Fréttablaðið


Fréttablaðið - 22.09.2005, Qupperneq 70

Fréttablaðið - 22.09.2005, Qupperneq 70
34 FH-ingar eru tilbúnir til fless a› vera me› í Skandinavíudeildinni í knattspyrnu flar sem flátttökuli›in mala gull. „Ekki nokkur spurning a› vi› myndum taka flátt,“ sag›i Gu›mundur Árni Stefánsson, forma›ur knattspyrnudeildar FH. Ísland fær ekki þátttökurétt í úrvalsdeild Norðurlandaliða FÓTBOLTI Alþjóða knattspyrnusam- bandið og Knattspyrnusamband Evrópu samþykktu í gær að Skandinavíudeildin í knattspyrnu, eða Royal League, sem er sam- starfsverkefni knattspyrnusam- banda Noregs, Danmerkur og Sví- þjóðar, fái keppnisleyfi næstu fimm árin. Íslendingum hefur ekki verið boðið að vera með frek- ar en Finnum. „Það er ekki nokk- ur spurning að við myndum taka þátt í Royal League ef tækifæri gæfist. Íslensk lið sárvantar er- lend verkefni yfir vetrartímann,“ sagði Guðmundur Árni Stefáns- son, formaður knattspyrnudeildar FH, við Fréttablaðið. Skandinavíudeildinni var hleypt af stokkunum síðasta vetur þar sem tólf liðum frá Noregi, Danmörku og Svíþjóð var skipt í þrjá riðla. Keppni hófst 11. nóv- ember og lauk með úrslitaleik 26. maí. FC Kaupmannahöfn sigraði IFK Gautaborg í úrslitaleiknum og fékk u.þ.b. 100 milljónir ís- lenskra króna í heildartekjur og því er eftir miklu fjármagni að slægjast enda forráðamenn lið- anna í skýjunum með hvernig til tókst. Hvert lið fékk um tíu millj- ónir króna fyrir riðlakeppnina og svo bónus fyrir stig, útsláttar- keppni og úrslitaleik. Svo vel tókst til með Skandinavíudeildina að þessu sinni að löndin þrjú sem að henni stóðu ákváðu að halda samstarfinu áfram. Tekjur Skandinavíudeildarinn- ar byggjast á sjónvarpsrétti en að sögn Geirs Þorsteinssonar, fram- kvæmdastjóra KSÍ, er um álitleg- ar upphæðir að ræða, eins og reyndar verðlaunaféð gefur til kynna, og ólíklegt að íslenskar sjónvarpsstöðvar hafi bolmagn til þess að greiða slíkt, sem er helsta skilyrði þess að íslenskt lið komist þarna inn. „Þetta er erfitt viðureignar fyrir okkur en við höldum þess- ari umræðu vakandi. Finnar eru heldur ekki með í deildinni; þá langar mikið til að komast inn en hafa ekki haft erindi sem erfiði,“ sagði Geir sem vildi ekki útiloka að íslenskt lið kæmist þarna að í framtíðinni. Birgitta Herade, starfsmaður danska knattspyrnusambandsins og talsmaður Royal League, sagði í samtali við Fréttablaðið að hún gæti ekki svarað því hvers vegna íslensku félagsliði væri ekki boðið að vera með. Forsvarsmenn knatt- spyrnusambandanna í Noregi, Danmörku og Svíþjóð þyrftu að svara því. „Ég vil alls ekki útiloka neitt. Skandinavíudeildin gekk framar vonum síðasta vetur, hún stóð undir sér og gott betur og nú erum við að sníða helstu vankant- ana af til að gera hana ennþá skemmtilegri. Landfræðilega er mjög hentugt fyrir þessi þrjú lönd að vinna saman og þau hafa náð góðum árangri á Evrópumótunum í gegnum tíðina. Finnland vill líka vera með og einnig hefur frést af áhuga Eystrasaltslandanna,“ sagði Birgitta. Guðmundur Árni segir slæmt að setja á eins konar Norðurlanda- mót án þess að Ísland sé þar með. „Við myndum fagna öllum tilraun- um KSÍ til að tryggja það að ís- lenskt lið væri þar inni.“ Það er deginum ljósara að al- gjör bylting yrði fyrir íslenska knattspyrnu að fá aðgang að Royal League en það virðist því miður aðeins vera fjarlægur draumur. thorsteinngunn@frettabladid.is Ólafur Már Sigurðsson náði sér ekki á strik í gær: GOLF Ólafur Már Sigurðsson, kylfingur úr GR, lék annan hringinn á 74 höggum eða 2 yfir pari á úrtökumóti fyrir evr- ópsku mótaröðina á Carden Park-vellinum í Englandi í gær. Ólafur Már lék fyrsta hringinn á 71 höggi og er samanlagt á einu höggi yfir pari. Ólafur Már er í kringum 40. sætið og þarf að spila mjög vel í dag til þess að sleppa í gegnum niðurskurðinn fyrir lokahringinn en 25 efstu kylfingarnir ásamt þeim sem eru jafnir kylfingnum í 25. sæt- inu