Fréttablaðið - 22.09.2005, Síða 74

Fréttablaðið - 22.09.2005, Síða 74
Hið forna kvæði Völuspá er kom- ið út í nýjum búningi, sem er að- gengilegur fyrir börn á öllum aldri. Þórarinn Eldjárn hefur endursagt kvæðið í leikandi vís- um og Kristín Ragna Gunnars- dóttir myndskreytir bókina með litríkum hætti. Segja má að útgáfa Þórarins sé þýðing á kvæðinu yfir á auð- skiljanlegt nútímamál, en Þórar- inn segist frekar líta á sitt fram- lag sem endursögn heldur en þýðingu. „Ég reyndi fyrst og fremst að hafa það að leiðarljósi að gera orðin sjálf skiljanleg,“ segir hann og tekur fram að hér á landi geti útgáfa af þessu tagi verið „dálítið viðkvæmt mál því Íslendingum finnst oft að það þurfi ekkert að þýða þessar gömlu bókmenntir.“ Margt hefur þó breyst í þeim efnum. Á síðustu árum hafa til dæmis komið út barnaútgáfur af Njálu og Egils sögu og þykir vart tiltökumál lengur að hrófla við þessum gömlu bókmenntum með þessum hætti. „Ég held að þetta geri þessum bókum ekki annað en gott.“ Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Þórarinn leggur sitt af mörkum til þess að auðvelda yngri kyn- slóðinni hér á landi að tileinka sér Völuspá. Fyrir fimm árum frumsýndi Möguleikhúsið leikrit- ið Völuspá, sem er eftir Þórarin og hefur sú sýning farið víða. Þórarinn segir þó engin önnur tengsl vera milli þessa leikrits og endursagnarinnar á Völuspá, sem nú er komin út á bók, heldur en hið forna kvæði. „Í leikritinu var ramminn úr Völuspá notaður, það er Óðinn leitar til völvunnar til að leita fregna, en síðan voru dregnar inn í það ótal frásagnir úr Snorra- Eddu og víðar, en það ber svo sem ekki mikið á Völuspá sjálfri þar.“ Myndir Kristínar Rögnu setja sterkan svip á bókina, en Þórar- inn segir þær ekkert sérstaklega vera sniðnar að sínum texta. „Myndirnar eru fyrst og fremst auðvitað hennar frum- sköpun og gætu alveg staðið með hinni upphaflegu Völuspá. Þær eru ávöxtur mikilla pælinga hennar í þessu kvæði.“ ■ 38 22. september 2005 FIMMTUDAGUR > Ekki missa af ... ... morgunverðarfundi um skipulags- mál Reykjavíkur í Hafnarhúsinu í dag, sem haldinn er í tengslum við sýninguna Hvernig borg má bjóða þér? ... tónleikum köntrísveitar Baggalúts á Grand Rokki í kvöld, þar sem sjálfur Rún- ar Júlíusson verður „leynigestur“. ... sjónþingi í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi á laugardaginn, þar sem ferill Þórdísar Zoëga hönnuðar verður skoðað- ur ofan í kjölinn. Kynning á íslenska þjóðbúningnum verður haldin í kvöld á vegum Heimilisiðnaðarfélags Íslands í húsnæði félagsins á Laufásvegi 2. Kynningin hefst klukkan 20 og verður sagt frá karlmannabúningnum og faldbúningnum frá um 1800. Einnig verður sýning á vinnubrögð- um sem tengjast þjóðbúningunum og gefnar upplýsingar um það hvernig rétt er að klæð- ast búningunum. Gestum og gangandi er boðið að líta inn, þiggja kaffiveitingar, fræðast og spjalla við fulltrúa Heimilisiðnaðarfélagsins. Á síðustu árum hefur áhugi aukist mjög á eldri gerðum íslensku þjóðbúninganna, það er að segja faldbúningnum, skautbúningnum, kyrtlinum, 19. aldar upphlutnum og nú ís- lenska herrabúningnum. Í nokkur ár hefur Heimilisiðnaðarfélagið boð- ið upp á námskeiðaröð í því að sauma þessa búninga og í kvöld verður hægt að fá upplýs- ingar um þessi námskeið. Heimilisiðnaðarfé- lag Íslands er eini aðilinn sem veitir þessa þjónustu. Kl. 19.30 Fyrri tónleikar Sigrúnar Hjálmtýs- dóttur með Sinfóníuhljómsveit Ís- lands verða í Háskólabíói í kvöld. Hún syngur þar margar safaríkustu aríur óperubókmenntanna. Seinni tónleikarnir verða annað kvöld. menning@frettabladid.is fijó›búningarnir kynntir Þórarinn þýðir Völuspá ! STÓRA SVIÐ KALLI Á ÞAKINU e. Astrid Lindgren Su 25/9 