skipulags Vatnsmýrarinnar í framtíðinni, verða haldnir fimmtudaginn 29. september og laugardaginn 1. október í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi. • Þú getur heimsótt heimasíðuna www.vatnsmyri.is til að fá upplýsingar um Vatnsmýrarsvæðið og dagskrá Samráðsdaga. • Hugmyndir má líka senda á alit@vatnsmyri.is eða til Skipulags- og bygginga- sviðs Reykjavíkur, Borgartúni 3, 105 Reykjavík, merkt „Vatnsmýri“. • Sérstaklega verður hlustað eftir viðhorfum landsbyggðarfólks til landnotkunar í Vatnsmýri með skoðanakönnun á vegum Félagsvísindastofnunar Háskólans. Hugmyndir óskast um framtíðina! ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S R V K 29 27 2 0 9/ 20 05

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.