halda áfram. „Sveiflan var ekki alveg að virka í dag. En ég fór út á æf- ingasvæði eftir hringinn og þá fór hún að smella betur. Ég legg allt í þetta í þriðja hringinn, það þarf allt að ganga upp til þess að ég komist í gegnum niðurskurð- inn,“ sagði Ólafur Már við Fréttablaðið. Stefán Már Stefánsson úr GR lék annan hringinn á úrtökumót- inu á 80 höggum en fyrsta hring- inn á 79 höggum og á enga möguleika að komast í gegnum niðurskurðinn. Mótið í Englandi er fyrsta áskorendamótið af þremur sem kylfingar þurfa að komast í gegnum til þess að komast inn á evrópsku mótaröðina. - þg Sveiflan virka›i alls ekki 22. september 2005 FIMMTUDAGUR AUGLÝSTU FASTEIGNINA ÞÍNA Á RÉTTUM STAÐ Lestur mánudaga* 45% 73% F í t o n / S Í A F I 0 1 3 9 6 1 Rúmlega 60% fleiri Íslendingar á aldrinum 25–54 ára lesa mánudagsblað Fréttablaðsins frekar en mánudagsblað Morgunblaðsins. Á mánudögum fylgja með Morgunblaðinu og Fréttablaðinu sérblöð sem fjalla um fasteignir. Nýttu þér gott tækifæri og auglýstu fasteignina þína í Fréttablaðinu. * 25–54 ára Íslendingar. Gallup júní 2005. © Gilberto Silva, miðjumaðurArsenal og brasilíska landsliðs- ins, segist vel gera sér grein fyrir því að Chelsea sé með besta liðið í ensku úrvalsdeildinni. „Það er mun meiri munur á Chelsea og Arsenal núna en hefur verið síðustu tvö ár. Mér fannst við standa jafnfætis Chelsea á síðustu leiktíð en núna er sagan önnur. Við verðum að finna lausn á því hvernig við fyllum upp í skarðið sem Patrick Vieira skyldi eftir sig. Við erum alltof langt á eftir Chelsea eins og staðan er núna en vonandi tekst okkur að sýna hvað í okkur býr þegar líða tekur á tímabilið, en það gæti orðið of seint.“ Ljóst er að mikið mun mæða á Gilberto í vetur þar sem hann verður að spila með reynslu- litlum leikmönnum á miðjunni. Bandaríska tenniskonan LindsayDavenport hefur neyðst til þess að draga sig út úr keppni á Opna kínverska meistaramótinu eftir að hafa tognað illa í baki. Davenport er sem stendur númer tvö á heims- listanum, á eftir Mariu Sharapovu, og var hún talin sigurstangleg á mótinu í Kína. Davenport hefur lengi glímt við meiðsli í baki en hún meiddist í síð- ustu viðureign sinni á Opna bandaríska meistaramótinu sem fram fór fyrir skömmu, en hún hélt áfram keppni og tapaði naum- lega. Davenport ætlaði sér að end- urheimta efsta sæti heimslistans í Kína en hún þarf að bíða með þá tilraun þangað til á næsta stórmóti. ÚR SPORTINU FRÁ LEIK Í SKANDINAVÍUDEILDINNI Andreas Johansson, leikmaður Djurgården frá Svíþjóð, togar hér í treyju Martins Jensen, leikmann danska liðsins Esbjerg í leik liðanna í Royal League í desember í fyrra. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP Fyrirliði Manchester United hugar að framtíðinni: Roy Keane ver›ur fljálfari FÓTBOLTI Roy Keane hefur rætt við forráðamenn Manchester United um að verða þjálfari hjá liðinu eft- ir að hann leggur skóna á hilluna. Keane, sem fótbrotnaði í leik gegn Liverpool fyrir skömmu, hefur tekið námskeið í þjálfun á undan- förnum árum og mun bæta enn frekar við sig á næstunni meðan hann jafnar sig af meiðslunum. „Ég tel mig enn hafa mikið fram að færa sem leikmaður. Þegar ég er hættur að geta hjálpað Manchester United inni á vellin- um mun ég snúa mér að öðrum störfum hjá félaginu,“ sagði Kea- ne við breska fjölmiðla í gær. Liðsfélagi Keane hjá Manchester United, Paul Scholes, er ekki í nokkrum vafa um að Keane eigi eftir að verða góður þjálfari. „Það hafa fáir leikmenn jafn mikla leiðtogahæfileika og Keane, og þeir nýtast vel í þjálfuninni. Ég held að Keane verði knattspyrnustjóri Manchester United í framtíðinni. En vonandi heldur hann áfram að spila því hann er ennþá einn af betri miðjumönnum í heiminum.“ ALEX FERGUSON OG ROY KEANE Roy Keane hefur eflaust lært mikið af knattspyrnu- stjóra sínum hjá Manchester United, Alex Ferguson.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.