kl 14, Lau 1/10 kl. 14, Su 2/10 kl. 14, Su 9/10 kl. 14 WOYZECK - 5 FORSÝNINGAR Í SEPT. Frumsýnt í London 12. okt. og á Íslandi 28. okt. Miðaverð á forsýningu aðeins kr. 2.000,- Fö 23/9 kl 20, Fi 29/9 kl 20 UPPSELT, Fö 30/9 kl 20, Lau 1/10 kl 20 (sýning á ensku) HÍBÝLI VINDANNA Örfáar aukasýningar í haust. Lau 24/9 kl. 20, Su 2/10 kl. 20, Fö 7/10 kl. 20 LÍFSINS TRÉ Fö 21/10 kl. 20 FRUMSÝNING UPPSELT Lau 22/10 KL. 20, Fö 28/10 kl. 20, Lau 29/10 kl. 20, Fö 4/11 kl. 20, Lau 5/11 kl. 20 NÝJA SVIÐ/LITLA SVIÐ BELGÍSKA KONGÓ Örfáar aukasýningar í haust. Su 16/10 kl. 20, Su 23/10 kl. 20, Su 30/10 kl. 20 MANNTAFL Su 25/9 kl. 20, 2/10 kl. 20, Fö 7/10 kl. 20 RILLJANT ALVEG BRILLJANT SKILNAÐUR Lau 24/9 kl. 20 UPPSELT, Má 26/9 kl. 20, UPPSELT ,Fi 29/9 kl. 20 UPPSELT, Fö 30/9 kl. 20 UPPSELT, Lau 1/10 kl 16 aukasýn., Lau 1/10 kl. 20 UPPSELT, Fi 6/10 kl. 20 UPPSELT, Lau 8/10 kl. 16 aukasýning, Su 9/10 kl. 20 Sími miðasölu 568 8000 midasala@borgarleikhus.is Miðasala á netinu www.borgarleikhus.is Miðasalan í Borgarleikhúsinu er opin: 10-18 mánudaga og þriðjudaga, 10-20 miðviku-, fimmtu- og föstudaga 12-20 laugardaga og sunnudag TVENNU TILBOÐ Ef keyptur er miði á Híbýli vindanna og Lífsins tré fæst sérstakur afsláttur ■ ■ TÓNLEIKAR  19.30 Sigrún Hjálmtýsdóttir syng- ur með Sinfóníuhljómsveit Íslands í Háskólabíói. Stjórnandi er Kurt Kopecki.  20.00 Hljómleikar til minningar um Örn Washington verða haldnir á Nasa við Austurvöll. Fram koma Páll Óskar og Monika, Bubbi Morthens, Ragnhildur Gísladóttir með Sigtryggi Baldurssyni og Dav- íð Þór píanóleikara, Andrea Gylfa- dóttir með gítarleikurunum Guð- mundi Péturssynin og Eðvarði Lárussyni, gospelhópur Harolds Burr, Hjörtur Howser, Díana Monzon og félagar, Lights on the highway, Stella Haux með Tomma Stuðmanni, Magnúsi Einarssyni, Önnu Möggu og Dísu Dredd, Rún- ar Júlíusson, Hjálmar og Jagúar. Kynnir er Andrea Jónsdóttir.  22.00 Benni Hemm Hemm leikur á Grand Rokki. Fyrsta breið- skífa hljómsveitarinnar kom út á dögunum, og hefur fengið mjög góða dóma í fjölmiðlum. ■ ■ OPNANIR  Sýning á verkum 38 ungmenna verður opnuð í bókasafni Seltjarness. Sýningin er afrakstur Norrænna lista- búða sem ungmennin sóttu í ágúst síðastliðnum. ■ ■ FUNDIR  08.30 Árni Þór Sigurðsson, Hrafn Gunnlaugsson kvikmyndagerðar- maður, Tryggvi Jónsson, verkfræð- ingur og Guðbjörg Lilja Erlends- dóttir umferðarverkfræðingur taka til máls á morgunverðarfundi um skipulagsmál Reykjavíkur í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsinu. Fundar- stjóri er Dagur B. Eggertsson.  17.00 Samtök um betri byggð kynna starfsemi sína og stefnumál í fjölnotasal Listasafns Reykjavíkur - Hafnarhúsi. ■ ■ SÝNINGAR  20.00 Heimilisiðnaðarfélag Ís- lands kynnir í kvöld íslenska þjóð- búninga í húsnæði félagsins að Laufásvegi 2. Gestum og gangandi er boðið að líta við, spjalla við okkur, fræðast og þiggja kaffiveitingar. Ókeypis aðgangur. Upplýsingar um viðburði og sýningar sendist á hvar@frettabladid.is ekki síðar en sólarhring fyrir birtingu. ÞÓRARINN ELDJÁRN Hefur fært Völuspá í nýjan búning, aðgengilegan yngri kynslóð- inni. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA Upphaflega var ekkert til. Hvorki sandur né sjór né svalar lindir Engin jör›, enginn himinn, a›eins gínandi gap og gras hvergi. - Erindi úr Völuspá í endursögn fiórarins Eldjárns HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 18 19 20 21 22 23 24 Fimmtudagur SEPTEMBER 3. sýn fös. 23 kl. 20 UPPSELT 4. sýn lau. 24 kl. 20 Örfá sæti laus 5. sýn fös. 31 kl. 20 Örfá sæti laus 6. sýn lau 1. okt kl. 20 Nokkur sæti- laus. 7. sýn fös 7 okt 8. sýn lau 8 okt UPPSELT
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.